Saga - 2011, Page 226
Guðni Th. Jóhannesson. GUNNAR THORODDSeN. ÆvISAGA. JPv
útgáfa. Reykjavík 2010. 652 bls. Myndir; nafna- og atriðisorðaskrá.
Saga Gunnars Thoroddsens er saga manns sem vildi komast í Íslandssög-
una (bls. 10). Á rúmlega hálfrar aldar pólitískum ferli komst hann til ýmissa
metorða sem náðu hámarki þegar hann varð forsætisráðherra. Áður hafði
hann m.a. verið lagaprófessor, alþingismaður, borgarstjóri, fjármálaráðherra,
iðnaðarráðherra, sendiherra og hæstaréttardómari. einnig bauð hann sig
fram til embættis forseta Íslands en náði ekki kjöri. Sá ósigur myndar hvörf
ævisögunnar. Pólitískur ferill sem hafði einkennst af velgengni og tiltölu-
lega áreynslulitlum frama þróaðist yfir í harðsnúna valdabaráttu sem lauk
með því að Gunnar myndaði óvenjulegustu ríkisstjórn Íslandssögunnar, í
andstöðu við forystumenn eigin flokks en þó ekki endilega kjósendur og
stuðningsmenn sína.
Hinum tvískipta ferli Gunnars Thoroddsens er lýst í bók sem einnig er
tvískipt. Fyrri hluti bókarinnar er hefðbundin ævisaga stjórnmálamanns en
þó laus við þann helgisögublæ sem oft er á slíkum ritum (sjá grein Guð -
mundar Hálfdanarsonar, „Biskupasögur hinar nýju. Um ævisögur fjögurra
stjórnmálamanna“, Saga XXXI (1993), bls. 169–90). Markmið höfundar er
ekki að verja pólitíska ákvarðanatöku sögupersónunnar eða draga upp af
henni helgimynd. Þvert á móti er ferli Gunnars lýst með yfirveguðum hætti
þar sem hann er hvorki hafinn upp til skýjanna né reynt að gera minna úr
kostum hans sem stjórnmálamanns og leiðtoga en efni standa til. Það er
annar meginkostur bókarinnar að höfundur gerir sér far um að feta hið
þrönga einstigi sem stundum getur verið á milli dómgirni og afstöðuleysis
þegar fortíðin er rannsökuð í gagnrýnu ljósi. Hinn kosturinn er sá að höf-
undur hefur haft góðan aðgang að persónulegum heimildum frá Gunnari
sjálfum, bréfum, minnisbókum og drögum að sjálfsævisögu sem Gunnar
ritaði skömmu fyrir andlát sitt.
Bókin hefur einnig galla. Sá stærsti er hugmyndasögulegur. Greiningin á
pólitískum ákvörðunum Gunnars ristir ekki alltaf djúpt. Hann gekk í
Sjálfstæðisflokkinn 18 ára að aldri, en aldrei fást neinar skýringar á því aðrar
en almennt orðaðar hugmyndir um „frelsi einstaklingsins og … sjálfstæði
Íslands“ (bls. 47). Þó kemur fram að faðir hans hafi ekki verið hrifinn af for-
kólfum verkalýðsbaráttunnar (bls. 39) og að fjölskyldan „taldist til heldra
fólks þótt aldrei væri borist á“ (bls. 34). Margt æskufólk af kynslóð Gunnars
hallaðist í aðra pólitíska átt þrátt fyrir svipaðan félagslegan bakgrunn.
Mótaðist pólitísk afstaða Gunnars kannski af persónulegum ástæðum, að -
dáun á Jóni Þorlákssyni, sem var eiginmaður móðursystur hans? Sagn -
fræðingurinn getur ekki fallist á jafn einstaklingsbundnar skýringar, segir
Gunnar Thoroddsen hafa hrifist af „meginstefnu Jóns“ fremur en mannin-
um sjálfum (bls. 47). Þegar Gunnar tók sæti í stjórn Heimdallar setti ung -
liðahreyfing reykvískra sjálfstæðismanna fram kröfu um slysatryggingar,
ritdómar226
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage226