Saga - 2011, Blaðsíða 207
sóknir til vegs og virðingar. Afstaðan til Íslendingasagna var tákn nýrra
tíma, merki strangrar heimildarýni skyldi hafið á loft. ekki einasta var Ís -
lend ingasögum hafnað um tímann sem þær segja frá heldur gerðust
sagnfræðingar afar gagnrýnir á ýmis munnmæli og sagnir frá 14. og 15. öld
og hugmyndir manna á 16. og 17. öld um þessar aldir, svo sem þeirra Jóns
egilssonar, Arngríms lærða og Jóns Gissurarsonar. Ég held að Jón Jóhannes -
son hafi verið brautryðjandi og hugmyndafræðingur að þessu leyti með
grein sinni „Reisubók Björns Jórsalafara“, sem hann birti 1945. Jón var
þannig boðberi aukinnar heimildarýni og agaðri vinnubragða.
Um 1970 reið yfir ný alda heimildarýni; sagnfræðingar gerðust strang-
ari í heimildamati en nokkru sinni fyrr, t.d. Þórhallur vilmundarson með
náttúrunafnakenningu sinni, Sigurður Líndal með grein um lög Úlfljóts og
loks Sveinbjörn Rafnsson 1974 með doktorsritgerð sinni um Landnámu. Sú
skoðun hlaut hljómgrunn að sjálfur hinn gagnrýni Jón Jóhannesson hefði
gerst helst til trúaður á ágæti Landnámu og frásagnir Ara, a.m.k. um atburði
fyrir kristnitöku. Fyrrnefndir fræðimenn hefðu þó kannski ekki verið svo
gagnrýnir ef Jón hefði ekki rutt brautina.
Túlkun
Styrkur Jóns sem sagnfræðings var einkum fólginn í rækilegri leit að besta
texta og í skarpri heimildarýni, vandvirkni og ögun. Hann var mótaður af
afstöðu textafræðings og leyfði sér lítt að setja fram kenningar og tilgátur
eða teygja sig út fyrir textann. Þannig er Jóni t.d. tamara að rekja atburða -
sögu Sturlungaaldar og meta hvað muni sannast um hana en að reyna að
varpa ljósi á það hvernig á átökum stóð, hvað olli þeim. Segja má að með
þessum skrifum hafi hann lagt grunn, auðveldað öðrum að meta og álykta,
en nútímasagnfræðingar munu sakna frekari túlkunar og mats af hálfu Jóns.
Jón hafði mikla trú á heimildargildi Íslendingabókar, kallar hana t.d.
alveg örugga heimild um siglingar Íra, eða papa, til Íslands og dvöl þeirra
hér, en fáir munu nú taka undir það. Hann ritar líka að frumtexti Landnámu
virðist saminn í sama vísindaanda og Íslendingabók.13 Jón birti greinina
„Sannfræði og uppruni Landnámu“ þar sem hann setti fram það sem nefnt
hefur verið „fróðleikssjónarmiðið“, um það að í frumgerð Landnámu hafi
höfundar leitast við að bjarga frá glötun alltraustum fróðleik.14 Aðrir hafa
svo talið að samningu verksins hafi frekar ráðið það sem mætti nefna „hags-
munasjónarmið“ þeirra sem stóðu að því. Jón gaf lítinn kost á slíku og hann
efaðist lítt um heimildargildi Íslendingabókar þótt hann viðurkenndi í inn-
gangi sínum fyrir ljósprentinu að Björn Sigfússon gæti haft mikið til síns
máls um það að biskupar hefðu ætlað Ara að boða það sem Jón nefndi
aldarafmæli 207
13 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga I, bls. 17 og 24.
14 Jón Jóhannesson, „Sannfræði og uppruni Landnámu“, Saga II: 2–3 (1955–7),
bls. 217–29.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage207