Saga - 2011, Qupperneq 206
Gamli sáttmáli 1262 eða Gissurarsáttmáli, svo sem hann nefndi hann, sé til
okkar kominn lítt breyttur, eða „óbrjálaður að mestu leyti“, þá ræður slíku
mati vandleg og gagnrýnin athugun sem verður að taka fullt mark á. Í
könnun handrita af Gamla sáttmála 1262 og 1302 gaf Jón t.d. auðvitað fullan
gaum að því hvar orðalag var unglegt eða brenglað og hvar það var líklegt
til að vera upprunalegt og hafði næman skilning á slíkum atriðum.10 ekki
vil ég fullyrða að honum hafi hvergi skeikað en könnun hans veitir mikla
stoð.
Heimildarýni
víkjum að heimildarýni Jóns. Hann leitaði hinna bestu heimilda, vildi jafn-
an komast næst hinum upprunalegasta texta, svo sem fram er komið, og
ruddi út hæpnum ályktunum og misskilningi forvera sinna í fræðunum.
Hann minnir á Jón Sigurðsson forseta að þessu leyti og vinnubrögðin voru
öguð og markviss.
Jón Jóhannesson ritaði rækilega og lofsamlega minningargrein um einar
Arnórsson og birti í Sögu árið 1955. Greinin varpar ljósi á kröfur Jóns um
heimildarýni. Lætur hann koma fram að í fyrsta hefti af Sögu sé „ekki fylgt til
hlítar þeim kröfum, sem gera verður til heimildarýni nú á tímum …“ einar
Arnórsson samdi allt efnið sjálfur í fyrsta hefti Sögu (I,1) og eru það tvær
greinar um viðfangsefni úr sögu síðmiðalda. Mér er ekki ljóst af hverju Jón
var svo gagnrýninn, en hann segir hins vegar í sömu grein, einari til
verðugs hróss, að hann hafi hafnað þeirri skoðun „að Íslendinga sögur og
áþekk rit“ séu „fullgóðar sögulegar heimildir um tímabil það, er þær segja
frá“.11
Jón var forystumaður í hópi þeirra sagnfræðinga sem höfnuðu Íslend-
ingasögum sem góðum heimildum um tímabilið sem þær segja frá og sú
afstaða þótti mikið nýmæli. Í Íslendinga sögu I frá 1956 sneiðir Jón alveg hjá að
rekja stjórnmála- og atburðasögu eftir Íslendingasögum. Jónas kristjánsson
segist hafa spurt Jón eftir útkomu bókarinnar hvort hann teldi að sögurnar
væru algjör skáldskapur. „Nei, alls ekki“, sagði Jón, „en ég veit bara ekki
hvað ég á að gera við þær“.12 Þessi staða var lítt breytt meðal íslenskra
sagnfræðinga næstu 30 árin.
Sögufélag gaf út fróðleiksritið Blöndu en árið 1950 var útgáfu hætt og í
staðinn gaf félagið út tímaritið Sögu. Með þessu skyldi hefja sagnfræðirann-
aldarafmæli206
10 Sjá Jón Jóhannesson, Íslendinga sögu I, 332–8 og Íslendinga saga II, bls. 49–58 og
226–301.
11 Jón Jóhannesson, „Dr. jur. einar Arnórsson“, Saga II: 2 (1955), bls. 157 og 158.
12 Helgi Þorláksson, „Að vita sann á sögunum. Hvaða vitneskju geta Íslendinga-
sögurnar veitt um íslenskt þjóðfélag fyrir 1200?“, Ný Saga 1 (1987), bls. 87.
Jónas endursagði umsögn Jóns á ensku, í grein sem hann birti 1986, en segir
mér að hún hafi verið eins og að ofan greinir.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage206