Saga - 2011, Page 214
FeRÐADAGBÆkUR MAGNÚSAR STePHeNSeN 1807–1808. Útgef-
endur Anna Agnarsdóttir og Þórir Stephensen. Sögufélag (Smárit).
Reykjavík 2010. xlviii + 174 bls. Nafnaskrá.
Í þessu riti birtast í fyrsta sinn á prenti fjögur af alls fimm þekktum
ferðadagbókarhandritum Magnúsar Stephensen dómstjóra sem öll tengjast
ferðalögum hans milli Reykjavíkur og kaupmannahafnar á tímabilinu
1799–1826. Síðasta dagbókin var gefin út fyrir tæpri hálfri öld, Ferðarolla
Magnúsar Stephensen 1825–1826, í umsjá Jóns Guðnasonar sagnfræðings.
Frumkvæði að útgáfunni, sem er hér til umfjöllunar, átti Þórir Stephensen,
fyrrv. dómkirkjuprestur og kirkjusagnfræðingur. eins og hann gerir grein
fyrir í aðfaraorðum hafa handritin, sem þessi útgáfa byggist á, ratað inn á
söfn eftir ólíkum leiðum og tímabilum (sjá bls. vii–x). Hér verða handritin
fjögur talin í tímaröð og auðkennd að hætti útgefenda með rómverskum töl-
um I–Iv. Jafnframt eru tilgreindar blaðsíðurnar sem hvert þeirra nær yfir í
ritinu:
I. „Minnisverdt á ferd minni til kaupinhafnar 1799“ (ág.–sept. 1807),
bls. 3–14.
II. „Ferda-Dagbók 1807“ (sept.–okt.), bls. 17–45.
III. Dagbók úr ferð til kaupmannahafnar 1808 (jan.–apr.), bls. 49–98.
Iv. Ferda-rolla. Frá kaupmannahöfn til Íslands árid 1808 (sept.–nóv.),
bls. 103–144.
Mjög tvísýnt mun hafa verið um varðveislu handritsins að dagbók III.
Handritið fannst á háalofti Herkastalans í Reykjavík árið 1953 þegar verið
var að fjarlægja þaðan „ýmis konar drasl […]“ (bls. viii). Handritið að dag-
bók II á sér líka skrautlega sögu. Það komst að lokum í hendur Sigurðar L.
Pálssonar, síðar menntaskólakennara, sem skrifaði það upp og nýtti sem
efni í meistaraprófsritgerð við háskólann í Leeds 1947. kynnin af þessu
handriti fyrir um tuttugu árum og af vinnu Sigurðar með það kveiktu áhuga
Þóris Stephensen á að gefa handritið út. Síðar fékk Þórir augastað á hand-
ritinu að Iv. Ferda-rollu en þá var Ögmundur Helgason, forstöðumaður
handritadeildar Landsbókasafnsins, byrjaður að skrifa það upp. Réðst svo
að Ögmundur afritaði texta beggja handritanna, Iv og III, en Þórir „ákvað
að skrifa sjálfur skýringar.“ (Bls. ix). Í tilefni af 20 ára afmæli endurreisnar
viðeyjarstofu og kirkju árið 2008 ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að styrkja
útgáfuna á vegum Sögufélags fjárhagslega. (Á kápu stendur ranglega „Smá -
rit Sögufélagsins“ í staðinn fyrir Smárit Sögufélags.)
Anna Agnarsdóttir prófessor, forseti Sögufélags, lét endurskoða verk
Ögmundar, fór yfir skýringar Þóris, jók nokkru við og hafði yfirumsjón með
verkinu í heild. Ritar Anna formála (xi–xiv) og inngang (xv–xlvi) að ritinu. Í
formálanum gerir hún m.a. grein fyrir þeim þremur viðaukum sem fylgja
því; er þar mest vert um bréf sem Magnús Stephensen skrifaði Sir Joseph
ritdómar214
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage214