Jökull


Jökull - 01.01.2010, Page 223

Jökull - 01.01.2010, Page 223
Jöklarannsóknafélag Íslands ÚTGÁFA JÖKULS Jökull 59 kom út í nóvember. Ritið var 144 bls. og í því voru sex ritrýndar fræðigreinar auk um 40 bls. af margvíslegu fræðslu- og félagsefni. FRÉTTABRÉF OG VEFSÍÐA Vefsíðan hefur vaxið og dafnað undir ritstjórn Jó- hönnu Katrínar. Þar eru reglulega birtar fréttir og öll fréttabréf félagsins frá upphafi í janúar 1984 eru þar aðgengileg. Þrjú fréttabréf komu út á árinu en Val- gerður Jóhannsdóttir ritstýrir þeim. Þessi skýrsla að verulegu leyti byggð á upplýsingum úr fréttabréfinu. SKEMMTIFERÐIR Sumarferð í Lakagíga var farin helgina 3.–5. júlí. Ferðin farin á einkabílum og þótti takast vel. Gist var í tjöldum í Blágiljum en þátttakendur voru 23. Haust- ferð í Jökulheima var fámenn og góðmenn en þangað fóru átta manns helgina 11.–13. september. Sá hópur tók hressilega til hendinni við skálaþrif og mun ferðin hafa verið hin ánægjulegasta. SKÁLAMÁL Helstu verkefni skálanefndarinnar á árinu voru við- hald og viðgerðir á Grímsfjall og í Jökulheimum. Á Grímsfjalli var ýmsu smálegu sinnt og skipt um raf- geyma í öllum húsum eftir bilanir á hleðslubúnaði. Þurfti í þessu skyni að fara nokkrar ferðir síðla hausts þar sem hugað var að rafstöð og hleðslubúnaði. Leita þarf leiða til að ekki komi til leiðangra af þessu tagi nema í undantekningartilfellum. Í Jökulheimum voru öll hús máluð nema þak nýja skálans sem bíður eft- ir nýju þakjárni samfara væntanlegri stækkun. Þá var tekið utanaf dýnum, verin flutt til byggða og þvegin. Ekki var unnið að viðhaldi í öðrum húsum. Á fundi stjórnar í Tindfjöllum 7. mars var bókuð samþykkt um stækkun á nýrri skálanum í Jökulheim- um samkvæmt teikningu og kostnaðaráætlun Stefáns Bjarnasonar. Áætlaður heildarkostnaður er um fjórar milljónir króna og verður leitað leiða til að afla fjár- hagslegs stuðnings við verkefnið annarstaðar frá. Eins og fram kemur hér á eftir hefur nokkuð áunnist í því. Leyfi fyrir stækkun hefur fengist frá stjórn Vatnajök- ulsþjóðgarðs og Ásahreppur hefur samþykkt verkið fyrir sitt leyti en fullnægja þarf öllum kröfum bygg- ingarreglugerða. Unnið er að gerð verkfræðiteikninga og leiðir skálanefndin það verk. Stefnt er á að vinna við stækkunina fari fram næsta sumar. BÍLAMÁL Farnar voru sex ferðir á bíl félagsins og nýttist hann í öll helstu verkefni eins og vorferð, vinnuferðir á Grímsfjall og í Jökulheima og mælingaferð á Mýr- dalsjökul. Engar meiri háttar bilanir urðu en brotist var inn í bílinn þar sem hann stóð fyrir utan húsnæði HSSR og kistum á þaki hans stolið. Bílanefndin tapaði nokkru af verkfærum en sem betur fer voru ekki unn- ar alvarlegar skemmdir á bílnum. Seinni hluta ársins hefur húsnæði verið leigt undir bílinn. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð var með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár. Að þessu sinni var hún haldin í Básum á Goðalandi og gisti hópurinn í skálum Útivistar. Farnar voru göngu- ferðir bæði fá laugardeginum fyrir sjálfa hátíðina og á sunnudagsmorgni að henni lokinni. Þótti öllum þetta vera hin besta tilbreyting en þátttakendur voru vissu- lega nokkru færri en oftast, eða um 40. GJÖF BARNA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR Í júní voru liðin 100 ár frá fæðingu hins mikla brautryðjanda í jöklaferðum á snjóbílum, Guðmund- ar Jónassonar. Guðmundur var heiðursfélagi JÖRFÍ en hann lést 1985. Til að minnast afmælisins ákváðu börn Guðmundar, þau Gunnar, Kristín og Signý að færa Jöklarannsóknafélaginu 500 þús. kr. að gjöf sem nýta skyldi til endurbóta og stækkunar í Jökulheim- um. Stjórn og heiðursfélagar héldu þeim systkynum kaffiboð þann 17. ágúst í þakklætisskyni fyrir gjöfina. Magnús Tumi Guðmundsson JÖKULL No. 60 223
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.