Saga - 2011, Síða 189
189aldarafmæli
Í Gagnfræðaskólanum á Akureyri (síðar menntaskóla) reyndist Jón
Jóhannesson frábær námsmaður, reglusamur og háttvís og naut hylli kenn-
ara. Hugur hans hneigðist framar öðru til sagnfræði. Stúdentspróf tók hann
vorið 1932, en var ekki skráður í Háskóla Íslands fyrr en árið eftir. Það haust
settust þrír samstúdentar að norðan í heimspekideild eða norrænudeildina,
eins og hún þá var oftast nefnd. Þeir urðu allir doktorar og prófessorar við
skólann: Jón Jóhannesson í sagnfræði, Steingrímur J. Þorsteinsson í bók-
menntum og Halldór Halldórsson í málfræði.
Jón Jóhannesson las undir kennarapróf í íslenzkum fræðum með Ís -
lands sögu sem aðalgrein. kennari hans þar var sá þjóðfrægi og orðsnjalli
sögumaður og gleðimaður, prófessor Árni Pálsson. Hann hafði kennt við
deildina undanfarin tvö ár, þó próflaus væri eftir nám við Hafnarháskóla
endur fyrir löngu. Jón varð nú lærisveinn Árna Pálssonar og er það í minn-
um hversu mikið dálæti kennari hans fékk á þessum áhugasama stúdent,
sem sýndi einstaka kunnáttu í sögu og miðaldaættfræði, ekki sízt í Sturl -
ungu, sem sögð var sérstakt áhugasvið kennarans. kom hann þar sjaldan að
tómum kofunum hjá Jóni, og dáðist að því — með sínu orðalagi — hvað
„blessaður drengurinn“ kunni, og nefndi hann því oft „Jón lærða“!3
Í minningargrein um Árna Pálsson í Skírni 1953 segir kristján Albertsson,
rithöfundur, litla sögu um samskipti Árna og Jóns Jóhannessonar, sem
bregður skemmtilegu ljósi á þá báða, prófessorinn og lærisveininn. Þar segir
kristján, eftir að hafa getið þess að stjórnmál á Sturlungaöld hafi verið ein
af sérgreinum Árna:
ef til vill var þó einn af nemendum hans jafnstálsleginn í Sturlungu —
hver veit, kannske enn minnugri, Jón Jóhannesson, síðar prófessor. eitt
sinn greindi þá á í tíma um eitt atriði í hinu mikla söguriti. Slegið var
upp, og kom í ljós, að Árni hafði haft rétt fyrir sér. Hann varð glaður
við. Dró ekki dul á, að hann var hróðugur. Bauð síðan öllum nemend-
um upp á kaffi eftir tíma til að minnast þessa atburðar. Fáir munu í
stöðu háskólaprófessors hafa kunnað að heiðra nemanda sinn á fallegri
hátt né af auðmjúkara hjarta hins vitra manns.4
Jón Jóhannesson lýsti Árna Pálssyni og kennslu hans í minningarorðum
haustið 1952; þar segir m.a.:
Ég kynntist Árna fyrst, er hann var orðinn prófessor, og mun hann jafn-
an verða mér mjög hugstæður. Hann var mikill að vallarsýn, stórskor-
inn og ekki fríður, röddin mikil og auðug af blæbrigðum, skapsmun-
irnir ríkir, og sást glöggt á honum, hvort honum líkaði vel eða illa.
Þegar hann varð prófessor, stóð svo á, að flest, er ritað hafði verið um
3 Guðni Jónsson, „Jón Jóhannesson prófessor“, Saga II (1954–58), bls. 322.
4 kristján Albertsson, „Árni Pálsson 13. september 1878 – 7. nóvember 1952“,
Skírnir 127 (1953), bls. 16.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage189