Saga - 2011, Side 204
sínum tíma, ef ekki framúrskarandi meðal íslenskra sagnfræðiverka.5 Bókin
kom út 1956, birtist á norsku 1969 og á ensku 1974 og er það til vitnis um
álitið sem hún naut.6 enska þýðingin birtist svo endurprentuð árið 2006.
Umrætt verk tekur til sögu þjóðveldis eða tímans fram til 1262 og voru mikl-
ar vonir bundnar við framhaldið um tímann 1262–1550, en Jón féll frá án
þess að ljúka því. Þau drög sem til voru frá hendi hans fyrir framhaldið voru
þó gefin út 1958 í bók sem nefnist Íslendinga saga II. Fyrirlestrar og ritgerðir
um tímabilið 1262–1550, í útgáfu Þórhalls vilmundarsonar.var mikill fengur
að þessu bindi.
Jón kom miklu í verk í útgáfu ýmissa fræðirita, t.d. annála. Þetta lét hon-
um auðsæilega vel enda hafði hann tamið sér viðhorf hins nákvæma
textafræðings. Það er ekki síst aðdáunarvert við fræðaferil Jóns að hann
hafði brotið mörg grundvallarrit til mergjar og skrifað um þau af þekkingu
áður en hann samdi yfirlitsrit sitt og yfirlitsgreinar. Honum var í mun að
meta traustleika heimilda og var öðrum kröfuharðari. er eins og þessum
störfum hans hafi ráðið skýr ásetningur eða áætlun. Hann samdi doktors-
ritgerðina Gerðir Landnámabókar og varði hana 1942. Lengi vel var altalað að
meginniðurstöðum hans yrði vart haggað og þetta fullyrti t.d. kunnur fræði -
maður 1969.7 Síðan hefur verið hreyft andmælum við sumum niðurstöðum
Jóns, en umræðan um Landnámu er mjög miðuð við doktorsritgerð hans,
ritgerðin og meginniðurstöður í henni eru grundvöllur umfjöllunar og
skoðanaskipta.
Jón gaf Sturlungu út 1946, með öðrum, og samdi inngang þar sem hann
gerir upp afstöðu sína til verksins og var í mun að geta leyst það upp í frum-
parta sína.8 Á okkar tíð er hins vegar almennt lögð áhersla á að meta
Sturlungu í heild sem sérstaka sköpun frá um 1300. Árið 1952 birti Jón rit-
gerð um tímatal í ritum á þjóðveldistíma, „Tímatal Gerlands“ nefnist hún
og var síðar birt á ensku. Árin 1955 og 1956 var hann mjög afkastamikill og
má líklega tengja það samningu Íslendinga sögu I og II. Þannig samdi hann
inngang fyrir ljósprent Íslendingabókar, sem út kom 1956, og birti sama ár
grein sem nefnist „Aldur Grænlendinga sögu“ þar sem hann gerði upp
afstöðu sína til umræddrar sögu og eiríks sögu rauða, eða Þorfinns sögu
karlsefnis, eins og hann nefndi hana. Hann taldi Grænlendingasögu mun
aldarafmæli204
5 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga. I. Þjóðveldisöld (Reykjavík: Almenna bóka-
félagið 1956).
6 Jón Jóhannesson, Islands historie i mellomalderen. Fristatstida. Þýð. Hallvard
Magerøy (Oslo: Universitetsforlaget 1969) og Jón Jóhannesson, A History of the
Old Icelandic Commonwealth. Þýð. Haraldur Bessason. University of Manitoba
Icelandic Studies 2 (Winnipeg: University of Manitoba 1974).
7 kristján eldjárn í Islands historie i mellomalderen.
8 Jón Jóhannesson, „Um Sturlunga sögu“, Sturlunga saga II. Útg. Jón Jóhannesson,
Magnús Finnbogason og kristján eldjárn (Reykjavík: Sturlunguútgáfan 1946),
bls. vi–lvi.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage204