Saga - 2011, Page 217
koma fyrir hvimleiðar ritvillur: Gr. 108, bls. 45: manu pro pria→manu
propria; gr. 138, bls. 68: laudibilis→laudabilis; gr. 182, bls. 78: courier→cour-
rier; gr. 217, bls. 89: sauðalegur→sauðarlegur.
Persónur sem nefndar eru í textum Magnúsar eru á annað hundrað.
Hefur alúð verið lögð við að bera kennsl á þær og hefur það skilað árangri
með örfáum undantekningum. Nú er álitamál hve ítarlega á að kynna per-
sónur til sögu sem þessarar. Halda má því fram að óþarft sé, miðað við anda
okkar tíma, að halda til haga upplýsingum um nafnbætur konunglegra
embættismanna, jústitsráð, konferensráð o.s.frv. (sjá t.d. gr. 44, bls. 53, gr. 81
og 82, bls. 59, gr. 105, bls. 63). en eflaust hefði Magnús Stephensen sjálfur
kunnað að meta slíkan fróðleik!
yfirleitt er haldið vel til haga skýringum á ýmsum stofnunum, bygging-
um, stöðum og félögum sem nafngreind eru í dagbókunum. Magnús getur
fyrst Rundekirke eða Þrenningarkirkju (Trinitatiskirke) meðan hann var kyrr-
settur í Leith haustið 1807. Hann hefur eftir enskum aðmírál að enskar bomb-
ur hafi brennt „þar upp Rundekirkju […]“ (bls. 26). Ástæða hefði verið til að
leiðrétta þessa frásögn Magnúsar: Þótt sprengjur hæfðu kirkjuna í árás Breta
tókst að slökkva eldana og bjarga henni (sjá Carl Fuglesang-Damgaard:
Trinitatis kirkes Historie. kirkens hjemmeside). Þetta kemur síðan fram í dag-
bók II, bls. 41 („Rundekirkja stendur […] “). Aftur á móti eyðilagðist dóm-
kirkjan, Frúarkirkja, í árásinni svo sem Magnús tekur fram. Á þremur stöðum
í skýringum getur um „Det kongelige danske Land hus holdningsselskab“.
Á bls. 60, gr. 87, kallast það „danska búnaðarfélagið, á bls. 62, gr. 102, „danska
landbúnaðarfélagið“ og á bls. 74, gr. 169, „landbúnaðarfélag Dana“. Hér eru
á ferðinni óþægilega mörg heiti á einu og sama fyrirbærinu.
Útgefendur lýsa stuttlega ásigkomulagi handritanna fjögurra; af mynd-
unum sem birtar eru af nokkrum síðum þeirra (bls. 2, 16, 48, 80–81, 102) fær
maður nánari tilfinningu fyrir útliti handritanna. Ætla má að einkum hand-
rit III, skrifað með mjög smáu letri í vasaalmanak, hafi reynst torlesið á köfl-
um. Samanburður hins prentaða texta og handritaða textans, sem birtist á
umræddum myndum, bendir til að fyllstu nákvæmni hafi ekki alls staðar
verið gætt við lestur og uppskriftir. Benda má á tvennt á upphafssíðu dag-
bókar I. „Minnisverdt á ferd minni til kaupinhafnar 1799“, bls. 2–4. Í ann-
arri málsgrein hinnar prentuðu útgáfu stendur: „var ég heldur sorgbitinn
einkum þá leit af sjónum til heimilis afstöðu míns, og þeirrar ástkæru, ég
þar eftirskildi.“ Orðalagið „leit af sjónum til heimilis afstöðu míns“ skilst
ekki; enda hefur Magnús breytt orðaröð með tölustöfunum 2 og 1 yfir
orðunum „heimilis afstöðu“. Með þessu móti verður setningin skiljanleg:
„þá leit af sjónum til afstöðu heimilis míns […]“, þ.e. Magnús hefur miðað
við áttina sem heimili hans, Innri-Hólmur, var í en það hefur verið horfið
sjónum þegar siglt var vestur af Seltjarnarnesi og Álftanesi. — Á þriðja degi
ferðar, 1. sept., segir: „[…] náðum fyrir Reykjanes og sigldum svo um daginn
og nóttina. Byr undir vestmannaeyjar að vestanverðu.“ einlægast er að lesa
ritdómar 217
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage217