Saga - 2011, Side 232
um það hvers konar bókmenntatexti sagan er og tengsl hans við aðra texta,
innlenda og erlenda, á svipuðum tíma. Það er t.d. mjög áhugavert hvernig
Jón leggur sig í framkróka um að skapa og viðhalda þeirri mynd að hann sé
að vinna söguna úr skrifum Árna sjálfs. Stundum getur hann þess að
blaðsíður úr þeim skræðum hafi rifnað og glatast (t.d. kafli 12, bls. 31), sumt
sé ekki eftir hafandi (t.d. kafli 9, bls. 23) eða ósamhangandi vitleysa (t.d. kafli
34, bls. 96), og jafnvel eru dæmi þess að Árni hafi sofnað út frá tali manna
og því misst af niðurlagi samræðnanna (t.d. kafli 8, bls. 23). einnig hefði
verið fróðlegt að lesa frekari útleggingar einars Gunnars á þeirri menningar -
legu og samfélagslegu klippimynd sem sagan af hringferð Árna dregur upp.
Sagan af Árna er fjarri því að vera einradda upplýsingarit í mórölskum
anda, heldur hljóma þar raddir fólks af ólíku standi sem heldur á lofti marg-
víslegum meiningum og viðhorfum, oft af mikilli mælsku.
Davíð Ólafsson
Guðmundur Ólafsson, BeSSASTAÐARANNSÓkN 1987. AÐDRAG-
ANDI OG UPPHAF — UPPGRAFTARSvÆÐI 1–11. Skýrslur Þjóð -
minja safns Íslands 2010/1. Þjóðminjasafn Íslands. Reykjavík 2010. 222
bls. Heimilda skrá, greiningar á gjóskulögum, lýsing á fornleifakjallara,
uppskriftir skjala, teikningaskrá, fundaskrá og teikningar. Útdráttur á
ensku.
„Loksins, loksins“. Með þessum orðum hóf kristján Albertsson einn fræg-
asta ritdóm Íslandssögunnar. Þessi upphrópun er, ekki síður en verkið sem
hún vísar til, orðin hluti íslenskrar bókmenntasögu og er ég viss um að
margir hugsi fyrst og fremst til þessara orða þegar þeir minnast skáldsögu
Halldórs Laxness, Vefarans mikla frá Kasmír. en þótt flestir þekki aðeins
„loksins, loksins“ en kunni ekki að botna setninguna — þetta með hamra-
borgina sem rís upp úr flatneskjunni — þá er það almenn þekking að upp-
hrópunin lýsi bæði fögnuði og aðdáun á einhverju nýju, áður óreyndu, já,
næstum byltingarkenndu.
„Loksins, loksins“ verða líka upphafsorð þessa ritdóms um rannsókn-
arskýrslu Guðmundar Ólafssonar, fagstjóra fornleifa á Þjóðminjasafni
Íslands, um fornleifauppgröftinn á Bessastöðum árið 1987. verkin tvö,
Bessastaðarannsókn 1987 og Vefarinn mikli frá Kasmír, eru eins ólík og hugsast
getur, en ákallið „loksins, loksins“ eiga þau samt sameiginlega þótt það sé
á ólíkum forsendum. Það ætti að vera hverjum manni ljóst af titli ritsins ein-
um saman að upphrópunin er að þessu sinni ekki bundin fölskvalausri gleði
og trú á því að nú verði ekkert sem fyrr, heldur fylgir henni þung stuna.
Andvarpið er til marks um margra ára brostnar vonir sem með tímanum
breytt ust í uppgjöf og vantrú á því að nokkurn tíma yrði af því að Bessa -
ritdómar232
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage232