Saga - 2011, Page 199
en Noregur sjálfur.“ Hér gengur Jón að því leyti lengra í að halda fram
sterkri stöðu Íslands en nafni hans Sigurðsson að Jón Sigurðsson notaði ekki
orðið ríki um Ísland og hefði líklega fallist á að kalla það skattland. en það
meginatriði eiga þeir sameiginlegt að Ísland hafi ekki orðið hluti af norska
ríkinu með Gamla sáttmála.
Líka má nefna að Jón gekk rökstuðningslaust út frá því sem sjálfsögðum
hlut að Íslendingar hefðu haft það að meðvituðu markmiði á 14. öld að
endur heimta sjálfstæði landsins. Í lok ritgerðar um réttindabaráttu Íslend-
inga í upphafi 14. aldar skrifar hann (II, bls. 301): „Má því segja, að sú leið,
sem Íslendingar fóru 1319, hafi verið sú skásta, sem völ var á, en ljóst hlaut
ýmsum þeirra að vera, að endurheimt frelsis reyndist örðugri en glötun
þess.“
Loks var Jón miðað við síðari höfunda tiltölulega hispurslaus að eigna
Íslendingum nokkur afrek í sögunni. Til dæmis skrifar hann í upphafi kafla
um siglingar og landafundi (I, bls. 117): „Bókmenntir Íslendinga eru mesta
afrek norrænna manna á miðöldum. en annað mesta afrek þeirra eru sigl-
ingarnar til Íslands og síðan til Grænlands og meginlands Norður-Ameríku.“
Sjálfum hefði mér ekki dottið í hug að sjá neitt athugavert við þessi orð, og
sé það raunar ekki enn, en ég minnist þess að einum nemanda mínum í
Háskóla Íslands blöskraði gersamlega að lesa þetta.
Nýstárlegur yfirlitshöfundur er Jón Jóhannesson á margan hátt. eitt er
það að hann skrifar hlutfallslega mikla hag- og atvinnusögu. Íslendinga
saga I skiptist í grófum dráttum þannig að 34% er saga stjórnskipunar og
stjórnmála, 29% saga trúarbragða og kirkju, 21% hagsaga og verkmenning-
ar og loks 16% saga landnáms á Íslandi og þaðan af vestar.
Annað nýstárlegt einkenni Jóns er að hann gerði sér afar skýra grein
fyrir þeim möguleikum sagnfræðinnar sem felast í því að nýta sér fornleifar
og náttúruvísindalegar rannsóknir. Í formála fyrra bindisins skrifar hann
(I, bls. 5):
Loks má enn vænta merkilegra nýjunga á sviði íslenzkra fornleifa-
rannsókna, einkum að því er bæjarrústir varðar, svo og jarðfræðirann-
sókna. Í jarðfræði virðast nú tímasetning öskulaga og rannsóknir á
loftslagsbreytingum mikilvægastar fyrir söguna. Má ljóst vera, að lofts-
lagsbreyting þarf ekki að vera mikil til hins betra eða verra, til þess að
hún hafi áhrif á hag alþjóðar og lini eða herði lífsbaráttuna. Getur því
farið svo, að endurskoða verði söguna smám saman í samræmi við
nýjar niðurstöður í þeirri grein.
Þetta var nánast spámannlega mælt á sjötta áratug 20. aldar því að þá voru
menn ekki byrjaðir að bora sig niður í Grænlandsjökul til að lesa hitastig út
úr árlögum hans. Páll Bergþórsson var ekki einu sinni farinn að reikna hita-
tölur út úr vitnisburðum annála um hafís við Ísland. en menn höfðu, raun-
ar mjög nýlega, lagt fyrir róða þá kenningu sem ríkti á fyrri hluta 20. aldar að
aldarafmæli 199
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage199