Saga - 2011, Síða 233
staða rannsóknin, ein umfangsmesta fornleifarannsókn sem framkvæmd
hefur verið hér á landi, kæmi út á prenti. Samt lýsir „loksins, loksins“ raun-
ar líka vissum létti yfir að nú hafi langþráðar upplýsingar loks hlotið birt-
ingu. Hafa ber þó í huga að rit þetta er ekki ítarleg fullnaðarbirting Bessa -
staðarannsóknarinnar í heild sinni heldur aðeins tæknileg úrvinnsla vett-
vangsrannsókna fyrsta rannsóknartímabilsins árið 1987, áfangaskýrsla sem
samkvæmt núgildandi viðmiðum hefði átt að koma út árið 1988. Þess vegna
heldur maður eftir ákveðnum efasemdum um að þessi fyrsta skýrsla boði
nýja tíma í næstum aldarfjórðungslangri sögu Bessastaðarann sóknar innar.
Þetta verkefni hefur legið sem mara á Þjóðminjasafni Íslands um margra
ára skeið og einkennilegt, hreinlega óskiljanlegt, hversu erfiðlega hefur
gengið að koma niðurstöðum vettvangsrannsókna í skýrsluform. Sannar -
lega vatt verkefnið upp á sig og í raun varð rannsóknin óvænt stór í sniðum,
gögnin sem vinna þurfti úr urðu óhemju viðamikil og uxu greinilega mis-
munandi verkefnisstjórum rannsóknarinnar yfir höfuð. ekki skal heldur
lítið gert úr fjárhagslegum vandamálum sem kunna að hafa tafið alla
úrvinnslu. Samt sem áður verður gagnrýni á aðgerðaleysi Þjóðminjasafnsins
að fá að hljóma. Það er marklaus málsvörn að kenna „vanbúnaði Þjóðminja -
safnsins á þeim tíma til að takast á við svo umfangsmikið verkefni, skorti á
fornleifafræðingum og skilningsleysi framkvæmdaaðila og margra ráða -
manna á eðli fornleifarannsókna“ (bls. 5) um hversu illa var staðið að Bessa -
staðarannsókninni og hversu lengi hefur þurft að bíða eftir þessari fyrstu
áfangaskýrslu. Á sama tíma fóru fram afar umfangsmiklar fornleifarann-
sóknir í viðey vegna viðgerða á viðeyjarstofu, verkefni sem um margt líkt-
ist Bessastaðarannsókninni, bæði hvað aðdraganda og markmið rannsókn-
anna varðar og fræðileg viðfangsefni þeirra. ekki vafðist fyrir aðstandendum
þeirrar rannsóknar (Árbæjarsafni, Margréti Hallgrímsdóttur, þáverandi
borgarminjaverði og núverandi þjóðminjaverði, og síðar Steinunni kristjáns -
dóttur, fornleifafræðingi) að koma áfangaskýrslum tímanlega út. Þess vegna
hefur viðeyjarrannsókninni fyrir löngu verið skipað á bekk með allra mikil -
vægustu fornleifarannsóknum á Íslandi, enda hefur hún nýst öðrum forn-
leifafræðingum til samanburðar og lærdóms. Það er vissulega rétt að
„Bessa staðarannsóknin varð … að mörgu leyti lærdómur um það hvernig
ekki ætti að standa að neyðarrannsóknum“ (bls. 5). Hins vegar er erfitt að
sjá hvernig „sú reynsla [hefur] gagnast síðar í sambandi við önnur stór verk-
efni sem unnið hefur verið að á undanförnum árum“ (bls. 5). Þjóðminja -
safnið hefur vonandi dregið einhvern lærdóm af rannsókninni, þótt það hafi
aldrei aftur ráðist í viðlíka stórt verkefni. eins munu einstakir starfsmenn
hafa nýtt sér reynsluna á öðrum vígstöðvum, en fræðaheimurinn hefur ekki
notið neins af rannsókninni, allra síst íslensk fornleifafræði. Jafnvel má
ganga svo langt að halda því fram að í fræðilegum skilningi hafi Bessastaða -
rannsóknin, a.m.k. til þessa, ekki átt sér stað. Það verður þó að nefna,
Guðmundi til hróss, að hann reynir hvergi í skýrslunni að breiða yfir ringul -
ritdómar 233
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage233