Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 84
Jöklabreytingar 1930–1960, 1960–1990 og 1997–1998
Oddur Sigurðsson
Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík
YFIRLIT — Jöklamælingamenn hafa skilað umsögnum um jökulsporða á 50 stöðum haustið 1998. Af þeim
hopuðu 39, fimm gengu fram en tveir stóðu í stað. Á þremur stöðum varð ekki komist að niðurstöðu vegna
óljósra merkja eða að sporðurinn var hulinn. Sporður Gljúfurárjökuls í Skíðadal og Grímslandsjökuls á Flat-
eyjardalsheiði voru komnir á kaf í snjó en virtust vera að hopa. Sporður Virkisjökuls er sem fyrr undir aurlagi.
Af þeim jöklum, sem ekki eru framhlaupsjöklar hopuðu átján, tveir skriðu fram en tveir stóðu í stað. Sunnan-
lands var sumarið 1998 hlýrra en í meðalári undanfarna áratugi en vetrarúrkoma heldur rýrari. Norðanlands
var þessu öfugt farið. Enn skreið Drangajökull fram í Kaldalón (sjá 1. og 2. mynd) og lítið eitt í Leirufirði.
AFKOMUMÆLINGAR
Hér fylgja í töflu 1 tölur um afkomu nokkurra jökla
samkvæmt mælingum Orkustofnunar og Raunvís-
indastofnunar Háskóla Íslands (Helgi Björnsson og
fl., 1993, 1995a, 1995b, 1997 og Raunvísindastofnun
Háskólans, Helgi Björnsson og Finnur Pálsson munn-
legar upplýsingar, Oddur Sigurðsson, 1989, 1991 og
1993 og Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens Sigurðsson
1998). Til samanburðar eru einnig í töflunni samsvar-
andi tölur fyrri ára.
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Snæfellsjökull
Hallsteini Haraldssyni virðist Hyrningsjökull hafa
lækkað allverulega frá í fyrra. „Þúfurnar á Snæfells-
jökli eru nú óvenju berar, enda ákoma á jökulinn venju
fremur lítil undanfarin tvö ár.“
Hallsteinn fann nú á Jökulhálsi jöklamerki nr. 104
sem sást síðast í bláendann á haustið 1979. Er nú unnt
að tengja mælingu haustsins við mælinguna frá 1957
og telst þá að jökuljaðarinn hafi færst fram um 218 m.
Ekki hefur jökullinn skriðið fram sem þessu nem-
ur, heldur er það sem eftir er af snjófyrningum undan-
farinna fjögurra áratuga orðið að samfelldum ís sem
kann þó að bráðna örar en gamall jökulís. Hér er gott
dæmi um umskiptin sem hafa orðið í veðurfari undan-
farin ár. Þarna hefur verið mikill skafl í nokkra áratugi
og má kalla það sísnævi í einhverjum skilningi.
Þannig er víða ástatt við jökla landsins þar sem
jaðarinn er skammt undir hjarnmörkum. Í köldum eða
úrkomusömum árum hylur snjór jökuljaðarinn þannig
að hann verður ekki greindur nema með sérstakri at-
hugun.
Þannig hafa útlínur jökla verið ónákvæmlega sett-
ar á flestum landakortum sem til eru af Íslandi og get-
ur það skakkað verulega ef um smáa jökla er að ræða.
Ekki þarf að skoða kort af jöklum lengi til að sannfær-
ast um þetta. Því er ekki varlegt að treysta þeim flatar-
málstölum sem dregnar eru gagnrýnislaust af kortum
af jöklum.
Drangajökull
Kaldalónsjökull
Merki hafa glatast í framgangi jökulsins og er því
breytingin ekki nákvæmlega mæld heldur áætluð um
150 m. Indriði á Skjaldfönn hefur eftirfarandi að
segja: „Haustið var gott og nær snjólaust til áramóta.
Veturinn til vors meinlaus og snjóléttur. Vorið frekar
kalt, en áfallalaust. Spretta sein vegna þurrka og hey-
fengur slakur. Berin, einkum aðalbláber, mikil og góð.
Dilkar í vænna lagi. Skjaldfönn tók alveg upp 5. sept-
ember og hjarnfannir aðrar flestar uppurnar um vetur-
nætur.
Þann 4. september hringdi í mig Páll bóndi í Bæj-
um á Snæfjallaströnd, hafði ásamt Önnu konu sinni
ekið sem leið lá fyrir Kaldalón á leið heim úr ferða-
lagi. Tóku þau þá eftir jakahrönnum uppi á eyrum og
bökkum við Mórillubrú. Einnig var láglendið inn und-
ir skriðjökulsporðinn sem glitrandi ísbreiða að sjá í
sólskininu.
JÖKULL No. 49 83