Saga - 2011, Blaðsíða 221
félög geti staðið á háu menningarstigi eins og Írar á ármiðöldum og íslenska
þjóðveldið á hámiðöldum, svo dæmi séu tekin. Með þessu á höfundur ein-
faldlega við að þetta séu samfélög þar sem ekki hafi enn myndast öflugt
ríkis vald.
Það er nú hins vegar svo að þegar fræðimenn reyna að smíða sér kenn-
ingar um þróun samfélaga vilja koma upp flækjur og undantekningar sem
setja strik í reikninginn, og það á að sjálfsögðu einnig við um þær hugmyndir
sem hér eru til umfjöllunar. Það verða nefnilega ekki allar þenslubylgjur til
með þeim hætti sem lýst var hér að framan. Höfundur bendir í því sambandi
á útþenslu Rómaveldis, en gangur mála þar á bæ stangast að ýmsu leyti á við
kenningar hans. Sama má segja um útþenslu Bandaríkjanna vestur á gresj-
urnar og Rússaveldis inn í Síberíu og Mið-Asíu. Útþenslu Róma veldis kallar
hann því heimsveldisþenslu og hvað Bandaríkin og Rússland áhrærir talar
hann um nýlenduþenslu.
Í Expansions rekur höfundur hvernig samkeppniskerfi og þenslubylgjur
hafa, í aldanna rás, haft áhrif á sögu og samfélag í evrópu. Hann byrjar á
bronsöldinni, á því sem hann nefnir Urnfield-þenslubylgjuna, síðan fjallar
hann um Grikkland, Galla, Rómverja, Germani og að síðustu um þróun
mála á miðöldum og á nýöld. Í miðaldahlutanum er m.a. dálítill kafli um
Ísland. Í lokin eru síðan yfirlitskafli, þar sem gerð er grein fyrir hinum ýmsu
afbrigðum samkeppniskerfa og þenslubylgna, og stuttur kafli þar sem bent
er á dæmi utan evrópu.
eins og gefur að skilja koma upp ýmis álitamál þegar svo víðfeðmt
viðfangsefni er tekið til meðferðar og kæmi það mjög á óvart ef allir yrðu á
eitt sáttir um þær kenningar sem settar eru fram í Expansions og þær aðferðir
sem þar er beitt. en þetta er einmitt meginkostur bókarinnar: hún opnar
möguleika á yfirgripsmikilli umræðu um fjölmarga þætti í sögu mannkyns-
ins og ekki síður um aðferðafræði sagnfræðinga.
Það sem undirritaður hnaut einkum um við lestur bókarinnar er sá
grunnur sem höfundur leggur að rannsókn sinni, en hann sækir fyrir-
myndina til náttúruvísinda og þeirra lögmála sem ríkja í líffræðilegum kerf-
um. vandinn er hins vegar sá að einingar í líffræðilegum kerfum hafa, ólíkt
mannskepnunni, engan sjálfstæðan vilja og geta því ekki haft meðvituð
áhrif á þróun þeirra kerfa sem þær búa í. Það er því í besta falli hæpið að
leita fyrirmynda þar. Hitt er svo annað mál að ég fæ ekki séð að þetta veiki
kenningar höfundar á nokkurn hátt.
Nú er það auðvitað svo að engin leið er að rannsaka í þaula, í svo
víðfeðmu yfirlitsriti sem hér er til umræðu, þau áhrif sem gerðir og vilji ein-
staklinganna sem bjuggu í þeim samkeppniskerfum sem fjallað er um höfðu
á þróun þessara kerfa og á þenslubylgjurnar sem þeim fylgdu. Með útkomu
Expansions hefur hins vegar opnast leið til að skoða þann þátt nánar út frá
kenningunni um samkeppniskerfi og þenslubylgjur. Reyndar nefnir höf-
undur athyglisverð dæmi um að yfirstéttir hafi, ef til vill með meðvituðum
ritdómar 221
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage221