Jökull


Jökull - 01.06.2000, Side 97

Jökull - 01.06.2000, Side 97
Magnús T. Guðmundsson engin samskipti nema góð átt við þessa hreppa sér hver maður að svona endileysa gengur ekki. FRAMTÍÐ OG STEFNA Á næsta ári á félagið afmæli og verður 50 ára. Ýms- ar hugmyndir eru uppi um hvað gera megi til hátíð- arbrigða. Ræddir hafa verið möguleikar á sérstakri út- gáfu í tilefni afmælisins og fleiri hugmyndir hafa kom- ið fram. Ákvarðanir verða teknar seinna á þessu ári. Á þeim tæpu 50 árum sem Jöklarannsóknafélag- ið hefur starfað hefur umhverfi rannsókna á jöklum breyst mikið. Þegar félagið var stofnað var aðstaða lítil og rannsóknastofnanir litlar og févana. Á síðustu árum hafa stofnanir styrkst og rannsóknir stóraukist. Félag- inu hefur þó tekist að halda sérstöðu sinni og halda áfram að gera gagn á sviði rannsókna á jöklum. Styrkur félagsins felst í tvennu. Í fyrsta lagi er út- gáfa tímaritsins Jökuls en gildi þess fyrir íslensk jarð- vísindi og sér í lagi jöklarannsóknir verður ekki dregið í efa. Í öðru lagi, og ekki síður mikilvægt, er að fé- lagið hefur á að skipa harðsnúinni sveit sjálfboðaliða sem eru reiðubúnir að leggja fram krafta sína í erfiðum rannsóknarferðum og með starfi sínu skapa verðmæti sem ákaflega dýrt væri að borga að fullu með pening- um. Má reyndar fullyrða að starf við jöklarannsóknir myndi dragast verulega saman ef félagsins og sjálf- boðaliða þess nyti ekki við. Í vorferðum félagsins í Grímsvötn hefur safnast mikill sjóður þekkingar sem nýst hefur til skilnings á eðli jökulhlaupa, eldgosa, jarðhita og jökla. Þar er um að ræða einhverjar lengstu mæliraðir sinnar tegundar. Á Grímsfjalli er vísir að rannsóknastöð búinn að standa í allmörg ár. Þar er jarðskjálftamælir sem gegnt hefur lykilhlutverki í að fylgjast með umbrotum síð- ustu ára. Án aðstöðu félagsins væri slík vöktun ekki möguleg. Nú þegar líkur benda til að umbrot fari vax- andi í Vatnajökli eykst mikilvægi þessarar aðstöðu. Búast má við að auknum tækjabúnaði verði komið þar fyrir og hefur það þegar gerst. Síðastliðið haust var merkum áfanga náð í rannsóknum og eftirliti með Grímsvötnum þegar komið var fyrir vatnshæðarmæli í borholu inni á miðjum Grímsvötnum. Sá mælir skráði vatnshæðina og var hún send með fjarskiptabúnaði til Reykjavíkur. Mælirinn eyðilagðist í eldgosinu í des- ember en áformað er að endurnýja hann. Félagið get- ur gert mikið gagn með aðstoð við viðhald og rekstur þessa búnaðar auk þess að leggja til aðstöðu á Gríms- fjalli. Veðurstofan mun koma fyrir jarðskjálftamæli af SIL gerð á Grímsfjalli næsta sumar og verða þar þá tveir mælar. Félagið mun styðja við þessa starfsemi eftir mætti í samræmi við markmið þess. Sporðamælingar eru í góðu lagi og fara frekar vax- andi. Þar er mikill sjóður upplýsinga sem ekki hef- ur verið nýttur enn í rannsóknum nema að litlu leyti. Fjölmörg önnur verkefni eru framundan og er ólíklegt að verkefnaskortur geri vart við sig á næstu árum. LOKAORÐ Kynslóðaskipti orðið í félaginu en fjórir máttarstólpar þess hafa nú horfið úr stjórninni á fáum árum. Þetta eru þeir Stefán Bjarnason, Einar Gunnlaugsson, Helgi Björnsson fyrrverandi formaður og Jón E. Ísdal fyrr- verandi gjaldkeri. Við sem nú höfum tekið við get- um vottað að þessir menn skiluðu góðu búi. Fjárhag- ur félagsins er traustur og það nýtur virðingar vegna verka sinna. Vil ég fyrir hönd stjórnarinnar sem nú situr færa þeim þakkir fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins. Við munum gera okkar besta til að standa okkur í starfinu. Magnús Tumi Guðmundsson 96 JÖKULL No. 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.