Jökull


Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 25

Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 25
Guðrún Larsen þeytigosin hafi í flestum tilfellum staðið fremur stutt. Þykktarásar gjóskulaganna benda til upptaka innan öskjunnar en ekki er hægt að útiloka að einhver þeirra eigi upptök við jaðra öskjunnar (6. mynd). Magn loftbornu gjóskunnar í þessum gosum er fremur lítið. Gjóskufallssvæði stærsta lagsins á landi er rúmir 15000 km innan 0.2 cm jafnþykktarlínu (7. mynd) og rúmmál gjóskunnar eins og hún er í jarðvegi (þjöpp- uð) er um 0.16 km  . Það samsvarar um 0.27 km  af nýfallinni gjósku. Yngsta gjóskulagið er um 1700 geislakolsára og það elsta sem þekkt er með vissu er um 6600 geislakols ára (tafla 3). Að minnsta kosti sum þessara gosa ollu jökulhlaupum sem báru vikur til sjávar, því rekja má uppruna sjórekins vikur á strönd- um handan Atlantshafs til þeirra. Stór flæðigos eru sjaldgæfustu viðburðirnir á Kötlukerfinu. Vitað er um tvo slíka „elda“ á sprungu- reininni norðaustan Mýrdalsjökuls á nútíma. Þeir fyrri, sem ef til vill mætti nefna Hólmsárelda, urðu fyrir um 6800 geislakolsárum. Í þeim runnu hraun niður Álftaversafrétt frá gossprungum norðaustan Mýrdalsjökuls. Ekki er fullljóst hversu langt þau hraun ná til suðurs því þau eru hulin yngri hraunum að hluta og magn gosefna er því ekki þekkt. Hraunin eru minni að flatarmáli en Álftavershraun og vafalítið einnig að rúmmáli, sem gæti þó verið um 5 km  . Á 10. öld varð stórgos á gossprungu sem nær frá Kötlusvæðinu til norðausturs um Eldgjá að Stakafelli, alls um 75 km leið (8. mynd). Í því gosi runnu hraun niður Álftaversafrétt og í sjó fram í Álftaveri, og niður í Landbrot og Meðalland. Rúmmál þeirra er a.m.k. 14 km  og nýlegt endurmat bendir til allt að 18 km  . Stærsta gjóskulag sem myndast hefur á Kötlukerfinu á nútíma og varðveitt er í jarðvegi er úr þessu gosi (9. mynd). Mesta mælda þykkt er rúmir 5 m og innan 1 m jafnþykktarlínu eru um 600 km . Magn gjósku á landi innan 0.5 cm jafnþykktarlínu er um 2.7 km  og áætlað heildarmagn um 4 km  (þjöppuð) en það samsvarar um 4.5 og 6.7 km  af nýfallinni gjósku, og 0.9 og 1.3 km  af föstu bergi. Þetta er líklega fjórða stærsta gjóskulag sem fallið hefur hérlendis á sögulegum tíma. Hugsanlegt er að hluti gosefnanna hafi brotið sér leið frá öskjunni niður í svonefndan Krika, sem blanda af hrauni, gjósku og bræðsluvatni. Rúmmál gosefnakeilunnar þar er lauslega reiknað um 0.5 km  . Heildarmagn gosefna í Eldgjárgosinu gæti því verið yfir 19 km  reiknað sem fast berg. Í Eld- gjárgosinu flæddu jökulhlaup fram sunnan Öldufells yfir Álftaversafrétt, og fram úr Krika sunnan Sandfells en ekki er vitað hversu vítt þau fóru neðan Rjúpna- fells. Hlaup fóru einnig til norðurs út á Mælifellssand. Gos á Kötlukerfinu hafa valdið einhverjum mestu umhverfisbreytingum sem orðið hafa á láglendi Ís- lands á sögulegum tíma. Eldgjárgosið breytti lands- lagi, vatnafari og nýtingarmöguleikum á stórum landssvæðum á Suðurlandi. Eldgjárgjóskan olli varanlegu tjóni á gróðurlendi þar sem þykkt hennar var meiri en 1 metri á Álftaversafrétti, á Snæbýlisheiði og í nágrenni gossprungunnar. Eldgjárhraunin runnu að hluta yfir gróið land og þau breyttu ein- nig farvegum vatnsfalla. Eftir Eldgjárgos hafa öll meginhlaup í Kötlugosum farið um skarð Kötlujökuls niður á Mýrdalssand, en stórhlaup um skarð Sól- heimajökuls hafa lagst af. Með Eldgjárgosinu hófst sú þróun sem leitt hefur til myndunar Mýrdalssands eins og við þekkjum hann í dag. Fyrir gosið í Eldgjá er líklegt að stórir hlutar svæðisins, sem nú er sandur og hraun, hafi verið grónir og Álftaversafréttur ofan Rjúpnafells gæti hafa verið algróinn. Þykkur jarðvegur hafði myndast á hraununum frá Hólmsáreldum og sums staðar á þeim rann Hólmsá í farvegi með þykkum jarðvegsbökkum, líkt og nú eru við farveginn hjá Hrífuneshólma. Vatna- gangur hefur verið minni þá en nú, bæði vegna minni jökuls og vegna þess að fyrir Eldgjárgos fóru jökul- hlaup einnig um skörð Sólheimajökuls og Entujökuls. Jökulgarður norðan við Álftaver hefur hlíft því við vatnagangi (8. mynd) og gæti vel hafa haldið uppi stöðuvatni. Þyrping af gervigígum ofan við jökul- garðinn bendir til að þar hafi hraunið runnið út í vatn eða yfir bleytur. Jarðfræðilegar aðstæður styðja því lýsingu Landnámu á staðháttum og atburðum á fyrstu áratugum norræns landnáms. Ekki er vitað hvar eða hversu mikið tjón varð af völdum jökulhlaupanna því ummerkin eru horfin undir framburð yngri hlaupa. En leiða má að því líkur að viðurnefnið „aurgoði“ á syni landnámsmannsins Hrafns hafnarlykils sé örstutt lýs- ing á aðstæðum á óðali sem áður var kennt við skóg (Dynskóga). Eldgjárgosinu fylgdi lengsta goshlé sem vitað 24 JÖKULL No. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.