Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 104
Jöklarannsóknafélag Íslands – rannsóknaferðir
Landsvirkjun lagði til snjóbíl og bílstjóra, jeppa
og vélsleða. Vegagerðin styrkti endurbætur á gamla
skálanum með fjárframlagi. Er það hér þakkað.
Þátttakendur Allan tímann voru: Finnur Pálsson,
Hannes Haraldsson, Halldór Gíslason yngri, Kirsty Langley,
Magnús Tumi Guðmundsson, Valgerður Jóhannsdóttir,
Fyrri viku leiðangursins voru: Anna Líndal, Benedikt Grön-
dal, Eiríkur Kolbeinsson, Elín Jónsdóttir, Guðrún Thorar-
ensen, Inga Árnadóttir, Jón Kjartansson, Leifur Jónsson,
Oddur Sigurðsson, Sjöfn Sigsteinsdóttir, Sólveig Kristjáns-
dóttir, Stefán Bjarnason, Sveinbjörn Steinþórsson, Sverr-
ir Hilmarsson, Theodóra Thoroddsen, Þorvaldur Gröndal,
Þóra Karlsdóttir, og Þórdís Högnadóttir. Seinni viku leiðang-
ursins voru: Bergur H. Bergsson, Bryndís Brandsdóttir, Bob
White, Elsa Vilmundardóttir, Guðrún Larsen, Hlíf Ólafs-
dóttir, John Smellie, Jósef Hólmjárn, Magnús Hallgrímsson,
Ola Knut Brandt, Peter Schelander, Runólfur Valdemarsson
Sonja Hand, Sveinn Jakobsson, og Vala Hjörleifsdóttir.
Haustferðin
Þriðja skipulagða rannsóknaferð JÖRFÍ á Vatnajök-
ul var haustferðin. Slíkar ferðir voru farnar nokkrum
sinnum um og fyrir 1960 eins og lesa má um í Jökli
frá þeim tíma. Vegna umsvifa í tengslum við rann-
sóknir í Gjálp og Grímsvötnum þótti heppilegt að end-
urvekja þessar ferðir. Beðið var hentugs veðurs fram
til 20. september. Þá lagði 9 manna hópur af stað úr
Reykjavík og fór sem leið liggur inn fyrir Hreysiskvísl
á Sprengisandi. Þar höfðum við náttstað í ágætu húsi
Landsvirkjunar. Daginn eftir lá leiðin um Hágöngur,
yfir Hágöngustíflu og síðan á vaði yfir Köldukvísl á
yfirfallinu. Ekki er hvatt til þess að þessi leið sé not-
uð því vaðið er ófært með öllu ef umtalsvert vatn er
í ánni. Ágætlega gekk norður yfir Sylgju og inn á
Köldukvíslarjökul. Jökullinn reyndist greiðfær en vél-
in fór í einum vélsleðanum eftir um 15 km ferð áleiðis
í Grímsvötn. Hinir sleðarnir tveir, Doddi og jepparnir
þrír fóru á Grímsfjall án áfalla. Heldur var þó leiðin
austur Grímsfjall ógreiðfær, ósléttir öskuflákar voru á
stórum svæðum og sprungur víða opnar.
Næstu fjóra daga vann hópurinn að margvíslegum
verkefnum. Veður var með eindæmum kyrrt og milt
og kom það sér vel því víða var sprungið og mikilvægt
að geta fylgt slóðum. Öxlar brotnuðu í einum jeppan-
um en Valdi rakari mætti snarlega með nýja öxla og
viðgerðarmann og bættist við sem 10. maður leiðang-
ursins.
Á gosstöðvunum í september. Lón sem byrjaði að
myndast vestan gosstöðvanna vorið 1999. Tanginn
sem gengur út í lónið á miðri mynd markar vest-
urenda gossprungunnar. – Open water melted in the
ice shelf after the 1998 eruption. Ljósmynd/Photo.
Magnús Tumi Guðmundsson.
Unnið var að eftirtöldum verkefnum:
1. Mæld var sumarafkoma á stikum vítt um jökul-
inn og teknar niður veðurstöðvar Landsvirkjunar og
Raunvísindastofnunar.
2. Fjöldi stika sem komið var fyrir í vorferðinni var
mældur með DGPS til að finna skriðhraða jökulsins.
3. Gengið var frá vatnshæðarmæli á Grímsvötnum fyr-
ir veturinn.
4. Gígsvæðið var kannað og mælt upp, og breytingar
frá í vorferð metnar.
5. Unnið var að uppsetningu og frágangi vegna nýs
jarðskjálftamælis á Grímsfjalli.
Þann 26. september lagði hópurinn af stað til
byggða. Áfallalaust gekk niður Köldukvíslarjökul, út
á Sprengisandsleið og til Reykjavíkur. Ferðin var því
hin ánægjulegasta. Gert er ráð fyrir að haustferðir
verði að föstum lið í starfi félagsins á næstu árum.
Þátttakendur Ástvaldur Guðmundsson, Bergur H.
Bergsson, Finnur Pálsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Hann-
es Haraldsson, Kirsty Langley, Kristinn Pálsson, Magnús
Tumi Guðmundsson, Oliver Hilmarsson, Þorsteinn Jónsson.
JÖKULL No. 49 103