Saga - 2011, Síða 237
verið ætlaður til hestaats” (bls. 75). Það kemur hins vegar ekki fram hvort
túlkun Guðmundar á beinunum sem leifum af efnivið til smíða byggist á
greiningu McGoverns eða annars dýrabeinafræðings. Í áfangaskýrslu sem
þessari krefst svona fullyrðing ítarlegri rökstuðnings.
Á þessu uppgraftarsvæði 6 (U6) voru 18. aldar fornleifarnar skildar eftir
að rannsókn lokinni, þaktar með dúk og sandi, og liggja þær nú undir heim-
keyrslunni að Bessastöðum. Af hverju þetta var gert, án þess að allar minjar
væru rannsakaðar til fullnustu, er mér hulin ráðgáta. Í raun lítur út fyrir að
allar minjar eldri en frá 18. öld hafi einfaldlega verið látnar liggja á milli
hluta, gefið minna vægi í rannsókninni, á forsendum sem hvergi koma fram.
Það var í raun engin ástæða til að varðveita 18. aldar minjarnar undir
aðkeyrslunni. Augljóslega varð Þjóðminjasafnið að láta undan þrýstingi
framkvæmdaaðila, sem virðist hafa blöskrað kostnaðurinn og tíminn sem
færi í fullnaðarrannsóknir (bls. 59). eins virðist hugmyndafræðin um að
varðveita beri allar fornminjar eftir fremsta megni hafa verið almennt ríkj-
andi. Sú hugmyndafræði stangast í grundvallaratriðum á við undir stöðu -
þætti fornleifafræðilegrar aðferðafræði og krefst þess sjálfkrafa að minjar
séu vegnar og metnar að verðleikum. Hér hafa nokkuð vel varðveittar minj-
ar 18. aldar konungsgarðsins verið teknar fram yfir hugsanlega torræðari
eldri minjar.
Uppgröftur árið 1987 fór líka fram austan við Bessastaðakirkju og
umhverfis kirkjutröppurnar. Þar komu í ljós alls 38 grafir sem virðast flestar
hafa verið mjög ungar, eða á bilinu 100–150 ára. Þrjár grafir sem fundust
vestan við kirkjuna eru þó frá því fyrir 1780. Ungu grafirnar austan við
kirkjuna hafa raskað nokkuð eldri minjum (bls. 82), til að mynda hugsan-
legum leifum amtmannsbústaðarins frá því fyrir 1720. Þó vekja töluverða
athygli minjar frá miðöldum sem komu í ljós undir gröfunum. Þessar minj-
ar vöktu töluvert meiri athygli en miðaldaminjar undir og við Bessastaða -
stofu en voru þó ekki rannsakaðar til hlítar vegna takmarkana uppgraft-
arsvæðisins.
Fátt lýsir rannsókninni á Bessastöðum sumarið 1987 (og sennilega í heild
sinni) betur en fundur vagn- eða kerruhúss við svokallaða hjáleigu austan
Bessastaðastofu. Þetta mannvirki kom afar óvænt í ljós þar sem grafa átti
fyrir olíutanki. Upphaflega var aðeins grafið innan úr mannvirkinu þar sem
útveggir þess voru utan uppgraftarsvæðisins, sem eins og áður hefur komið
fram ákvarðaðist af framkvæmdinni. Árin 1992 og 1993 var aftur grafið á
sama stað (U31 og U38, sjá bls. 9) og geri ég ráð fyrir, án þess að hafa neitt
fyrir mér þar um, að þá hafi þetta einkar athyglisverða mannvirki verið
rannsakað til fullnustu. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en skýrslur vettvangs-
rannsókna þessara tveggja ára koma út, hvenær sem það nú verður. Segja
má að sú fastheldni safnsins að birta allar áfangaskýrslur svo löngu eftir að
rannsóknirnar áttu sér stað, rétt eins og ekkert hafi í skorist, auki enn frekar
á brotakennt eðli frásagnarinnar, og vil ég nota tækifærið til að setja spurn-
ritdómar 237
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage237