Saga - 2011, Page 241
Magnús Sveinn Helgason, ÍSLeNSkT vIÐSkIPTALÍF – BReyTINGAR
OG SAMSPIL vIÐ FJÁRMÁLAkeRFIÐ (Skýrsla rannsóknarnefndar
Alþingis, viðauki 5). Alþingi (vefútgáfa). Reykjavík 2010. 166 bls. (Slóð:
http://rna.althingi.is/pdf/RNAvefvidauki5.pdf.)
Rit Magnúsar Sveins er heil bók í rauninni (færi langt með að fylla eitt hefti
af Sögu), ein þeirra sem ritaðar voru í tilefni af hruni fjármálakerfisins 2008.
ekki um hrunið sjálft — frásögnin nær aðallega fram til 2006 þótt einstakir
þræðir séu raktir lengra — heldur er tilgangurinn, segir höfundur (bls. 5)
„að draga upp mynd af sögulegum aðdraganda bankahrunsins“ eða „skýra
hvað átti sér stað í aðdraganda þess“. Hins vegar „ekki að skrifa sögu ís -
lensks efnahags- eða atvinnulífs“. Þó er ritið verulegt framlag til einmitt
þeirrar sögu og þess vegna ástæða til að geta þess hér. Þótt ekki sé sögð
alhliða hagsaga Íslands eða saga atvinnuveganna í heild, þá eru hér rakin
stórtíðindin í sögu margra helstu fyrirtækja landsins, einkum breytingar á
eignarhaldi þeirra og umsvifum, þar á meðal sjálf „útrásin“. Og þetta er ekki
einber annáll eða fróðleikssyrpa um fyrirtækjafréttir. Það sem gerir bók
Magnúsar Sveins að sagnfræðiverki er tenging fyrirtækjasögunnar við
megin strauma fjármagnsins í íslensku atvinnulífi, frá vaxtarskeiði hluta-
bréfamarkaðar og viðskiptabankaþjónustu eftir 1990, yfir aldamótabólu og
einkavæðingu bankanna til hins skammvinna blómaskeiðs fjárfestingar-
banka, eignarhaldsfélaga og eignaverðsbólu.
Magnús Sveinn fer hratt yfir sögu í knappri frásögn og heldur sig við
staðreyndir eins og þær lágu fyrir á sögutímanum (engar uppljóstranir, sam-
særiskenningar eða tilvitnanir í yfirheyrslur Rannsóknarnefndar). Fljótt á
litið byggir hann mest á fjölmiðlaefni (en fjölbreyttu; um Orca-málið vísar
hann jafnvel til lögbirtingablaðs Lúxemborgar), styðst þó einnig (án tilvís-
ana) við talnaefni frá Seðlabanka og kauphöll og tilkynningar fyrirtækja til
kauphallarinnar (þar á meðal birt reikningsuppgjör). Raunar nýtir hann
ekki aðeins fréttir og fréttaskýringar heldur er tónninn í fjölmiðlum eitt af
því sem hann lýsir (og ekki gæfulega; varla nema Vísbending sem reynist
hafa fjallað um þróun mála með eðlilegri tortryggni). Þótt höfundur haldi
sig við hlutlægar lýsingar, mest eftir upplýsingum frá gerendunum sjálfum,
bindur hann sig ekki við túlkun gerendanna. Það sem hjá þeim hétu „um -
breyt ingafjárfestingar“ talar hann t.d. hiklaust um sem „fyrirtækjagrip-
RITFREGNIR
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage241