Jökull


Jökull - 01.01.2016, Side 116

Jökull - 01.01.2016, Side 116
Helgi Björnsson 6. mynd. Mælinet við flugvélaleit á Grænlandsjökli 1983. Með því að þrengja stöðugt möskva mælinets, sem ekið er eftir, má sjá nákvæmlega legu vélarinn- ar, t. d. með því að finna skurðpunkt lína, sem dregnar eru hornrétt á möskvana frá þeim stað á mælilínum, sem sýnir topp hverrar hyperbólu (sjá viðauka). Þar sem stysta fjarlægð að vél var þekkt frá öllum fjór- um möskvum mælilína, var einnig unnt að reikna lóð- rétt dýpi niður að vél. – The network of the radio echo sounding lines for the buried aeroplanes on the Greenland Ice Cap in 1983. Um haustið var haldin hátíð í Atlanta í Georgíu, blaðamannafundir og mikið látið með, að senn yrði vélunum flogið af jöklinum. Þar greindi ég frá meg- inniðurstöðum okkar við flugvélaleitina. Síðan komu boð frá Friðrik Theodórssyni hjá umboðsaðila Reyn- olds á Íslandi, um að fyrirtækið vildi gefa Raunvís- indastofnun kjarnabor, svo að við gætum kannað betur ástand jökulsins. Snjóborinn var afhentur við athöfn á Hótel Sögu. Hann er enn notaður við afkomumæling- ar á jöklum á Íslandi. Jafnframt féllumst við á að fara með borinn á Grænlandsjökul sumarið 1984 til þess að kanna þar aðstæður, ef það gæti bætt mat á dýpið niður að vélunum, kanna snjósöfnun, eðlismassa og þar með metið hraða rafsegulbylgna í jöklinum. Borað í jökulinn 1984 Föstudaginn 6. júlí 1984 flugum við Arngrímur og Jón með flugþjónustu Helga Jónssonar til Kulusuk, og þar sem bið yrði á, að við yrðum fluttir upp á jökulinn, fór- um við í þyrlu til Angmagssalik. Allar flugvélar voru þá uppteknar við leit að mönnum, sem farið höfðu út á ísjaka til selveiða. Upp á jökul komumst við fyrst miðvikudag 11. júlí. Höfðum við með okkur snjóbor og tjöld. Stóra eldhústjaldið frá því árið áður var fallið undan snjófargi, en það sást í gaflana. Við tjölduðum þar og tókum strax að grafa eftir hlutum, sem skildir höfðu verið eftir á jöklinum um haustið, en við fund- um ekkert af því. Mastrið yfir B-17 vél sást, og dróg- um við búnað okkar á segldúk yfir að því og sendum skilaboð um talstöð, að við þyrftum að fá sendar með flugvél skóflur, bensín, vélsleða og hitavatnsbor. Með okkur var Larry Seabolt. Við boruðum 24,3 m djúpa holu í jökulinn og tók- um snjókjarna. Eðlismassi hækkaði frá 550 kg m−3 við yfirborð í 870 kg m−3 á 22 m dýpi, en þar var komið niður á jökulís. Af því var ljóst, að hraði raf- segulbylgjunnar minnkaði frá 200 m/µs við yfirborð í 169 m/µs neðan við 20 m dýpi. Með því að reikna með 169 m/µs hraða gætum við hafa vanmetið dýpið niður að vélunum um 2–3 m sumarið 1983. Við töld- um nú ráðlegt að áætla dýpið með 5 m óvissu og segja það vera 80 m±5 m. Borun með hitavatnsbor niður að vélunum þyrfti til þess að finna dýpið nákvæmar. Mat okkar á dýpi með íssjármælingum var í góðu samræmi við snjósöfnun á svæðinu. Af mælingum á snjódýpi við mastur og niður á krossviðarplötu við eldhústjald sýndist okkur, að snjósöfnun frá hausti 1983 til júlí 1984 hefði verið 2,4 m með meðaleðlis- massann 550 kg m−3. Sumarbráðnun væri nokkur, en heildarafkoma ársins gæti verið 2 m af snjó eða um 1,5 116 JÖKULL No. 66, 2016
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.