Saga - 2011, Page 218
þetta sem eina málsgrein , þ.e. að skipið hafi um daginn og nóttina siglt byr
(= haft meðbyr) undir vestmannaeyjar. Tekið skal fram að samanburður við
aðrar myndsíður af handritunum leiðir ekki í ljós slíkar misfellur. en að
öðru leyti rekst maður á nokkra staði sem vekja grun um mislestur þótt ekki
verði tíundaðir hér. við bætist að tilviljunarkennd kommusetning torveldar
sums staðar eðlilegan lesskilning (sjá t.d. bls. 115, 12. línu að ofan, og bls.
119, 4. línu að neðan).
Útgefendur fylgja þeirri skynsamlegu stefnu að prenta texta Magnúsar
orðréttan, í meginatriðum með nútímastafsetningu, og leysa úr skammstöf-
unum en láta orðmyndir samtímans haldast (t.d. capitainn, admiral). Þar
sem Magnús notar víða semikommu til að marka skil málsgreina hafa útgef-
endur valið að setja punkt og upphafsstaf að nútíðarhætti. Allt þjónar þetta
þeim tilgangi að gera textann aðgengilegan lesendum 21. aldar. Nógu fram-
andi mun málfar dómstjórans samt virka á þá!
Ljóst er að sitthvað hefur tekist miður en skyldi í þessari textaútgáfu; á
það bæði við uppskrift handrita, skýringar við textana og prófarkalestur. en
að allri ytri gerð er útgáfan snotur, í þægilegu broti og prýdd einum tíu
myndum af persónum og sögustöðum, auk handritasýnishorna.
Þrennt má kalla nokkuð fasta liði í dagbókarfærslum Magnúsar: um -
sagnir um veðrið, útlagðan kostnað — allt frá ljósmeti til líkþornaplásturs
— og athafnir dagsins. Þetta telst kannski ekki allt skemmtilestur en er þó
glettilega upplýsandi, ekki síst þar sem á pennanum heldur maður sem var
holdtekja íslenskrar upplýsingar, áhrifamesti mennta- og menningarfröm -
uður landsins á fyrsta fjórðungi 19. aldar. Þess vegna er ástæða til að fagna
því að ferðadagbækur hans hafa nú verið gerðar aðgengilegar með skýring-
um. Dagbækurnar hafa margþætt heimildagildi. Nefnum nokkur atriði af
handahófi: Skráning Magnúsar á sjóferðum frá degi til dags gefur lesanda
næma tilfinningu fyrir því hvað gat fylgt ferðalögum milli landa á segl-
skipaöld, þ.e. óvissa, óþægindi og jafnvel lífsháski. — Lýsing Magnúsar á
kaupmannahafnardvölinni á útmánuðum ársins 1808, þegar menn gátu átt
von á því þá og þegar að herir Napóleons hreiðruðu um sig í borginni,
minnir á hve óvissan fyrir daga fjarskipta gat magnað stríðsóttann. Fyrst og
síðast eru textarnir mikilvæg heimild um höfundinn sjálfan, viðfangsefni
hans, viðhorf og athafnir. Hér birtist hinn óþreytandi fjölfræðingur sem
styrkir sig daglega í enskri tungu í einkakennslu og með eigin ástundun,
sækir fyrirlestra í efna- og eðlisfræði og grasafræði og birtir greinar í dönsk-
um blöðum um búskaparmálefni milli þess sem hann vinnur að útgáfu
Eptirmæla Átjándu Aldar á dönsku! Þessi eljusemi kemur ekki í veg fyrir að
Magnús sæki tónleika og stundi selskapslíf af kappi. Dagbækurnar veita
merkilega innsýn í þá yfirstéttarmenningu í dansk-norska konungdæminu
sem Magnús var alinn upp við og lagði metnað í að tileinka sér til fulln ustu.
Af ber lýsingin á útför Hans krones, kaupmanns í Björgvin, sem var „úr öllu
hófi praktug“ (bls. 125). Textarnir varpa jafnframt ljósi á föðurlandsvininn
ritdómar218
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage218