Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 26
Holocene eruptions within the Katla volcanic system,
er um á sögulegum tíma á Kötlukerfinu en ekkert
Kötlugjóskulag er þekkt frá næstu 200 árum (tafla 1).
Vafalítið hefur eitthvað af þeim svæðum, sem gosefni
úr Eldgjárgosi spilltu, gróið upp á þeim tíma og orðið
byggileg, á ný, t.d. með jöðrum hraunanna, líkt og
gerðist á Brunasandi eftir að Skaftáreldahraun rann.
Sagnir um byggðahverfi á Mýrdalssandi á fyrstu öld-
um eftir norrænt landnám, hvort heldur sem er fyrir
eða eftir Eldgjárgos, eru ekki í neinni mótsögn við
jarðfræðilegar aðstæður.
Þegar gos hófust á ný í Kötlu eftir rúmlega 200
ára goshlé voru aðstæður breyttar. Jökulhlaupin fóru
nú öll um skarð Kötlujökuls út á Mýrdalssand. Þeg-
ar Álftavershraunið rann hækkaði það landið austantil
á svæðinu. Vesturjaðar hraunsins hefur í fyrstu ris-
ið miklu hærra yfir sandinn en nú og lokað leiðum
vatns til austurs. Meðan svo var hljóta hlaup að hafa
lagst af meiri þunga á svæðið vestan hraunsins þar
sem land var lægra. en jafnframt hækkað sandinn þar
og fært ströndina fram. Hafi gosefnakeilan í Krika
myndast í Eldgjárgosinu hefur land einnig hækkað
norðan við núverandi Kötlujökul og beint bræðslu-
vatni og jökulhlaupum til suðurs um svæðið milli
Höfðabrekkuheiðar og Álftavershrauns. Sandurinn er
nú jafnhár hrauninu á köflum og hefur kaffært hraun-
jaðarinn á stórum svæðum.
Ekki er ljóst hvers vegna Kötluhlaup fara nú
um skarð Kötlujökuls fremur en hinna skriðjöklanna
tveggja, Sólheimajökuls og Entujökuls. Vel er lík-
legt að stórgos eins og Eldgjárgos hafi áhrif á allt eld-
stöðvakerfið og geti valdi breytingum á kvikugeym-
um og landslagi, t.d. í öskju megineldstöðvarinnar.
Þar undir hafa fundist merki um grunnstætt kvikuhólf.
Það er allrar athygli vert að ekkert súrt Kötlugos er
þekkt frá síðustu 1700 árum, sem er lengsta goshléið í
um 7000 ár. Einnig má benda á að öll súru Kötlugosin,
sem þekkt eru með vissu, urðu milli tveggja elda, þ.e.
Hólmsárelda og Eldgjárgoss, og efnasamsetning kvik-
unnar hélst furðu stöðug þann tíma en er frábrugðin
efnasamsetningu súrrar kviku sem upp kom í gosi í
lok ísaldar. Vera má að stóru viðburðirnir valdi breyt-
ingum á kvikukerfinu, sem helst síðan nokkuð stöðugt
þess í milli. Upphleðsla gosefna eða sig á botni öskj-
unnar gætu skýrt breyttar hlaupleiðir, einnig breytt ís-
þykkt og ekki síst breytt lega gosstöðva.
REFERENCES
Annales Islandici 1400-1800, I-VI. Hið íslenzka bók-
menntafélag, Reykjavík, 1922-1987.
Árnadóttir, L. 1987. Kúabót í Álftaveri VIII. Árbók hins
íslenzka fornleifafélags 1986, 97-101.
Bard, E., M. Arnold, J. Mangerud, M. Paterne, L.
Labeyrie, J. Duprat, M.A. Méliéres, E. Sonste-
gaard and J.C. Duplessy 1994. The North At-
lantic atmosphere-sea surface 14C gradient during the
Younger Dryas climatic event. Earth Planet. Sci. Lett.
126, 275-287.
Bergh, S.G. 1985. Structure, depositional environment and
mode of emplacement of basaltic hyaloclastites and
related lavas and sedimentary rocks: Plio-pleistocene
of the Eastern Volcanic Rift Zone, southern Iceland.
Nordic Volcanological Institute Report 8502, 91 pp.
Bergh, S.G. and G.E. Sigvaldason 1991. Pleistocene mass-
flow deposits of basaltic hyaloclastite on a shallow
submarine shelf, South Iceland. Bull. Volc. 53, 597-
611.
Biskupa sögur. Hið íslenska bókmenntafélag, Kaup-
mannahöfn, 1858-1878, 952 pp.
Björnsson, H. 1993. Ýmis sjónarmið um eðli Kötluhlaupa.
Kötlustefna, RH 03-93, 11-13.
Björnsson, H. and P. Einarsson 1990. Volcanoes be-
low Vatnajökull, Iceland: Evidence from radio echo-
sounding, earthquakes and jökulhlaups. Jökull 40,
147-174.
Björnsson, H. and F. Pálsson 1994. Mýrdalsjökull, yfir-
borð, botn og rennslisleiðir jökulhlaupa við gos undir
jökli. Kötlustefna, Jarðfræðafélag Íslands, 3.
Björnsson, H., F. Pálsson and M.T. Guðmundsson 1993.
Mýrdalsjökull, yfirborð, botn og rennslisleiðir Kötlu-
hlaupa. Kötlustefna, RH 03-93, 14-16.
Björnsson, H., F. Pálsson and M.T. Guðmundsson 2000.
Surface and bedrock topography of Mýrdalsjökull,
Iceland: The Katla caldera, recent eruption sites and
routes of jökulhlaups. Jökull 49, 29-46.
Dugmore, A.J. 1987. Holocene glacier fluctuations around
Eyjafjallajökull, South Iceland. Ph.D. thesis, Univer-
sity of Aberdeen, 214 pp.
Dugmore, A.J. and D. Sugden 1991. Do the anomalous
fluctuations of Sólheimajökull reflect ice-divide mi-
gration. Boreas 20, 105-113.
JÖKULL No. 49 25