Saga - 2011, Page 197
197aldarafmæli
hallur vilmundarson, síðar prófessor, sem annaðist þessa útgáfu, sýnilega
af mikilli alúð. Í formála lýsir hann vinnubrögðum sínum:2
fyrst var texti höfundar borinn saman við þrjár gerðir uppskrifta nem-
enda hans frá síðustu árum. kom þá í ljós, að dr. Jón hafði allvíða aukið
inn setningum, t. d. nánari skýringum, svo og betrumbætt orðalag í
flutningi. Þar sem öruggt þótti af samanburði hinna ýmsu gerða, að
treysta mætti textanum, og breytingarnar þóttu ótvírætt vera til bóta,
var tekið tillit til þeirra í útgáfunni. Sérstöku máli gegnir um fyrirlest-
urinn um konungsvaldið og réttindabaráttu Íslendinga í upphafi 14.
aldar, á 45.–61. bls. Þann kafla varð að prenta nær allan eftir nýjustu
uppskriftum nemenda. Þannig stóð á, að dr. Jón hafði tekið þetta mikil -
væga, en erfiða viðfangsefni til gagngerðrar rannsóknar, skömmu áður
en hann lézt, og hafði eftir þá rannsókn breytt mjög háskólafyrirlestri
sínum um það efni. Hins vegar var sú gerð hans hvergi til nema í upp-
skriftum nemenda.
Þetta bindi var ómetanleg viðbót við Íslandssöguyfirlit okkar þegar það
kom út því um það tímabil var sérstaklega fátt um yfirlitsrit. Samt var þetta
auðvitað ófullgert ritverk og um sum efni átakanlega fáort í samanburði við
fyrra bindið. Úttekt mín á riti Jóns fjallar því einkum um fyrra bindið þó að
ég grípi til dæma úr síðara bindinu líka ef þau sýna viðhorf höfundar sér-
staklega vel.
Fyrra bindið eitt verðskuldar það að mínum dómi að kallast sígilt rit,
enda hefur það hlotið meiri dreifingu en nokkur strangfræðileg Íslandssaga
önnur. Það kom út á norsku í þýðingu Hallvards Magerøy árið 1969 og á
ensku, þýtt af Haraldi Bessasyni, 1974.3
Allir góðir höfundar standa á einhvern hátt á tímamótum, flytja eitthvað
gamalt og eitthvað nýtt. Jón Jóhannesson var í gamla tímanum að því leyti að
hann var íslenskur þjóðernissinni. Ég hef annars staðar afmarkað þjóðernis -
hyggjuskeiðið í Íslandssögu þannig að það næði yfir tvo afburðasnjalla Jóna
og bilið á milli þeirra, Jón Sigurðsson forseta og Jón Jóhannesson.4 en
þjóðernishyggja þeirra beggja var friðsamleg og óáleitin, laus við þjóðrembu
eða hroka. Hjá Jóni Jóhannessyni kemur hún til dæmis fram í því að hann
2 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga II. Fyrirlestrar og ritgerðir um tímabilið 1262–1550
(Reykjavík: Almenna bókafélagið 1958), bls. 5. Framvegis verður vísað til þessa
rits með því að tilfæra bindistölu og blaðsíðutölu innan sviga í meginmáli.
3 Jón Jóhannesson, Islands historie i mellomalderen. Fristatstida. Þýð. Hall vard
Magerøy (Oslo: Universitetsforlaget 1969). — Jón Jóhannesson, A History of the
Old Icelandic Commonwealth = Íslendinga saga. Þýð. Haraldur Bessason (Winni -
peg: University of Manitoba 1974).
4 Gunnar karlsson, Inngangur að miðöldum. Handbók í íslenskri miðaldasögu I
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 2007), bls. 39.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage197