Saga - 2011, Síða 198
er sérstaklega dómharður um þá menn sem hann telur hafa skaðað sjálf -
stæði Íslendinga. Um Guðmund biskup Arason segir hann að það sé „ekki
ófyrirsynju, að Guðmundur biskup hefur verið kallaður einn hinn óþarfasti
maður í sögu vorri.“ Hann gefur Guðmundi það einkum að sök að hann
„virti aldrei landslögin og átti drjúgan þátt í að brjóta niður virðingu manna
fyrir lögum þjóðveldisins.“ (I, bls. 249–250) Það virðist ekki hafa hvarflað að
Jóni að kirkjulögin, sem Guðmundur biskup var sífellt að reyna að fram-
fylgja í trássi við íslenska veraldarhöfðingja, hafi kannski átt jafnmikinn rétt
og landslög í samfélagi sem hafði játað kaþólska kristni. Þá er Jón ævinlega
andsnúinn Hákoni gamla Hákonarsyni Noregskonungi sem hirti frelsi vort,
eins og skáldið kvað. Jón gefur lítið fyrir það sem er haft eftir konungi, að
hann vilji efla frið á Íslandi, og stingur upp á að það hafi ekki „verið annað
en yfirskin, enda bendir sumt til þess, að hann hafi eflt ófrið í landinu af
ráðnum hug til þess að fá mál sitt fram.“ (I, bls. 291) Síðar heldur hann því
hiklaust fram að Hákon konungur hafi átt mikinn þátt í ófriði Sturlunga -
aldar á Íslandi (I, bls. 310).
Jón er líka nokkuð áberandi andvígur Gissuri Þorvaldssyni, verðandi
jarli konungs á Íslandi. einkum finnst mér hann óvenjulega djarfur í túlk-
unum þegar kemur að vígi Snorra Sturlusonar. Með í aðför Gissurar að
Snorra voru Loftur Pálsson biskups og Árni Magnússon sem var kallaður
óreiða, og Jón skrifar (I, bls. 301): „en Loftur og Árni óreiða munu báðir hafa
verið handgengnir konungi og hafa því talið sig skylda til að reka erindi
hans, þótt vafasamt sé, að þeir hefðu samþykkt að stuðla að drápi Snorra, ef
þeir hefðu vitað, að það var ætlun Gizurar. eru því miklar líkur til, að Gizur
hafi þar svikið bandamenn sína.“ ekki veit ég hvernig Jón gat lesið svona
eindregið inn í hug þeirra Lofts og Árna. Hann segir líka að það sé „eðlileg-
ast að skilja frásögn hans [þ.e. Sturlu Þórðarsonar] svo, að þeir Gizur hafi
ekki fundið Snorra í Reykholti, fyrr en honum hafði verið heitið griðum.
Batnar ekki hlutur Gizurar við það.“ (I, bls. 302). ef maður vildi lesa frásögn
Íslendinga sögu Sturlu af þessum atburði á hagstæðasta hátt fyrir Gissur
Þorvaldsson mætti eins skilja hana þannig að menn Gissurar hafi höggvið
Snorra til bana í ofsa áður en honum gafst tími til að stöðva þá.5
Gamla sáttmála konungs og Íslendinga 1262 túlkar Jón Jóhannesson líka
fyrirvaralaust, nokkurn veginn eins og nafni hans Sigurðsson hafði gert
þegar hann beitti sáttmálanum sem röksemd fyrir sjálfstæðri stöðu Íslend-
inga í Danaveldi (I, bls. 338): „Í honum er ekki gert ráð fyrir, að Íslendingar
og Norðmenn hafi neitt sameiginlegt nema konung. Ísland var því ekki inn-
limað í norska ríkið. Það hélt áfram að vera sérstakt ríki, og sambandið við
Noreg var nánast persónusamband. Hitt er annað mál, að í rauninni varð sam-
bandið annað og Ísland oft talið með skattlöndum Noregskonungs, lægra sett
aldarafmæli198
5 Sturlunga saga I. Útg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og kristján eldjárn
(Reykjavík: Sturlunguútgáfan 1946), bls. 454 (Íslendinga saga, 151. kap.).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage198