Jökull


Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 103

Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 103
Magnús Tumi Guðmundsson um voru bilaðir, auk snjóbílsins. Vélsleðar ferjuðu því fólk til vinnu á borstað og í gígnum en jeppi RH vann við útsetningu jarðskjálftamæla. Við höfðum áformað að leggja af stað til byggða á föstudeginum 17. júní en þar sem flestum verkum var ólokið og farartæki biluð var ákveðið að lengja ferðina fram á mánudag. Sem betur fer skipti veðrið um ham og á laugardag og sunnudag tókst að ljúka ýmsum verkum og kom- ast langt með önnur. Stærstur hluti hópsins fór því niður á mánudagskvöld og kom til byggða á þriðju- dag. Átta manna hópur varð þó eftir til að freista þess að ljúka uppsetningu gufurafstöðva í nýja skálanum og frágangi vatnshæðarmælis niðri í Grímsvötnum. Kom sá hópur til byggða á fimmtudeginum 24. júní og lauk þá einhverri lengstu vorferð í manna minnum. Höfðu ýmsir í þeim hópi sem síðastur yfirgaf Gríms- fjall fengið sig fullsadda af nestinu sem síðustu dag- ana samanstóð einkum af fiskibollum. Rannsóknir Þrátt fyrir bilanir og illviðri tókst að vinna flest verk- efni ferðarinnar. Þau voru: Í fyrri vikunni var smíðuð ný forstofa á gamla skálann og honum breytt svo hann megi nýtast sem best fyrir margskonar mælitæki. Vatnshæð Grímsvatna var mæld, bæði við gíg- inn og á nýja borstaðnum. Þann 20. júní var hún 1361 m y.s. Vetrarákoma var mæld í Grímsvötnum á borstað (64 24.9’N, 17 20.2’V). Reyndist vetrarlagið 6.0 m á þykkt en þar af var öskulagið úr gosinu í desember 1.0 m. Vatnsgildi snævarins var 2590 mm. Vetrarákoman á Bárðarbungu var mæld 10. júní. Þykkt vetrarlagsins var 4.2 m og vatnsgildi 2180 m. Tekin var 7.5 m gryfja í Grímsvötnum og grafið upp 6 m langt mastur með skráningarbúnaði vegna vatnshæðarmælinga. Breytingar á jökulyfirborði í Grímsvötnum og Gjálp voru mældar með DGPS og kannaðar breyting- ar vegna aukins jarðhita í Grímsfjalli eftir gosið. Útbreiðsla öskulagsins úr Grímsvatnagosinu í des- ember var könnuð með borun á þriðja tugs kjarna- holna víðsvegar á vestanverðum jöklinum. Unnið var við þyngdarmælingar á jöklinum við Kverkfjöll, Esjufjöll, Þórðarhyrnu og á Síðu- og Tungnaárjöklum. Settir voru upp 22 sjálfvirkir jarðskjálftamælar til að kanna skjálftavirkni við Grímsvötn. Til ísskriðsmælinga voru settar upp stikur á jökul- inn umhverfis Gjálp, í Grímsvötnum umhverfis gíginn og við útfallið frá Grímsvötnum. Borað var með hitavatnsbor gegnum íshelluna á nýjum borstað (64 25.2’N, 17 19.0’V). Þar var sett- ur niður þrýstiskynjari og skráningarbúnaður vegna vatnshæðar. Vonast menn til að þessi nýi staður henti betur en sá gamli. Íshellan reyndist 290-295 m þykk og dýpi niður á botn var 310 m. Hópur jarðfræðinga vann að margháttuðum at- hugunum á gosstöðvunum í Grímsvötnum. Gosstöðv- arnar voru mældar upp, útbreiðsla jarðhita könnuð, gjóskusnið tekin og sýnum safnað. GPS-landmælingar voru gerðar á punktum á Salt- aranum, Hamrinum og í Jökulheimum. Tilgangur þeirra var að kanna uppsöfnun kviku í Grímsvötn- um eftir gosið. Benda fyrstu niðurstöður til að hún sé skammt á veg komin. Íssjármælingar með punktíssjá fóru fram norðar- lega í Grímsvötnum og umhverfis gosstöðvarnar til að kanna hugsanlegar breytingar á botni samfara eld- virkninni. Unnið var að uppsetningu nýs stafræns jarð- skjálftamælis í gamla skálanum. Samfara því var nú komið upp nýjum hitarafstöðvum til rafmagnsfram- leiðslu fyrir nýja mælinn. Sjálfvirk veðurstöð var einnig sett upp við skálann. Lokaorð Í þetta sinn var flóra leiðangursmanna með fjölbreytt- asta móti. Auk sjálfboðaliða JÖRFÍ voru þátttakendur frá níu stofnunum og fyrirtækjum: Raunvísindastofn- un Háskólans, Landsvirkjun, Orkustofnun, Náttúru- fræðistofnun, Náttúrustofu Suðurlands, Norrænu Eld- fjallastöðinni, British Antarctic Survey, Cambridge Háskóla og Háskólanum í Bergen. Þessi margliti hóp- ur hristist vel saman og allir lögðust á eitt við að gera ferðina ánægjulega. Okkur hinum þótti sérlega vænt um að í ferðinni voru tveir af heiðursfélögum JÖRFÍ, þau Inga Árnadóttir og Stefán Bjarnason. Ekki þótti ráð annað en hafa Stefán með í stækkun gamla skála enda hafði hann verið yfirsmiður þegar skálinn var reistur fyrir aðeins fjörutíu og tveimur árum. 102 JÖKULL No. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.