Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 103
Magnús Tumi Guðmundsson
um voru bilaðir, auk snjóbílsins. Vélsleðar ferjuðu því
fólk til vinnu á borstað og í gígnum en jeppi RH vann
við útsetningu jarðskjálftamæla. Við höfðum áformað
að leggja af stað til byggða á föstudeginum 17. júní
en þar sem flestum verkum var ólokið og farartæki
biluð var ákveðið að lengja ferðina fram á mánudag.
Sem betur fer skipti veðrið um ham og á laugardag
og sunnudag tókst að ljúka ýmsum verkum og kom-
ast langt með önnur. Stærstur hluti hópsins fór því
niður á mánudagskvöld og kom til byggða á þriðju-
dag. Átta manna hópur varð þó eftir til að freista þess
að ljúka uppsetningu gufurafstöðva í nýja skálanum
og frágangi vatnshæðarmælis niðri í Grímsvötnum.
Kom sá hópur til byggða á fimmtudeginum 24. júní
og lauk þá einhverri lengstu vorferð í manna minnum.
Höfðu ýmsir í þeim hópi sem síðastur yfirgaf Gríms-
fjall fengið sig fullsadda af nestinu sem síðustu dag-
ana samanstóð einkum af fiskibollum.
Rannsóknir
Þrátt fyrir bilanir og illviðri tókst að vinna flest verk-
efni ferðarinnar. Þau voru:
Í fyrri vikunni var smíðuð ný forstofa á gamla
skálann og honum breytt svo hann megi nýtast sem
best fyrir margskonar mælitæki.
Vatnshæð Grímsvatna var mæld, bæði við gíg-
inn og á nýja borstaðnum. Þann 20. júní var hún
1361 m y.s.
Vetrarákoma var mæld í Grímsvötnum á borstað
(64
24.9’N, 17
20.2’V). Reyndist vetrarlagið 6.0 m á
þykkt en þar af var öskulagið úr gosinu í desember 1.0
m. Vatnsgildi snævarins var 2590 mm. Vetrarákoman
á Bárðarbungu var mæld 10. júní. Þykkt vetrarlagsins
var 4.2 m og vatnsgildi 2180 m.
Tekin var 7.5 m gryfja í Grímsvötnum og grafið
upp 6 m langt mastur með skráningarbúnaði vegna
vatnshæðarmælinga.
Breytingar á jökulyfirborði í Grímsvötnum og
Gjálp voru mældar með DGPS og kannaðar breyting-
ar vegna aukins jarðhita í Grímsfjalli eftir gosið.
Útbreiðsla öskulagsins úr Grímsvatnagosinu í des-
ember var könnuð með borun á þriðja tugs kjarna-
holna víðsvegar á vestanverðum jöklinum.
Unnið var við þyngdarmælingar á jöklinum við
Kverkfjöll, Esjufjöll, Þórðarhyrnu og á Síðu- og
Tungnaárjöklum.
Settir voru upp 22 sjálfvirkir jarðskjálftamælar til
að kanna skjálftavirkni við Grímsvötn.
Til ísskriðsmælinga voru settar upp stikur á jökul-
inn umhverfis Gjálp, í Grímsvötnum umhverfis gíginn
og við útfallið frá Grímsvötnum.
Borað var með hitavatnsbor gegnum íshelluna á
nýjum borstað (64
25.2’N, 17
19.0’V). Þar var sett-
ur niður þrýstiskynjari og skráningarbúnaður vegna
vatnshæðar. Vonast menn til að þessi nýi staður henti
betur en sá gamli. Íshellan reyndist 290-295 m þykk
og dýpi niður á botn var 310 m.
Hópur jarðfræðinga vann að margháttuðum at-
hugunum á gosstöðvunum í Grímsvötnum. Gosstöðv-
arnar voru mældar upp, útbreiðsla jarðhita könnuð,
gjóskusnið tekin og sýnum safnað.
GPS-landmælingar voru gerðar á punktum á Salt-
aranum, Hamrinum og í Jökulheimum. Tilgangur
þeirra var að kanna uppsöfnun kviku í Grímsvötn-
um eftir gosið. Benda fyrstu niðurstöður til að hún sé
skammt á veg komin.
Íssjármælingar með punktíssjá fóru fram norðar-
lega í Grímsvötnum og umhverfis gosstöðvarnar til
að kanna hugsanlegar breytingar á botni samfara eld-
virkninni.
Unnið var að uppsetningu nýs stafræns jarð-
skjálftamælis í gamla skálanum. Samfara því var nú
komið upp nýjum hitarafstöðvum til rafmagnsfram-
leiðslu fyrir nýja mælinn. Sjálfvirk veðurstöð var
einnig sett upp við skálann.
Lokaorð
Í þetta sinn var flóra leiðangursmanna með fjölbreytt-
asta móti. Auk sjálfboðaliða JÖRFÍ voru þátttakendur
frá níu stofnunum og fyrirtækjum: Raunvísindastofn-
un Háskólans, Landsvirkjun, Orkustofnun, Náttúru-
fræðistofnun, Náttúrustofu Suðurlands, Norrænu Eld-
fjallastöðinni, British Antarctic Survey, Cambridge
Háskóla og Háskólanum í Bergen. Þessi margliti hóp-
ur hristist vel saman og allir lögðust á eitt við að gera
ferðina ánægjulega. Okkur hinum þótti sérlega vænt
um að í ferðinni voru tveir af heiðursfélögum JÖRFÍ,
þau Inga Árnadóttir og Stefán Bjarnason. Ekki þótti
ráð annað en hafa Stefán með í stækkun gamla skála
enda hafði hann verið yfirsmiður þegar skálinn var
reistur fyrir aðeins fjörutíu og tveimur árum.
102 JÖKULL No. 49