Jökull


Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 94

Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 94
Jöklarannsóknafélag Íslands ar skilað sér á Öræfajökli en þar var árlagið 11.9 m á þykkt. 7. Á Grímsfjalli settu leiðangursmenn upp nýja guf- urafstöð til viðbótar þeirri sem fyrir var. Með því var aflað viðbótarafls fyrir nýjan skjálftamæli Veðurstof- unnar. Unnið var að öðrum undirbúningi fyrir upp- setningu mælisins en áætlað er að hann verði kominn í gagnið eftir vorferð á sumri komanda. 8. Leiðangurinn mældi jarðleiðni á sniðum milli Köldukvíslarjökuls og Skálarfellsjökuls, en með þeim mælingum verður hægt að ljúka gerð korts af jarð- leiðni á Íslandi. Að því verki hefur verið unnið við Háskóla Íslands undanfarin ár. 9. Veðurstöðvar Raunvísindastofnunar og Landsvirkj- unar á Köldukvíslarjökli, Dyngjujökli og Brúarjökli fengu heimsókn og nauðsynlegt viðhald. Vorferð þessi gekk vel og fumlaust fyrir sig. Sá kjarni jöklamanna sem nú stundar vorferðir er orð- inn mjög reyndur og inniheldur sérfræðinga og hina færustu handverksmenn sem sjaldan verður ráðafátt þegar gera þarf við biluð tæki og halda mælingum gangandi. Þessi reynsla jöklamanna er einn dýrasti fjársjóður Jöklarannsóknafélagsins. Í þessari vorferð og þeirri síðustu hefur verið safnað miklum gögn- um um umbrotin haustið 1996 og afleiðingar þeirra. Sérstök fjárveiting frá Alþingi til Raunvísindastofn- unar Háskólans vegna rannsóknanna hefur greitt út- lagðan kostnað að miklu leyti. Landsvirkjun lagði til snjóbíl og ökumann og Vegagerðin styrkti félagið til eldsneytiskaupa. Sporðamælingar Mæld var lega jökulsporða á um 50 stöðum síðastliðið haust. Af þeim hopuðu 38, 6 gengu fram en 2 stóðu í stað. Á undanförunum árum hefur jöklum sem fylgst er með heldur fjölgað og í ár var hafist handa við að mæla sporð Rjúpnabrekkujökuls. Af þeim jöklum sem ganga fram má rekja framskrið þriggja til framhlaupa. Þróun síðustu ára heldur því áfram og ef loftslag held- ur áfram að hlýna og gróðurhúsaáhrif koma fram eins og spáð er munu jöklar hverfa á næstu öldum. Þess meiri ástæða er til að rannsaka þá nú - það verður ekki gert síðar. Jarðskjálftamælingar á Vatnajökli Stórt verkefni var unnið á Vatnajökli síðastliðið sumar til að kanna innviði eldstöðva í vestanverðum Vatna- jökli, einkum til að kortleggja kvikuhólf sem þar er að finna. Að verkefninu standa Raunvísindastofnun Há- skólans, Háskólinn í Cambridge og Columbia Háskóli í New York. Settir voru upp um 40 jarðskjálftamæl- ar við Grímsvötn, Bárðarbungu, Gjálp og Skaftárkatla og fylgst með jarðskjálftavirkninni. Verkið byrjaði ekki vel þegar Bryndís Brandsdóttir, aðalskipuleggj- andi og umsjónarmaður verkefnisins og Bill Menke prófessor við Columbia Háskólann óku í bíl fram af Grímsfjalli þann 13. maí í slæmu veðri. Óttast var um afdrif þeirra Bryndísar og Bill allan daginn en björgunarsveitir komust með harðfylgi á slysstaðinn um kvöldið. Fundust þau bæði furðu lítið slösuð mið- að við aðstæður og höfðu hafst við í tjaldi sem var í bílflakinu. Frækileg björgun þeirra er gott dæmi um snerpu og dug björgunarsveitanna íslensku. Þrátt fyrir slysið tókst að koma verkefninu af stað og Bryndís lét reyndar ekki deigan síga og var mætt aftur á Gríms- fjall í júlímánuði og stjórnaði seinni hluta verkefnis- ins. Jöklarannsóknafélagið styrkti rannsóknirnar með eftirgjöf skálagjalda á Grímsfjalli. Afkomumælingar Unnar voru afkomumælingar víðsvegar um Vatnajök- ul og á Langjökli á vegum Landsvirkjunar og Raun- vísindastofnunar Háskólans. Hluti mælinganna á vest- anverðum Vatnajökli var unnin í vorferð félagsins. Orkustofnun fylgdist sem fyrr með afkomu á Hofs- jökli og Þrándarjökli. Veturinn var snjóléttur og tekjur jöklanna því litlar. Leysing var nokkur svo jöklar rýrn- uðu þetta árið eins og síðustu árin. Veðurathuganir á Vatnajökli Landsvirkjun og Raunvísindastofnun ráku nokkrar veðurstöðvar á Vatnajökli samhliða afkomumæling- um. Háskólinn í Utrecht í Hollandi gerði samskon- ar mælingar á Breiðamerkurjökli. Tilgangur þessara mælinga er að rannsaka leysingu og hvernig hún er háð veðurþáttum. Rannsóknir í Öræfum og á Skeiðarársandi Háskólinn í Leeds í Bretlandi vann nú eins og nokk- ur undanfarin ár að rannsóknum á rennsli vatns við JÖKULL No. 49 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.