Saga - 2011, Blaðsíða 201
sagnfræðinga hefur þetta verið líkt því sem það er fyrir stétt sjómanna og
útgerðarmanna að missa gjöfulasta fiskistofn sinn eða besta markað fyrir afl-
ann. Jón Jóhannesson var í forystu þeirrar kynslóðar sem vann þetta verk.
Jón Jóhannesson var kannski ekki alveg samkvæmur sjálfum sér í bók-
festusagnfræði; það er líklega varla nokkur maður. Hann segir til dæmis að
fjós hafi verið grafið upp á Bergþórshvoli sem hafi „að öllum líkindum
eyðilagzt í Njálsbrennu 1010 …“ (I, bls. 342). Nú mætti segja það bókfestu
Jóns til varnar að Njálsbrenna er ekki aðeins nefnd í hinni ungu og tiltölu-
lega óraunsæju Brennu-Njáls sögu. Í Landnámabók kemur líka fyrir „Njáll,
er inni var brenndr með sjaunda mann at Bergþórshváli.“8 en þegar Jón tal-
ar um „Njálsbrennu 1010“ þá reiðir hann sig óvart gersamlega á atburðarás
Brennu-Njáls sögu.
Annars valdi Jón sér í megindráttum þá leið í bókfestusögu sinni að
treysta á Landnámabók, auðvitað ásamt Íslendingabók Ara, sniðganga svo
Íslendingasögur að mestu leyti. Síðan studdist hann mikið við biskupasög-
ur og Sturlungu. Ég taldi einu sinni vísanir í fornrit í neðanmálsgreinum í
fyrra bindi Íslendinga sögu Jóns og fékk út að hann vísaði oftast til bisk-
upasagna, 99 sinnum, 88 sinnum til Grágásar einnar, 81 sinni til Sturlungu,
49 sinnum til Íslendingasagna og 31 sinni til Landnámabókar. vísanir til
Íslendingabókar eru ekki sambærilegar, því að Jón vísaði sjaldan til hennar
neðanmáls heldur segir í meginmálinu: „Ari segir …“ eða eitthvað þess
háttar.9 49 vísanir til Íslendingasagna eru ekki allar af gáleysi, eins og ég
nefndi dæmi um, líklega fæstar. en í Íslendingasögum koma fyrir stakar
staðhæfingar um síðari tíma, og til þeirra er mikill hluti vísana Jóns í þenn-
an flokk sagna.
eftir daga Jóns hafa fræðimenn tekið að gera mikið af því að nota Íslend-
ingasögur á þann hátt sem sagnfræðingar kalla að nota sem leifar, að treysta
ekki á frásagnir þeirra af einstökum atburðum heldur gera ráð fyrir að
lýsingar þeirra á atburðum komi heim við það sem höfundar þekktu og
töldu rétt og viðeigandi í eigin samfélagi eða nálægri fortíð. Þessi heimilda-
notkun kemur fyrir hjá Jóni. Þannig ræðir hann það ágreiningsmál fræði-
manna hvort dómarar í fjórðungsdómum á Alþingi hafi verið 36 eða níu í
hverjum dómi. Jón sker úr þessu máli með því að segja (I, bls. 86): „í Njáls
sögu eru þeir taldir 36, og er hún svo gömul, að höfundi hennar hefði átt að
vera það kunnugt.“ Þetta er dæmigerð leifarnotkun heimildar og mjög
sannfærandi.
enn á ég ótalið það einkenni á bók Jóns Jóhannessonar sem hvorki er
gamaldags né nýstárlegt heldur einkennir góð sagnfræðirit fyrr og síðar og
aldarafmæli 201
8 Íslendingabók. Landnámabók. Útg. Jakob Benediktsson. Íslenzk fornrit I (Reykja -
vík: Hið íslenzka fornritafélag 1968), bls. 344 (Melabók, 7. kap.; sbr. Sturlubók,
342. kap.; Hauksbók, 300. kap.).
9 Gunnar karlsson, Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga
(Reykjavík: Heimskringla 2004), bls. 33.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage201