Saga - 2011, Qupperneq 190
190 aldarafmæli
þjóðveldisöldina, var að verða meira og minna úrelt sökum nýrra rann-
sókna á heimildargildi fornsagnanna og um hina nýrri tíma hafði fátt
verið ritað í samfellu. Árni hafði því tekið að sér örðugt starf, og var
engin von til, að hann gæti urið allan þann akur jafnvel. en þegar hann
vék að efnum, sem honum hafði unnizt tóm til að rannsaka og íhuga,
brá fyrir sömu snilldartökunum sem mönnum eru kunn af ritum hans.
Munum við, nemendur hans, lengi minnast þeirra stunda.5
II
Jón Jóhannesson lauk cand.mag.-prófi í íslenzkum fræðum í ársbyrjun 1937
eftir aðeins 4½ árs nám við Háskólann, með ágætum vitnisburði sem bar
þess vott hversu vel hann hafði nýtt tíma sinn. Lokaprófsritgerð hans bar
heitið „Hundrað silfurs“ og var áreiðanlega ekki auðveldasta verkefni til
úrlausnar.
Fræðum sínum tók Jón að sinna af kappi, m.a. með ritdómum í Skírni frá
árinu 1936 og næstu ár. Að öðru leyti fékkst hann við kennslu í framhalds-
skólum í Reykjavík.
Á þessum árum er Jón Jóhannesson að fylla flokk þeirra fræðimanna
(Sigurður Nordal, einar Ól. Sveinsson, Guðni Jónsson, einar Arnórsson,
Þorkell Jóhannesson o.fl.) sem eru að fást við nýjar rannsóknir á heimildagildi
fornsagnanna til þess að bregða raunsannara ljósi á sögu þjóðveldisaldar.
Hann skrifar merkan ritdóm um ritgerð Sigurðar Nordal um Hrafnkels sögu
(sem Nordal kallar Hrafnkötlu) í Studia Islandica, 7. hefti 1940. Í ritgerð sinni
færir Nordal rök fyrir því að sagan sé talsvert yngri en talið var áður og bygg-
ist á svokallaðri bókfestukenningu, þ.e. sé heildstætt listaverk, skáldsaga,
skráð af einum höfundi. Jón Jóhannesson skynjar glöggt hvaða tímamót hér
eru að verða í rannsókn á uppruna hinna fornu bókmennta. Hann orðar þá
niðurstöðu af miklum sannfæringarkrafti: „Höfuðvígi sagnfestumanna er
fallið og með því sú kenning þeirra, að frásagnarlistin í Íslendinga sögum hafi
náð öllum sínum þroska áður en þær voru ritaðar.“6 Hann bætir við í lokin:
víða hefir bólað á sömu og svipuðum skoðunum og Sig. Nordal heldur
hér fram, en þær hafa flestar svifið í lausu lofti á einhvern hátt. efnið hef-
ur aldrei verið tekið svo föstum tökum sem í þessari stuttu ritgerð, og
mun hún eflaust marka tímamót í skilningi manna á fornritum vorum.
[…] Niðurstaðan mun sjálfsagt sæta einhverjum andmælum fyrst í stað,
því að mörgum er illa við, að brigður séu bornar á söguleg sannindi forn-
sagnanna, en fremur er það tilfinningamál en skoðun reist á rökum.7
5 Jón Jóhannesson, „Látnir háskólakennarar. Árni Pálsson“, Árbók Háskóla Íslands
háskólaárið 1952–1953, 1953, bls. 87–88.
6 Jón Jóhannesson, „Sigurður Nordal. Hrafnkatla“, Skírnir 114 (1940), bls. 207.
7 Sama heimild, bls. 208.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage190