Saga - 2011, Qupperneq 200
loftslag hefði alltaf verið nokkurn veginn eins.6 Það var hlýskeiðið sem hófst
undir 1930 sem kallaði á nýja sýn á þetta, og í Íslandssögu kom hún líklega
einna fyrst fram í doktorsritgerð Sigurðar Þórarinssonar, Tefrokronologiska
studier i Island, 1944, og til hennar vísar Jón (I, bls. 352). Hann notar líka
könnun á sögu bæjanna Fjalls og Breiðár sunnan vatnajökuls sem fóru undir
jökul um 1700, en bæjarstæðin hafa líklega komið undan jökli aftur á fyrri
hluta 20. aldar. Um þetta skrifaði Jón eyþórsson fyrst grein í tímaritið Jökul
árið 1952,7 en Jón Jóhannesson hefur líklega haft vitneskju um það úr frá-
sögnum samtímamanna sinna frekar en grein nafna síns eyþórssonar því að
hann vísar ekki í greinina (I, bls. 352–353).
Um húsakynni notar Jón allar nýjustu rannsóknarniðurstöður, og mótast
kafli hans um þetta efni mikið af samnorrænni fornleifarannsókn sem fór
fram hér á landi sumarið 1939, aðallega í Þjórsárdal og Borgarfirði (I, bls.
401–408). Þarna hefur Jón þurft að umrita kafla sinn ekki löngu áður en bók
hans var prentuð því að það mun ekki hafa verið fyrr en 1954 sem Sigurður
Þórarinsson viðurkenndi á prenti að vikurlagið mikla sem lagði Þjórsárdal
í eyði hefði fallið 1104 en ekki tveimur öldum síðar, eins og hann hafði
haldið þegar hann skrifaði doktorsritgerð sína. Þá vitneskju notaði Jón í bók
sinni og vísaði í grein Sigurðar í Andvara 1954 (I, bls. 401, nmgr. 4). Um
kúabúskap og kornyrkju notar hann líka fárra ára gamlar niðurstöður upp-
graftar frá Bergþórshvoli í Landeyjum (I, bls. 342–343, 351). Ég man ekki
eftir að hafa komið auga á dæmi þess að Jón hafi látið ónotaðar niðurstöður
fornleifarannsókna sem höfðu birst þegar hann gaf bók sína út. Það kann að
þykja næsta sjálfsagður hlutur, en ég þykist hafa ærna reynslu af því að
skrifa yfirlitsrit og geta vottað að maður þarf að gæta sín býsna vel til að láta
allt slíkt skila sér til fulls.
Hirðusemi Jóns Jóhannessonar að nýta rannsóknir á fornleifum tengist
öðrum nýstárleika hans: Hann fylgir býsna eindregið þeirri kenningu sem
er sprottin upp í Íslendingasagnarannsóknum og er kölluð bókfestukenn-
ing. Í stuttu og einfölduðu máli er hún sú að Íslendingasögur hafi orðið til
þegar þær voru skrifaðar, á 13. og 14. öld. Með því er því ekki neitað að ein-
hver munnmæli um raunverulega atburði hafi verið notuð í sögurnar, en
bókfestumenn sögðu að ekki væri hægt að kanna þessi munnmæli eða fjalla
um þau vegna þess að þau væru ekki til. Sagnfræðileg afleiðing þessa er
auðvitað sú að Íslendingasögur séu ekki nothæfar sem heimildir um
atburði, fólk eða samfélag sögualdar á Íslandi, tímabilsins þegar sögurnar
eiga að hafa átt sér stað. Fyrsta kynslóð háskólamenntaðra sagnfræðinga
íslenskra, Bogi Th. Melsteð og Jón Jónsson Aðils, höfðu notað Íslendinga-
sögur ótæpilega sem heimildir, svo að hér varð að söðla rækilega um. Fyrir
aldarafmæli200
6 Astrid Ogilvie og Trausti Jónsson, „„Little Ice Age“ Research: A Perspective
from Iceland“, Climatic Change XLvIII (2001), bls. 18–27.
7 Jón eyþórsson, „Þættir úr sögu Breiðár“, Jökull II (1952), bls. 17–20.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage200