Saga - 2011, Page 234
reiðina og skipulagsleysið sem einkenndi vettvangsrannsóknirnar á Bessa -
stöðum. Alls voru til að mynda notuð 20 mismunandi hnitakerfi sem gátu
stangast á svo munaði um tugi sentimetra og torveldaði það mjög alla
úrvinnslu teikninga (bls. 12). Þó finnst mér Guðmundur harla fámáll um
þær miklu tafir sem orðið hafa á skýrslugerðinni. Safnið réð tvo starfsmenn
sérstaklega til verkefnisins fljótlega að rannsókn lokinni og síðastliðin 11 ár
hefur það verið í forgangi á safninu (bls. 15). Þó hefur aðeins tekist að birta
þessa einu skýrslu tæpum aldarfjórðungi eftir að rannsóknin hófst. Í ljósi
þessa vekur gríðarlega metnaðarfull birtingaráætlun safnsins á Bessastaða -
rannsókninni hjá manni ákveðnar áhyggjur og efasemdir um að hún sé
raunhæf, gagnleg eða yfirhöfuð nauðsynleg. Stefnt er að útgáfu allra níu
áfangaskýrslnanna — þ.e.a.s. einnar fyrir hvert uppgraftartímabil (1987–
1996) — auk sérrits um rannsóknina í heild sinni. Aukinheldur er stefnt að
því að setja upp sýningu á niðurstöðum rannsóknarinnar á Þjóðminja -
safninu. Maður þorir varla að spá í útgáfulok að gefnum þeim útgáfuhraða
sem Þjóðminjasafnið hefur fylgt til þessa. Þá er það ekki traustvekjandi að
heyra Guðmund segja frá því, í fyrirlestri sem hann hélt um rannsóknina í
Þjóðminjasafni Íslands þann 29. mars 2011, að nú þegar séu orðnar tafir á
síðustu útgáfuáætlun safnsins sem miðaði að því að allar skýrslurnar skyldu
koma út fyrir árið 2013.
Um efni skýrslunnar sjálfrar er það að segja að margt er þar fagmann-
lega unnið, þótt ekki sé hún meistaraverk. Stóra vandamálið við allar
skýrslur af þessu tagi, sem segja frá svokölluðum neyðar- eða björgunar-
rannsóknum, liggur í því að drifkrafturinn að baki verkefninu er ekki
fræðilegur heldur ræðst af umfangi framkvæmda á staðnum. Stærð og lega
uppgraftarsvæða miðast við framkvæmdasvæðin en ekki þær fornminjar
sem eru á svæðinu. Þetta veldur því að allar upplýsingar sem safnað er með
fornleifauppgrefti verða enn brota- og tilviljunarkenndari en ella. eins vant-
ar allar rannsóknarspurningar a priori. Þær verða aðeins til eftir því sem á
verkefnið líður og taka ávallt mið af þeim minjum sem koma í ljós, í stað
þess að fornleifauppgreftinum sé beitt sem aðferð til að varpa ljósi á
ákveðnar rannsóknaspurningar. en þetta vandamál liggur í eðli neyðar-
uppgraftarins og er því ekki sett hér fram sem gagnrýni á vinnu höfundar
eða uppsetningu verksins.
Umbrot og útlit skýrslunnar er afar vandað auk þess sem hún er ríku-
lega myndskreytt. Ítarlegur viðauki við skýrsluna (kaflar 9 og 10) inniheld-
ur ekki aðeins hefðbundnar skrár yfir teikningar, gripi, greiningu á gjósku
og jarðlögum, auk plan- og sniðteikninga í A3-broti, heldur líka athyglis-
verða lýsingu á fornleifakjallara sem ákveðið var að koma fyrir undir
Bessastaðastofu í stað vínkjallara eins og upphaflega stóð til. Þar eru ýmsar
minjar 18. aldar konungsgarðsins gerðar aðgengilegar auk þess sem úrval
gripa, sem fundust við fornleifarannsóknirnar, er þar til sýnis. Þar að auki
eru í viðaukanum uppskriftir á reikningum, eignaskrám og úttektum á
ritdómar234
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage234