Saga - 2011, Page 224
að stundum líður mjög langur tími frá því að samið er um útgáfu einstakra
verka og þar til þau komast á prent.
Tækni fleygir fram er ekki mikil bók að vöxtum, rétt tæpar 250 síður með
töflum og skrám. Henni má skipta í þrjá álíka stóra hluta, sem eru hver
öðrum ólíkir. Fyrsti hlutinn felur í sér tilraun til að draga upp heildarmynd
af tæknistigi Íslendinga í byrjun tuttugustu aldar og rekja helstu vörðurnar
á leiðinni til nútímalegs tæknisamfélags sem ekki gæti þrifist án tækni-
sérfræðinga, hverju nafni sem þeir nefnast.
Þessi hluti verksins er ómarkviss og ristir heldur grunnt. vaðið er úr
einu í annað og taldir upp frumkvöðlar og brautryðjendur á sviði hvers
tæknikerfisins af öðru (fyrsta stóra brúin, fyrsta rafstöðin, fyrsta símalínan,
fyrsti vélbáturinn o.s.frv.). verkfræðingar, sjálflærðir hagleiksmenn, kaup -
sýslumenn og iðnaðarmenn eru þannig allir settir undir sama hatt sem
„tækninnar menn“ og gerðir að forfeðrum tæknifræðinga, sem enn voru
ekki til sem hugtak.
Deila má um hversu frjó þessi áfangaupptalning sé, en hún er ekki nægi-
lega nákvæm heldur. Samkvæmt heimildaskrá er Íslensk byggingararfleifð
Harðar Ágústssonar frá 1998 yngsta bókin á listanum. Það er bagalegt, því á
síðustu árum hafa komið út mjög mikilvæg rit um sögu verkfræði og tækni-
legra framkvæmda. Má þar nefna sögu vatnsveitu Reykjavíkur eftir Hilmar
Garðarsson, sögu Hitaveitunnar eftir Lýð Björnsson og alþýðlegt en ágætt
rit Þorsteins J. Óskarssonar um sögu rafeindatækni.
verkfræðingafélag Íslands hóf árið 2002 útgáfu ritraðar um sögu ís -
lenskrar verkfræði. Frá 2002 til 2009 hafa komið út sex bækur í þessum
flokki sem flestar eða allar tengjast sögu tæknifræðinnar. Rökréttasta skýr -
ingin á því að hvergi er vísað til þessara bóka er sú að handritið hafi að
mestu verið skrifað fyrir allnokkrum árum og beðið lengi útgáfu. ekkert
slíkt kemur þó fram í formála verksins.
Ónákvæmni gætir á stöku stað í þessum fyrstu köflum. Þannig er
Jóhannes Reykdal í Hafnarfirði sagður hafa fengið raffræðinginn Halldór
Guðmundsson til að virkja Hamarskotslæk til að knýja og lýsa upp tré -
smiðju sína árið 1904. Hið rétta er að Jóhannes beislaði lækinn sjálfur árið
1903 og lét vatnsaflið knýja trésmíðavélarnar. Ári síðar setti Halldór hins
vegar upp rafal í stöðinni sem sá henni og nokkrum nálægum húsum fyrir
rafmagni til ljósa.
Frá sjónarhorni tæknifræðisögunnar er Halldór Guðmundsson raunar
áhugaverð persóna. Að loknu sveinsprófi í járnsmíðum nam hann vélfræði
í kaupmannahöfn og rafmagnsfræði í Berlín á upphafsárum tuttugustu ald-
ar. eftir að heim var komið lenti hann í ýmsum snerrum við verkfræðinga-
stéttina, sem óx og styrktist hratt. verkfræðingarnir töldu sig eina færa um að
hanna og skipuleggja stórframkvæmdir á borð við rafveitukerfi, en Halldór
sendi þeim tóninn á móti og gerði gys að þeim sem lægi við köfnun úr bók-
viti en kynnu minna til verka.
ritdómar224
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage224