Saga - 2011, Qupperneq 216
hjálp embættis- og kaupsýslumanna í Björgvin en til Íslands náði hann ekki
fyrr en í apríl 1809.
Það var ekki einasta í sjóferðunum sem Magnús fann illa fyrir stríðs -
ástandinu. Dagbók III er m.a. merkilegur vitnisburður um hvernig það
verkaði á hann búsettan í kaupmannahöfn fyrstu mánuði ársins 1808, eink-
um frá lokum febrúar (bls. 76 o.áfr.). Hætt er við að lesandi sem hefur ekki
fyrirfram sæmilega ljósa mynd af „bandalagakorti“ Norðurlanda á þessum
tíma — þ.e. hverjir stóðu með Frökkum (Napóleon) og hverjir með Bretum
— eigi erfitt með að átta sig á átökunum sem Magnús vísar til í dagbókinni.
Til glöggvunar hefði verið að lýsa þessum aðstæðum stuttlega í inngangi
ellegar skýra þær í einstökum atriðum neðanmáls. yfirleitt hefði mátt þjóna
lesendum betur með umfjöllun í innganginum um efni sem dagbókarhöf-
undur þarf aðeins að vísa til vegna kunnugleika samtímamanna hans. Í stað
þess tekur Anna þann kost í seinni hluta inngangs (bls. xxxi–xlii) að fræða
lesendur annars vegar um hvernig Sir Joseph Banks brást við umleitan
Magnúsar, og hvernig Banks gekk að fá breska stjórnkerfið til að koma til
móts við hana, og hins vegar um hvernig dönsk stjórnvöld brugðust við
erfiðleikum hjálendnanna. Þetta eru í sjálfu sér merkileg athugunarefni, sem
Anna er sérfróð um, en þau auðvelda lesendum ekki beinlínis skilning á
sjálfu dagbókarefninu. Þá hefði mátt vænta þess að höfundur viki að því
hvernig dagbækurnar fjórar standa í samanburði við Ferðarollu Magnúsar
Stephensen 1825–1826, en þeirrar útgáfu er rétt getið í lok inngangs (bls. xlvi).
Inngangurinn er raunar ekki laus við misfellur og hnökra í orðalagi. Í gr. 76,
bls. xli, segir að A. Ch. knudsen, sem fékk leyfisbréf frá Bretum til að sigla
til Íslands með nauðsynjavörur, hafi lent „í sjóvillu við Noreg […]“. Hér
hefði verið eðlilegt að nota frekar „hafvillu“ þótt eitt dæmi, frá 17. öld, finn-
ist um notkun orðsins „sjóvilla“. Á bls. xlvi segir : „[…] og lýkur dagbókinni
áður en botn er komið í það mál“. (Skáletrað af LG.)
Fyrir utan innganginn eru það fyrst og fremst skýringargreinar neðan-
máls, yfir 600 að tölu, sem auðvelda lesendum að glöggva sig á textanum.
Til þeirra hefur Þórir lagt mest en Anna „yfirfarið […] og bætt þar nokkru
við […]“ (bls. ix). Skýringarnar lúta aðallega að þrennu: 1) orðum, dönsk-
um/dönskuskotnum eða sjaldgæfum íslenskum orðum; 2) persónum sem
dagbækurnar nefna til sögunnar; 3) stöðum, einstökum byggingum og
ýmsum sögulegum fyrirbærum.
Fjöldi orðskýringa ræðst hér m.a. af þeirri skoðun útgefenda (bls. xlviii)
að dönskuþekking Íslendinga fari dvínandi; er ástæðulaust að vefengja þá
skoðun. Flest er hér vel af hendi leyst en þó ekki undantekningarlaust. Til
dæmis skal nefna eftirfarandi: Í gr. 79, bls. 58, er data í samhenginu: „að
grafa upp data til minna eptirmæla […]“ skýrt: „(ft. af datum): dagsetningar“,
en hér á Magnús auðsæilega við gögn almennt. Gr. 54, bls. 54, „erklera“
(erklære) merkir „að gefa yfirlýsingu“, ekki „útskýra“. — Gr. 160, bls. 73,
„forordning“ merkir „tilskipun“, ekki „skipun“. Í nokkrum orðskýringum
ritdómar216
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage216