Saga - 2011, Page 196
196 aldarafmæli
gunnar karlsson
Íslendinga saga Jóns Jóhannessonar
meðal yfirlitsrita
Sögukennari minn í efsta bekk Menntaskólans að Laugarvatni, Haraldur
Matthíasson, hafði þann sið að rifja Íslandssöguna upp með því að láta nem-
endur halda langan fyrirlestur, einar 30–40 mínútur minnir mig, um nokkur
meginatriði þjóðarsögunnar. Ég valdi lokaskeið þjóðveldisins og notaði sem
heimild mína Íslendinga sögu I, Þjóðveldisöld, eftir Jón Jóhannesson. kafli
hans um þetta efni heitir Fjörbrot þjóðveldisins, 74 blaðsíðna langur, býsna
flókinn og atburðahlaðinn, enda er Sturlunga saga endursögð þar í megin-
atriðum.1 Þetta hlýtur að hafa verið ömurlega leiðinlegur og óskiljanlegur
fyrirlestur hjá mér, en þarna kynntist ég fyrst Íslendinga sögu Jóns Jóhannes -
sonar, og leiðir okkar hafa ekki skilist til langframa síðan. Hún er raunar ein
af örfáum bókum sem ég hef keypt í tveimur eintökum til að geta alltaf haft
hana tiltæka bæði á heimili mínu og vinnustað.
Þegar ég kom í íslensk fræði í Háskóla Íslands voru tæp fimm ár liðin
frá andláti Jóns, og bók hans var notuð sem námsbók í Íslandssögu fyrri
alda. Mig minnir að þá hafi allt verið haft fyrir satt sem þar stóð, og ég hafði
lengi framan af þá hugmynd að eiginlega væri búið að leiða allt til lykta um
sögu íslenska þjóðveldisins. Síðar tóku fræðimenn auðvitað að efast um
margt sem Jón hafði haldið fram, en nú held ég að við getum með góðum
rétti skoðað bók hans sem sígilt verk í Íslandssögu, og þá er tímabært að fara
að setja hana í sögulegt samhengi.
Íslendinga saga I. Þjóðveldisöld eftir Jón Jóhannesson kom út árið 1956,
431 blaðsíðna bók, útgefandi var Almenna bókafélagið. Það liggur í augum
uppi að höfundur ætlaði að halda verkinu áfram til siðaskipta, enda var
bókin „einkum ætluð til stuðnings við nám í Íslendinga sögu við Háskóla
Íslands,“ að því er höfundur segir í formála (I, 5), og kennslusvið Jóns í
íslenskum fræðum í Háskóla Íslands náði þangað. en Jón lést áður en annað
bindi kæmi út, nokkrum mánuðum eftir að bindi I birtist. Þá var ákveðið að
gefa út sem annað bindi háskólafyrirlestra Jóns um tímabilið milli þjóðveld-
isloka og siðaskipta. Þeir fylltu aðeins um 185 blaðsíður (II, 15–201), og var
fyllt upp í 417 blaðsíðna bindi með því að bæta við sex ritgerðum Jóns um
tímabilið. Fimm þeirra höfðu verið prentaðar áður á ýmsum stöðum en ein
haldin sem háskólafyrirlestur og útvarpserindi (II, 205–373). Það var Þór -
1 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga I. Þjóðveldisöld (Reykjavík: Almenna bókafélagið
1956), bls. 265–338. Framvegis verður vísað til þessa rits með því að tilfæra
bindis tölu og blaðsíðutölu innan sviga í meginmáli.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage196