Saga - 2011, Page 219
og fjölskyldumanninn Magnús, einlæga umhyggju hans fyrir velferð lands-
manna og umfram allt fjölskyldu og ættmenna: „var ég mjög svo sorgbitinn
dag hvörn af tilhugsun ástands minna heima og mínu hér.“ (16. apr. 1808,
bls. 94). „Gat vart sofið neitt í nótt fyrir sorg og hugsun heim […]“. (23. okt.
1808, bls. 123). Á móti þessu andstreymi vó nokkuð góður matur og drykk-
ur sem Magnús varð oft aðnjótandi hjá tignarfólki: Heiberg „inviteraði mig
til kvöldverðar. Þar var dýrðlega veitt og vel drukkið.“ (5. okt. 1808, bls.
117). Sannarlega lifði Magnús Stephensen ekki aðeins fyrir andann, hann
kunni vel að meta heimsins lystisemdir og sá jafnvel ekki eftir tíma í
búðaráp (sjá bls. 119–120). Í ferðadagbókunum virðist hann koma nokkurn
veginn til dyranna eins og hann var klæddur.
Loftur Guttormsson
Axel kristinsson, eXPANSIONS: COMPeTITION AND CONQUeST
IN eUROPe SINCe THe BRONZe AGe. ReykjavíkurAkademían.
Reykjavík 2010. 371 bls. Tilvísanir, heimilda-, nafna- og atriðisorðaskrá.
Sagnfræðirannsóknir sem hafa það að markmiði að greina og skýra söguleg
lögmál eða setja upp líkön sem sýna langtímaþróun samfélaga hafa ekki átt
upp á pallborðið undanfarna áratugi. Marxísk söguskoðun þótti verða fyrir
þungri skrokkskjóðu við fall Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra, a.m.k. sá
þáttur hennar sem taldi sögulega þróun mannkynsins liggja í átt að sósíal-
ísku samfélagi, og ekki farnaðist kenningum Bandaríkjamannsins Francis
Fukuyama, um endalok sögunnar og fullnaðarsigur frjálshyggju og markaðs -
samfélags, betur. Það er því ekki að ástæðulausu sem ýmsir sagnfræðingar
leituðu á önnur mið, og hafa hugmyndir sem stundum eru einu nafni
kenndar við póstmódernisma átt upp á pallborðið að undanförnu. Jafnvel
hefur komið fram svo römm afstæðishyggja að sumir fræðimenn hafi vart
talið gerlegt að rannsaka fortíð okkar með öðrum hætti en sem texta búinn til
af mönnum.
Það er því óneitanlega hressandi þegar fram á sjónarsviðið kemur
sagnfræðingur sem syndir gegn straumnum og skrifar bók þar sem einmitt
er leitast við að sýna fram á að til séu virk söguleg lögmál, hægt sé að setja
upp líkön af sögulegri framvindu og að hvort tveggja auðveldi okkur að
skilja og greina þróun mannlegs samfélags gegnum aldirnar. Það hefur Axel
kristinsson tekið sér fyrir hendur í bókinni Expansions enda telur hann að
eitt mikilvægasta hlutverk sagnfræðinga sé að uppgötva og afhjúpa þau
almennu lögmál sem ráði gangi sögunnar.
viðfangsefni Axels í Expansions er í raun tvíþætt. Annars vegar fjallar
hann um fyrirbæri sem hann kallar expansion cycles sem hér verður þýtt
ritdómar 219
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage219