Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 93
Magnús T. Guðmundsson
lagar 8 fjölskyldufélagar 48 stofnanir og 52 bréfafé-
lagar. Jökull var að auki sendur 8 fjölmiðlum og er-
lendir áskrifendur eru 62.
FJÁRMÁL
Fjárhagur félagsins verður að teljast í þokkalegu
ástandi eins og reikningarnir sem gjaldkeri kynnir hér
á eftir bera með sér. Tekjur af skálum hafa gert bet-
ur en að standa undir rekstri þeirra síðustu árin. Þar
er þó ekki öll sagan sögð því öðru hvoru þarf að ráð-
ast í stærri endurbætur á húsunum og þær eru jafnan
kostnaðarsamar. Félagsgjöld ásamt tekjum af áskrift
að Jökli erlendis frá eru stærsti einstaki tekjuliður fé-
lagsins. Styrkur frá ríkisvaldinu til útgáfu Jökuls hefur
fengist flest síðustu árin og á þessu ári hefur fengist
200.000 kr. styrkur frá Menntamálaráðuneyti og von-
ast er eftir að Umhverfisráðuneyti leggi fram sömu
upphæð. Ekki hlaust beinn kostnaður af bíl félags-
ins þrátt fyrir að hann væri notaður mikið á árinu. Má
þakka það því að leigutekjur af bílnum náðu að greiða
beinan rekstrarkostnað.
RANNSÓKNIR
Rannsóknir á vegum félagsins beindust sem fyrr
einkum að Vatnajökli og eins og árið áður var einkum
unnið að rannsóknum á afleiðingum Gjálpargossins
1996 og Skeiðarárhlaupinu sem kom í kjölfar þess. Þá
tók félagið þátt í viðamiklum jarðskjálftamælingum á
vestanverðum Vatnajökli auk þess sem venjubundnar
mælingar á jökulsporðum voru unnar.
Lagt var af stað í vorferð félagsins 5. júní og eins
og undanfarin nokkur ár lá leiðin austur um sveitir
og á jökul um Jöklasel við Skálarfellsjökul. Vorferð-
in stóð í 13 daga og var tvískipt. Í fyrri hópnum voru
24 en 23 í þeim síðari. Nokkrir voru allan tímann og
heildarfjöldi þátttakenda 37. Fararstjóri var Magnús
Tumi Guðmundsson en Sjöfn Sigsteinsdóttir og Þóra
Karlsdóttir sáu um innkaup og birgðahald á mat.
Rannsóknaverkefni voru þessi:
1. Viðamestu verkefnin tengdust umbrotunum í
Vatnajökli haustið 1996. Þeirra stærst var borun á
þremur holum niður á botn jökulsins við Grímsvötn
með heitavatnsbor. Við það verk unnu jafnan 3-5
manns og fleiri undir lokin þegar vaktir voru, einkum
við að moka snjó í tunnu þar sem snjórinn var brædd-
ur. Vatnið var síðan hitað og því dælt ofaní holuna til
að bræða bornum leið niður gegnum ísinn. Með þess-
um hætti var boruð 320 m djúp hola milli Grímsvatna-
skarðs og Grímsvatna og önnur hola var sett gegnum
280 m þykka íshelluna á borstaðnum. Í báðum hol-
um var þrýstiskynjurum komið fyrir á botni jökulsins
og skrá þeir nú vatnshæð Grímsvatna og vatnsþrýst-
ing við botninn á þröskuldinum. Vonast er til að þessar
mælingar varpi nýju ljósi á eðli hlaupa úr Grímsvötn-
um. Þá voru tekin vatns- og setsýni úr Grímsvatna-
holunni. Ekki náðist að klára þriðju holuna, í Gríms-
vatnaskarði, þar sem þröskuldurinn er hæstur og ísinn
þykkastur. Stóð holan í 340 m þegar hætt var.
2. Í Gjálp var unnið við íssjármælingar, þyngdarmæl-
ingar og breytingar frá í fyrra mældar. Þrátt fyrir að
gosgjáin hafi gengið dálítið saman var flest með sama
svip og árið áður. Tindur Gjálpar var þó horfinn í ís og
mun ef að líkum lætur verða bið á að hann sjáist aftur.
Sá munur var þó frá því í fyrra að sprungur voru fullar
af snjó og svæðið víða fært á vélsleðum.
3. Í ferðinni var komið fyrir 18 jarðskjálftamælum á
og við Bárðarbungu, til viðbótar þeim 24 mælum sem
settir voru upp í lok maí umhverfis Grímsvötn. Hlust-
uðu mælar þessir á jarðskjálfta í sumar og mun úr-
vinnsla gagnanna leiða í ljós tilvist og lega kvikuhólfa
á svæðinu.
4. Verkefni skylt skjálftarannsóknunum var mæling
þyngdarsviðs á um 170 stöðum víðsvegar um vestan-
verðan jökulinn en úrvinnsla þeirra gagna mun varpa
ljósi á tengsl eldstöðva og gefa mynd af rótum þeirra.
Í sama tilgangi fór nokkur hópur á Öræfajökul og
mældi þyngdarsvið og ísþykkt.
5. Vatnshæð Grímsvatna var mælt en það fellst nú orð-
ið í því að mæla yfirborð íshellunnar á borstaðnum
á miðri hellunni. Vatn sást í 40-45 m djúpum katli
undir Vestari Svíahnjúk en að því varð ekki kom-
ist vegna sprungna. Vatnshæðin þann 7. júní mældist
1353 m y.s.
6. Vetrarafkoma var mæld í Grímsvötnum, á Bárð-
arbungu og á sléttunni milli Hvannadalshnúks og
Hnapps á Öræfajökli. Í Grímsvötnum reyndist hún að-
eins 1600 mm og á Bárðarbungu var snjólag síðasta
vetrar 3.8 m og vatnsgildi 1900 mm. Er hvortveggja
langt undir meðallagi. Vetrarúrkoman hefur hins veg-
92 JÖKULL No. 49