Saga - 2011, Page 222
hætti, reynt að hamla gegn lýðvæðingu samfélaga, svo sem á nýöld í
evrópu þegar myndaðir voru fjöldaherir, skipaðir þrautþjálfuðum mála -
liðum, fremur en herskylduherir skipaðir almenningi. Þar með tókst að
hindra lýðvæðinguna og stýra þróun samkeppniskerfisins og þenslubylgj-
unnar, um tíma að minnsta kosti.
Fleira má tína til sem betur mætti fara eða orkar tvímælis. Nefna má að
fyrsti kaflinn um Urnfield-þenslubylgjuna byggist, eins og gefur að skilja,
aðeins á fornleifarannsóknum og kenningin um upphaf þeirrar bylgju er að
verulegu leyti sviðsetning höfundar.
einnig vaknar fljótlega sú spurning hvort kenningin sé ekki of víðfeðm
til að vera vel nothæf; það sé hreinlega alltaf hægt að bæta við hana og þenja
hana út þegar rannsakandinn rekst á eitthvað sem ekki passar við það sem
áður var fjallað um, enda slær höfundur þann varnagla að ekki sé víst að
kenningin sé algild, svo sem varðandi Rómaveldi eins og áður var getið.
Þá ber að nefna að nokkrir ágallar eru á uppbyggingu bókarinnar. Til
dæmis kynnir höfundur ekki heimsveldisþensluna rækilega til sögunnar
fyrr en í kaflanum um Róm, en eðlilegra hefði verið að fjalla um þetta hug-
tak í kaflanum um hellenísku ríkin þar sem svipuð einkenni láta á sér kræla.
Sama á við um kenningar vilfredos Pareto um upphleðslu auðs. Þær eru
skýrðar á bls. 217–18 en hins vegar fyrst minnst á þær löngu áður, í kaflanum
um Rómaveldi. Of mikið er einnig um endurtekningar í kaflanum um germ-
ani. Það verður einnig að segjast að undirritaður varð fyrir dálitlum von-
brigðum með kaflann um Ísland; þar hefði gjarnan mátt vera meira kjöt á
beinunum, en höfundur lofar reyndar nánari umfjöllun í verki sem hann
hefur í undirbúningi og fjallar um ris og fall íslensku yfirstéttarinnar.
Expansions er mikilvæg bók og ætti að vera til í bókaskáp allra áhuga-
manna um sögu og sagnfræði. Það er von mín að þær djörfu og ögrandi
kenningar sem þar eru settar fram veki frjóa og almenna umræðu meðal
söguáhugafólks, en til að svo geti orðið þarf að koma efni bókarinnar yfir á
íslensku. Því vil ég í lokin hvetja höfund til að gera gangskör að því að taka
meginatriði Expansions saman í handhægt hefti, aðgengilegt öllum almenn-
ingi.
Guðmundur J. Guðmundsson
ritdómar222
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage222