Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 96
Jöklarannsóknafélag Íslands
SKÁLAMÁL
Dittað var að húsum á Grímsfjalli og í Jökulheim-
um en ekki var ráðist í neinar stórframkvæmdir. Á
Grímsfjalli var gert við þakleka með því að skipta um
lista á hluta þaksins. Borið var á nýrri húsin í sumar
og pallana. Í Jökulheimum var eldavél tekin til við-
gerðar og gert við glugga. Áætlaðar eru endurbætur
á gamla skálanum á Grímsfjalli en hann gegnir nú æ
stærra hlutverki vegna þeirra mælitækja sem þar eru
og áformað er að koma þar fyrir. Til skoðunar eru
gagngerar endurbætur á Nýja skálanum í Jökulheim-
um og er teikning tilbúin. Ljóst er að um verulegar
framkvæmdir verður að ræða. Óljóst er ennþá hvenær
af þessum framkvæmdum verður en áhugi er fyrir því
að tengja þær afmælisárinu 2000. Í Reykjavík hef-
ur félagið haft afnot af sal í risinu í Mörkinni 6 auk
geymslu í kjallara.
BÍLAMÁL
Dodge bifreið félagsins hefur farið margar ferðir á ár-
inu vegna margvíslegra rannsóknarverkefna. Nokkr-
ar ferðir voru á vegum félagsins og ber þar vorferð-
ina hæst. Einnig var bíllinn leigður til jöklarannsókna
og skyldra verkefna á vegum ýmissa rannsóknastofn-
anna. Af fjórtán ferðum voru fjórar á vegum félags-
ins sjálfs, tvær á vegum Hollendinga til rannsókna á
Breiðamerkurjökli, fimm á vegum Raunvísindastofn-
unar, tvær á vegum Landsvirkjunar og ein á vegum
Veðurstofunnar. Stóð bíllinn sig mjög vel þrátt fyrir að
vera oftast þunglestaður. Bílanefndin með formanninn
í broddi fylkingar hefur átt veg og vanda af viðhaldi
og rekstri bílsins. Nokkrar tekjur fengust af bílnum
vegna ferða og dugðu þær rúmlega fyrir rekstrar- og
viðhaldskostnaði. Er greinilegt á eftirspurninni eftir
bílnum að full ástæða var fyrir félagið að koma sér
upp þessu tæki. Ekki hefur tekist að leysa á viðunandi
hátt að finna geymslupláss fyrir bílinn hér í Reykja-
vík. Um tíma hefur fengist að geyma bílinn í húsnæði
Landsvirkjunar í rafstöðinni við Elliðaár. Ljóst er þó
að þar er aðeins um bráðabirgðaráðstöfun að ræða. Fé-
lagið á enn tvo snjóbíla, Bombann og Jaka. Reynt var
að selja bílana á árinu en áhugi virðist takmarkaður.
ALÞJÓÐLEGUR FUNDUR UM
VATNAJÖKUL
Haldinn í Freysnesi í Öræfasveit í júní - fyrsti fundur-
inn þessarar gerðar - síðasti hluti Evrópska EISMINT
verkefnisins sem fjallaði einkum um líkangerð af jökl-
um. Helgi Björnsson veitt því forystu fyrir Íslands
hönd. M.a. voru kynnt þau gögn sem til eru um Vatna-
jökul en drjúgum hluta þeirra hefur verið aflað með
starfsemi og ferðum félagsins.
ÖRYGGISMÁL Á GRÍMSFJALLI
Eins og fram kom hér að framan varð alvarlegt slys
á Grímsfjalli þann 13. maí þegar bíllinn ók fram af
fjallinu. Í kjölfar slyssins urðu umræður í stjórninni
um að leita þyrfti leiða til að minnka hættu á slysum
á þessum stað sem er aðalbækistöð félagsins á Vatna-
jökli. Áætlað var að starfshópur skilaði áliti fyrir síð-
ustu áramót en annir vegna Grímsvatnagoss og ný við-
horf í kjölfar þess hafa seinkað niðurstöðu. Eldgos eru
nefnilega önnur hætta á Grímsfjalli enda standa skál-
arnir á barmi virkustu öskju á Íslandi þar sem gos eru
tíðari en annarstaðar á landinu.
AÐILD AÐ SAMÚT
Í kjölfar mikillar umræðu um málefni hálendisins síð-
astliðið vor var nú í haust stofnuð samtök áhuga-
mannafélaga um ferðalög og útivist. Nefnast þau
Samtök Útivistarfélaga. Stjórn JÖRFI ákvað að ger-
ast stofnfélagi og situr Magnús Tumi Guðmundsson í
stjórn samtakanna fyrir hönd JÖRFI og Garðar Briem
til vara. Full ástæða er fyrir félagið að fylgjast vel
með málefnum hálendisins og aðgerðum stjórnvalda
þar. Síðastliðið vor voru sett ný sveitarstjórnarlög þar
sem hreppum var fært skipulagsvald á jöklum lands-
ins. Þá gerðist það að Vatnajökli var skipt upp í marga
hreppa og ljóst er því að miðað við núgildandi lög þarf
félagið að eiga við allmarga hreppa vegna skipulags
á Vatnajökli þar sem hús þess eru staðsett. Nú liggja
hreppamörk fjögurra hreppa á Grímsfjalli, gott ef ekki
á Eystri Svíahnúk. Er því eins líklegt að á Grímsfjalli
gangi menn nú til náða í Reykjahlíðarhreppi, hugi að
tækjum í Skaftárhreppi, en geri síðan þarfir sínar og
baði sig í Austur Skaftafellssýslu. Þó svo félagið hafi
JÖKULL No. 49 95