Saga - 2011, Page 194
194 aldarafmæli
Margir fræðimenn hafa ritað um gildi íslenzkra heimilda. T.d. rit skýr -
endur, en áhugi þeirra hefur beinzt einkum að fornritunum. Íslenzkir
sagnaritarar hafa flestir reynt að meta heimildir sínar á einn eða annan
hátt allt frá dögum Ara fróða. en því miður hefur heimildakönnun oft
verið áfátt. Sumir hafa jafnan lagt trúnað á allt, sem þeir heyrðu eða
lásu í bókunum. Til heimildakönnunar má telja fornleifarannsóknir, og
örnefnarannsóknir, ungar og skammt á veg komnar hér. Um allar heim-
ildarannsóknir hjá okkur má heita, að gildi sú regla, að þær hafi verið
sundurlausar og ekki verið lögmál eða reglur, sem eftir má fara. —
Sögunám við Háskólann á ekki að vera lærdómur tómra staðreynda,
en leiðbeina um sjálfstæðar rannsóknir í sögu. Í öðru lagi er sérstök
þörf á sögulegri gagnrýni nú. Áhugi manna á sögu og öðrum þjóðleg-
um fræðum er mikill, en allmikill þorri sagnarita, sem út koma, svara
ekki kröfum um heimildagildi.14
Og áfram flutti Jón mál sitt, stundum með því að skjóta inn atriðum sem
ekki þurfti endilega að skrifa orðrétt en gátu lífgað upp kennslustundina.
Hann ræddi fyrsta misserið um ritaðar heimildir, skjöl og skjalfræði, inn-
sigli, máldaga, lög og sagnarit, ættartöl og annála, og ýtarlegan fyrirlestur
flutti hann um tímatalsfræði, auk fleiri atriða. „Fornsögurnar einar“, sagði
Jón, „gætu orðið efni í marga fyrirlestra, án þess að farið sé verulega inn á
svið bókmenntasögunnar“.15 Þess vegna eyddi hann drjúgu máli í að fjalla
um heimildagildi þeirra og annarra fornrita, allt í þeim dúr sem orðræðan
hafði beinzt að undanfarandi ár. — Þá rifjast upp fyrir mér, er ég handleik
uppskriftir mínar af fyrirlestrum Jóns, að hann veltir fyrir sér í alllöngu máli
tímasetningu Gamla sáttmála, þeirrar gerðar sem hann ársetur 1262–64 og
nefnir einlægt Gissurarsáttmála (eftir Gissuri jarli), og síðan þeirrar sem
kölluð hefur verið Gamli sáttmáli, telur hana frá 1302, með góðum rökum
(og fer þá raunar allnærri skoðun Björns M. Ólsen); er vandséð að þeim rök-
um hinna lærðustu manna verði hnekkt að sinni.
Um allt þetta fjallaði Jón sem sagt á greinargóðan hátt, án orðskrúðs, en
framar öðru af raunsæi nútíma vísindamanns, sem gjörþekkti efnivið sinn.
Hann var í fyrirlestrum sínum og ritgerðum jarðbundinn og rökfastur. Hann
var yfirleitt sanngjarn í dómum, en gat brugðist hart við ef honum mislíkaði.
Hann var geðþekkur og mikilsvirtur kennari.
14 Háskólafyrirlestrar Jóns Jóhannessonar. einar Laxness skrifaði eftir upplestri
J.J. veturinn 1951–1952.
15 Sama heimild.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage194