Jökull - 01.01.2016, Side 116
Helgi Björnsson
6. mynd. Mælinet við flugvélaleit á Grænlandsjökli
1983. Með því að þrengja stöðugt möskva mælinets,
sem ekið er eftir, má sjá nákvæmlega legu vélarinn-
ar, t. d. með því að finna skurðpunkt lína, sem dregnar
eru hornrétt á möskvana frá þeim stað á mælilínum,
sem sýnir topp hverrar hyperbólu (sjá viðauka). Þar
sem stysta fjarlægð að vél var þekkt frá öllum fjór-
um möskvum mælilína, var einnig unnt að reikna lóð-
rétt dýpi niður að vél. – The network of the radio
echo sounding lines for the buried aeroplanes on the
Greenland Ice Cap in 1983.
Um haustið var haldin hátíð í Atlanta í Georgíu,
blaðamannafundir og mikið látið með, að senn yrði
vélunum flogið af jöklinum. Þar greindi ég frá meg-
inniðurstöðum okkar við flugvélaleitina. Síðan komu
boð frá Friðrik Theodórssyni hjá umboðsaðila Reyn-
olds á Íslandi, um að fyrirtækið vildi gefa Raunvís-
indastofnun kjarnabor, svo að við gætum kannað betur
ástand jökulsins. Snjóborinn var afhentur við athöfn á
Hótel Sögu. Hann er enn notaður við afkomumæling-
ar á jöklum á Íslandi. Jafnframt féllumst við á að fara
með borinn á Grænlandsjökul sumarið 1984 til þess
að kanna þar aðstæður, ef það gæti bætt mat á dýpið
niður að vélunum, kanna snjósöfnun, eðlismassa og
þar með metið hraða rafsegulbylgna í jöklinum.
Borað í jökulinn 1984
Föstudaginn 6. júlí 1984 flugum við Arngrímur og Jón
með flugþjónustu Helga Jónssonar til Kulusuk, og þar
sem bið yrði á, að við yrðum fluttir upp á jökulinn, fór-
um við í þyrlu til Angmagssalik. Allar flugvélar voru
þá uppteknar við leit að mönnum, sem farið höfðu út
á ísjaka til selveiða. Upp á jökul komumst við fyrst
miðvikudag 11. júlí. Höfðum við með okkur snjóbor
og tjöld. Stóra eldhústjaldið frá því árið áður var fallið
undan snjófargi, en það sást í gaflana. Við tjölduðum
þar og tókum strax að grafa eftir hlutum, sem skildir
höfðu verið eftir á jöklinum um haustið, en við fund-
um ekkert af því. Mastrið yfir B-17 vél sást, og dróg-
um við búnað okkar á segldúk yfir að því og sendum
skilaboð um talstöð, að við þyrftum að fá sendar með
flugvél skóflur, bensín, vélsleða og hitavatnsbor. Með
okkur var Larry Seabolt.
Við boruðum 24,3 m djúpa holu í jökulinn og tók-
um snjókjarna. Eðlismassi hækkaði frá 550 kg m−3
við yfirborð í 870 kg m−3 á 22 m dýpi, en þar var
komið niður á jökulís. Af því var ljóst, að hraði raf-
segulbylgjunnar minnkaði frá 200 m/µs við yfirborð
í 169 m/µs neðan við 20 m dýpi. Með því að reikna
með 169 m/µs hraða gætum við hafa vanmetið dýpið
niður að vélunum um 2–3 m sumarið 1983. Við töld-
um nú ráðlegt að áætla dýpið með 5 m óvissu og segja
það vera 80 m±5 m. Borun með hitavatnsbor niður
að vélunum þyrfti til þess að finna dýpið nákvæmar.
Mat okkar á dýpi með íssjármælingum var í góðu
samræmi við snjósöfnun á svæðinu. Af mælingum á
snjódýpi við mastur og niður á krossviðarplötu við
eldhústjald sýndist okkur, að snjósöfnun frá hausti
1983 til júlí 1984 hefði verið 2,4 m með meðaleðlis-
massann 550 kg m−3. Sumarbráðnun væri nokkur, en
heildarafkoma ársins gæti verið 2 m af snjó eða um 1,5
116 JÖKULL No. 66, 2016