Jökull


Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 76

Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 76
Jökulhlaup úr Sólheimajökli 18. júlí 1999 Oddur Sigurðsson, Snorri Zóphóníasson og Erlingur Ísleifsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, IS-108 Reykjavík Skyndilegt hlaup varð í Jökulsá á Sólheimasandi þann 18. júlí 1999. Þar sem ekki varð komið við mælitækj- um til að skrá hlaupið fyrr en það var nærri afstað- ið hefur verið reynt að draga saman atburðarás svo nákvæmlega sem unnt er eftir upplýsingum sjónar- votta og skýrslum sem tiltækar eru (Reynir Ragnars- son 1999, Páll Einarsson 1999 og Oddur Sigurðsson 1999). Til þess var tekið af mönnum, sem eru eða hafa verið búsettir í Mýrdal, að Jökulsá hafi verið óvenju- lega dökk á lit nokkra daga fyrir hlaupið. Engum þeirra þótti vatnsmagnið samt svo mikið að ástæða væri til viðvörunar. Laugardaginn 17. júlí kl. 19 var lögreglunni í Vík tilkynnt um mjög óvenjulegan lit á Jökulsá sem líkist helst hlaupvatni. Við athugun kom í ljós að áin var mjög dökk þar sem hún kom undan jöklinum næst Litlafjalli en með eðlilegum lit þar sem hún kom út sunnar undan jökulsporðinum. Lykt var óvenjuleg, meira eins og af merkaptan en venjulegri jöklafýlu (brennisteinsvetni). Kunnugir menn voru á ferðinni um brúna alveg fram undir miðnætti aðfara- nætur þess 18. júlí og eru vissir um að tiltakanlegir vatnavextir hafi ekki verið í ánni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni og Raunvísindastofnun kom væg óróahviða fram á skjálftamælum kl. 17 þann 17. júlí og stóð í 20 mínút- ur. Önnur hviða og öflugri hófst kl. 22:18 og næstu 5 klukkustundirnar var viðvarandi órói á mælum eða til kl. rúmlega 3 aðfaranótt þess 18. júlí. Ekki er unnt að staðsetja upptök óróans með nokkurri nákvæmni. Rafmagnið fór af kl. 2:00 aðfaranótt þess 18. júlí samkvæmt bókum Rafmagnsveitna ríkisins á Hvols- velli. Mýrdælingur fór austur yfir ána kl. 2:25-2:30 þá um nóttina. Sýndist honum þá vanta um 1 m á að vatnið næði upp í brúarbitana og stóð það hæst undir brúnni miðri eins og bunga væri á ánni. Pusaðist frá brúarstólpa upp á brúna. Jakahrafl var í ánni en eng- ir stórir jakar. Lón verður vestan við ána þegar hátt stendur í henni og var þá ekki kominn litur á þetta lón en kom á það seinna (sjá 1. mynd). Hlaupið hefur því verið mjög vaxandi þær mínúturnar. Lögreglan í Vík kom á vettvang kl. 3:15. Þá var um 1,5 m undir brúarbitana og megn, stingandi lykt. Eftir það lækkaði stöðugt í ánni en ekki hratt. Verkstjóri Vegagerðarinnar í Vík kom á vettvang kl. 4 um nóttina. Hann mat það svo að 1-1,5 m hafi verið upp í brúarbita er hæst stóð hlaupið. Er hann kom að hafði lækkað í ánni um 1 m frá hámarkinu. Kl. 7 að morgni kom verkfræðingur frá Vegagerðinni á vettvang. Þá hafði lækkað í ánni um 2 m frá hámarki hlaups. Er flugvél Flugmálastjórnar var yfir Jökulsá um kl. 11:30 var áin á tveimur og hálfu stöplabili eða undir rúmlega helmingi af lengd brúarinnar (sjá 1. mynd). Vatnamælingar Orkustofnunar tóku sýni af aur- burði árinnar upp úr kl. 12 og rennsli árinnar var mælt kl. rúmlega 16 og reyndist vera 92 m /sek. Raflínustaurinn sem féll í hlaupinu svo að raf- straumur rofnaði getur ekki hafa staðist flóðölduna nema örskamma stund. Hlaupið hefur því verið mjög snöggt. Þannig verður að ætla að flóðbylgjan hafi farið fram sandinn rétt fyrir klukkan 2 aðfaranótt 18. júlí. Þann 21. júlí voru settir upp síritandi vatnshæðar- og rafleiðnimælar í Jökulsá á Sólheimasandi og Múla- kvísl og hafa þeir sýnt tíð smáhlaup, einkum í Jökulsá. Vatnsmagn var lítið í þessum hlaupum en þau þekkj- ast af því að rafleiðnin í vatninu eykst til muna meðan á þeim stendur. Við skoðun úr lofti á hlaupsvæðinu að morgni þess 18. júlí sást að hlaupvatnið hafði sprottið upp úr jökl- JÖKULL No. 49 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.