Saga - 2011, Side 188
188 aldarafmæli
tölu þeirra fræðimanna Háskólans sem gert hafa garðinn frægan með
nýrri rannsókn á fornri sögu landsins, prófessor Jón Jóhannesson.1
enn síðar ritar Halldór, þegar hann fjallar m.a. um annað bændafólk í sveit-
inni:
Þetta fólk mátti kannski, að ógleymdum Gísla í kotinu, telja með þeim
sem ekki spunnu gull og silki í Mosfellsdal. […] Fyrir mistúlkun
orðsins hefur svona fólk verið kent við fátækt; mælt á aðra og sígildari
stiku var fólk þetta ríkt; að minstakosti ríkara en við núna. Frost linaði
um stund, og hið aldna tré skaut sprotum og umdi. Í hvert og eitt skifti
sem maður heyrði þetta fólk tala hrundu því gullkorn af vörum. Maður
fór ríkari af fundi þess.2
Með þessum orðum rithöfundar, sem mat sagnfræðinginn Jón Jóhannesson
umfram aðra menn á sviði íslenzkrar sagnfræði, fáum við ofurlitla innsýn í
uppruna þess manns sem við nú minnumst í tilefni aldarafmælis.
Gísli Gunnarsson (1848–1914), bóndinn í Hlaðgerðarkoti í Mosfellsdal
— þar sem síðar var kallað Reykjahlíð — móðurfaðir Jóns Jóhannessonar,
átti sem sagt stóran barnahóp með konu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur
(1852–1936), og ein úr þeim hópi var Guðríður Guðrún (1882–1951), sem
giftist norður í land, Jóhannesi Pétri Jónssyni (1868–1938), bónda í Hrísakoti
á vatnsnesi í vestur-Húnavatnssýslu. Þar á nesinu fæddist þeim sonurinn
Jón, 6. júní 1909. Hann var elztur systkina sinna, sem voru sjö talsins, en
lang yngstur þeirra, eða tuttugu árum yngri en Jón, var Björn Þórarinn
(1930–1995), skólabróðir minn í menntaskóla, lengi kennari við kennara -
skólann.
Jón Jóhannesson ólst upp í Hrísakoti við hefðbundin sveitastörf á tíma
frumstæðs búskapar og þjóðlegra hefða í lifnaðarháttum. Landið er fagurt
og útsýni tilkomumikið. Skammt frá er náttúruundrið Hvítserkur við vatn
og sand kennt við Sigríðarstaði. Í austri má greina fornan klausturstað,
Þingeyrar, þar sem munkar skrifuðu sagnfræðirit, sem frægt er. Í suðurátt
liggur leiðin til Breiðabólstaðar í vesturhópi, þar sem fyrst munu rituð lög í
landi hér með skrá Hafliða Mássonar. Og enn ber í fjarska Borgarvirki við
loft. Þetta allt og margt fleira hefur mátt vera ungum dreng í Hrísakoti
hvatning til umhugsunar og lærdóms um land og sögu. Drengurinn þótti
sem sagt bókhneigður og námfús, og má ætla að snemma hafi verið gert ráð
fyrir að hann færi til mennta, enda mun vanheilsa nokkur hafa torveldað að
hann væri fallinn til bústarfa. Ég minnist þess að hann stakk við fæti í hverju
spori á göngu. Það kann að hafa verið Jóni nokkur hvatning til að fara
menntaveg að föðurbróðir hans frá Hrísakoti, Stefán Jónsson, hafði lært til
læknis og var um nokkurra ára bil dósent í læknisfræði við Háskóla Íslands.
1 Halldór Laxness, Í túninu heima (Reykjavík: Helgafell 1975), bls. 61–62.
2 Sama heimild, bls. 65–66.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage188