Saga - 2011, Page 208
þjóðmálastefnu Gissurar biskups. Hún snerist um það að efla bæri lög og
rétt og frið og það yrði best gert með því að styrkja kristni og kirkju. Jón
ræddi þetta ekkert frekar í Íslendinga sögu sinni né heldur af hverju treysta
megi Ara t.d. um papa og að þeir hafi horfið á braut en ekki verið strá felldir
af heiðnum forfeðrum hans.
Sagnfræðileg viðhorf
Hver voru sagnfræðileg viðhorf Jóns? Áhugi hans beindist fyrst og fremst
að stjórnmálasögu og sögu stjórnkerfis þótt hann fjallaði líka ágætlega um
ýmislegt annað, svo sem verslunarsögu. Ég nam við fótskör Magnúsar Más
Lárussonar, sem notaði bók Jóns við kennslu en hafði gjörólíkar hugmynd-
ir um kirkjusögu. Magnús Már kippti sér lítt upp við það þótt erkibiskup í
Noregi hefði haft afskipti af kirkjumálum á Íslandi — honum bar einfald-
lega að gera það, að mati Magnúsar. Í augum Jóns var þetta alvörumál;
erkibiskup gróf að mati hans undan sjálfstæði Íslands og erindrekar hans
voru menn á borð við Guðmund biskup Arason, sem Jón taldi einn óþarf -
asta mann í sögu Íslendinga. Jón túlkaði söguna í anda Jóns Sigurðssonar,
Jóns Þorkelssonar og einars Arnórssonar sem töldu að Íslendingar hefðu
verið sjálfstæð þjóð á þjóðveldistíma og alltaf kappkostað að verja sjálfstæði
sitt, þó með undantekningum þar sem voru menn eins og Guðmundur bisk-
up. Jón var alinn upp við þá skoðun að í þjóðernishyggju Íslendinga hefði
verið fólgin sú hugsun að gæta sameiginlegra hagsmuna landsmanna,
standa vörð um pólitíska hagsmuni, og hann fylgdi fast fram þessari
skoðun. Á okkar tímum hafa rutt sér til rúms aðrar skoðanir á því hvaða
hugmyndir giltu fyrrum um þjóð og sjálfstæði. Sagnfræðingar telja almennt
að viðhorf eins og þau sem Jón aðhylltist að þessu leyti séu úrelt, hann hafi
verið um of bundinn hugmyndum sem komu fram á 19. öld. Á hinn bóginn
er varla fullrætt enn meðal fræðimanna hvaða hugmyndir giltu t.d. á 13. öld
um þjóð og þjóðerni. Hugtakinu „þjóð“ var ekki gefið pólitískt inntak í
þeirri merkingu að landsmenn hefðu sett sjálfstæði „þjóðarinnar“ á oddinn,
eins og Jón taldi. Hins vegar höfðu Íslendingar þjóðveldistímans sjálfsagt
hugmyndir um sig sem „þjóð“ í einhverri merkingu og jafnvel þjóðernis-
kennd. er ekki líklegt að upp hafi komið samkennd meðal landsmanna
og jafnvel samstaða í samskiptum við erlenda menn?
Jón var lítt snortinn af félagssögu, svo að séð verði. Í Íslendinga sögu hans
er að vísu kafli sem nefnist „Stéttaskipting“ en er hluti af prýðilegum hag -
sögukafla. ekki kemur fram að Jón hafi haft skilning á því að Íslendinga-
sögur gætu verið ágætar félagssögulegar heimildir um það sem stundum er
nefnt formgerðir samfélags, t.d. fjölskyldutengsl eða aðra fastmótaða sam-
skiptahætti. Um 30 árum eftir að Jón sagðist ekki vita hvað ætti að gera við
sögurnar höfðu sagnfræðingar uppgötvað félagslegar formgerðir (e. social
aldarafmæli208
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage208