Saga - 2011, Page 223
Guðmundur Magnússon, TÆkNI FLeyGIR FRAM: TÆkNIFRÆÐI Á
ÍSLANDI OG SAGA TÆkNIFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS. Hið
íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 2010. 255 bls. Myndir, línurit, töflur,
mynda- og nafnaskrá.
Árið 1987 kom út fyrsta bindið af Safni til iðnsögu Íslendinga. Sverrir Her -
mannsson menntamálaráðherra ritaði ávarp. Ákvörðunin um útgáfu bóka-
flokksins hafði verið tekin í iðnaðarráðherratíð Sverris, en við stólaskipti í
ríkisstjórninni fylgdi sagnritunarverkefnið honum milli ráðuneyta.
Útgáfan var metnaðarfull og framsækin. Þannig fylgdi þessu fyrsta bindi,
sem fjallaði um sögu málmiðna, myndbandsspóla með heimildarmynd um
sama efni sem Þorsteinn Jónsson kvikmyndargerðarmaður gerði í samstarfi
við höfund bókarinnar, Sumarliða Ísleifsson. Næstu árin komu iðnsögubæk-
urnar á færibandi, uns flestar helstu undirgreinar höfðu fengið umfjöllun.
Með bókaflokknum var leitast við að fylla upp í stórt gat í íslenskri sagn-
ritun. Nokkuð hafði verið ritað um sögu landbúnaðar og sjávarútvegs, en
að öðru leyti var tæknisögunni lítið sinnt. Söguleg ágrip mátti helst finna í
blöðum og málgögnum einstakra stétta og starfshópa sem höfðu tak-
markaða útbreiðslu fyrir utan þröngan hóp.
Styrkur ritraðarinnar fólst því ekki hvað síst í því að þar var komið
undir einn hatt og á staðlað form efni úr jafn ólíkum áttum og sögu úrsmiða
og flugvélavirkja annars vegar og Innréttingum Skúla fógeta hins vegar.
Hinar ólíku bækur höfðu styrk hver af annarri og voru líklegri til að vekja
athygli utan faghóps síns heldur en ef útgáfan hefði verið beinlínis á vegum
fagfélaga.
Hið staðlaða útlit bókaflokksins hefur þó sína galla. Þannig er það
óneitan lega nokkuð sérkennilegt að blaða í bók frá árinu 2010 sem lítur út
fyrir að hafa verið brotin um fyrir aldarfjórðungi. klemma ritstjórans er þó
auðskilin. Það er varla auðvelt að halda heildarsvip á bókaflokki yfir langt
tímabil og laga sig jafnframt að nýrri tækni og tískusveiflum.
Annað einkenni Iðnsögunnar er hversu ólíkar áherslurnar eru frá einu
bindi til annars. Skýringin er sú að verkkauparnir eru ólíkir og hafa mis-
munandi markmið. Bakhjarlar útgáfunnar eru fagfélög, stéttarfélög eða
leiðandi fyrirtæki á sviði einstakra iðngreina. Stundum fá höfundar frjálsar
hendur til að skrifa sögu viðkomandi iðnar, en í öðrum tilvikum er krafa um
að a.m.k. síðasti hluti verksins sé hefðbundin félagasamtakasaga með stéttar -
tali, listum yfir stjórnarmenn o.s.frv.
Bók Guðmundar Magnússonar, Tækni fleygir fram: Tæknifræði á Íslandi og
saga Tæknifræðingafélags Íslands, er sextánda verkið í Iðnsögubókaflokknum
og raunar nítjánda bókin þar eð þrjú verkanna komu út í tveimur bindum.
Síðasta bók á undan henni kom út 2002 og fjallaði um málningariðnina. ekki
er líklegt að mikið muni bætast við bókaflokkinn úr þessu, en þó munu ein-
hver verk vera í undirbúningi. Það er raunar önnur meinsemd ritraðarinnar
ritdómar 223
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage223