Jökull


Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 93

Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 93
Magnús T. Guðmundsson lagar 8 fjölskyldufélagar 48 stofnanir og 52 bréfafé- lagar. Jökull var að auki sendur 8 fjölmiðlum og er- lendir áskrifendur eru 62. FJÁRMÁL Fjárhagur félagsins verður að teljast í þokkalegu ástandi eins og reikningarnir sem gjaldkeri kynnir hér á eftir bera með sér. Tekjur af skálum hafa gert bet- ur en að standa undir rekstri þeirra síðustu árin. Þar er þó ekki öll sagan sögð því öðru hvoru þarf að ráð- ast í stærri endurbætur á húsunum og þær eru jafnan kostnaðarsamar. Félagsgjöld ásamt tekjum af áskrift að Jökli erlendis frá eru stærsti einstaki tekjuliður fé- lagsins. Styrkur frá ríkisvaldinu til útgáfu Jökuls hefur fengist flest síðustu árin og á þessu ári hefur fengist 200.000 kr. styrkur frá Menntamálaráðuneyti og von- ast er eftir að Umhverfisráðuneyti leggi fram sömu upphæð. Ekki hlaust beinn kostnaður af bíl félags- ins þrátt fyrir að hann væri notaður mikið á árinu. Má þakka það því að leigutekjur af bílnum náðu að greiða beinan rekstrarkostnað. RANNSÓKNIR Rannsóknir á vegum félagsins beindust sem fyrr einkum að Vatnajökli og eins og árið áður var einkum unnið að rannsóknum á afleiðingum Gjálpargossins 1996 og Skeiðarárhlaupinu sem kom í kjölfar þess. Þá tók félagið þátt í viðamiklum jarðskjálftamælingum á vestanverðum Vatnajökli auk þess sem venjubundnar mælingar á jökulsporðum voru unnar. Lagt var af stað í vorferð félagsins 5. júní og eins og undanfarin nokkur ár lá leiðin austur um sveitir og á jökul um Jöklasel við Skálarfellsjökul. Vorferð- in stóð í 13 daga og var tvískipt. Í fyrri hópnum voru 24 en 23 í þeim síðari. Nokkrir voru allan tímann og heildarfjöldi þátttakenda 37. Fararstjóri var Magnús Tumi Guðmundsson en Sjöfn Sigsteinsdóttir og Þóra Karlsdóttir sáu um innkaup og birgðahald á mat. Rannsóknaverkefni voru þessi: 1. Viðamestu verkefnin tengdust umbrotunum í Vatnajökli haustið 1996. Þeirra stærst var borun á þremur holum niður á botn jökulsins við Grímsvötn með heitavatnsbor. Við það verk unnu jafnan 3-5 manns og fleiri undir lokin þegar vaktir voru, einkum við að moka snjó í tunnu þar sem snjórinn var brædd- ur. Vatnið var síðan hitað og því dælt ofaní holuna til að bræða bornum leið niður gegnum ísinn. Með þess- um hætti var boruð 320 m djúp hola milli Grímsvatna- skarðs og Grímsvatna og önnur hola var sett gegnum 280 m þykka íshelluna á borstaðnum. Í báðum hol- um var þrýstiskynjurum komið fyrir á botni jökulsins og skrá þeir nú vatnshæð Grímsvatna og vatnsþrýst- ing við botninn á þröskuldinum. Vonast er til að þessar mælingar varpi nýju ljósi á eðli hlaupa úr Grímsvötn- um. Þá voru tekin vatns- og setsýni úr Grímsvatna- holunni. Ekki náðist að klára þriðju holuna, í Gríms- vatnaskarði, þar sem þröskuldurinn er hæstur og ísinn þykkastur. Stóð holan í 340 m þegar hætt var. 2. Í Gjálp var unnið við íssjármælingar, þyngdarmæl- ingar og breytingar frá í fyrra mældar. Þrátt fyrir að gosgjáin hafi gengið dálítið saman var flest með sama svip og árið áður. Tindur Gjálpar var þó horfinn í ís og mun ef að líkum lætur verða bið á að hann sjáist aftur. Sá munur var þó frá því í fyrra að sprungur voru fullar af snjó og svæðið víða fært á vélsleðum. 3. Í ferðinni var komið fyrir 18 jarðskjálftamælum á og við Bárðarbungu, til viðbótar þeim 24 mælum sem settir voru upp í lok maí umhverfis Grímsvötn. Hlust- uðu mælar þessir á jarðskjálfta í sumar og mun úr- vinnsla gagnanna leiða í ljós tilvist og lega kvikuhólfa á svæðinu. 4. Verkefni skylt skjálftarannsóknunum var mæling þyngdarsviðs á um 170 stöðum víðsvegar um vestan- verðan jökulinn en úrvinnsla þeirra gagna mun varpa ljósi á tengsl eldstöðva og gefa mynd af rótum þeirra. Í sama tilgangi fór nokkur hópur á Öræfajökul og mældi þyngdarsvið og ísþykkt. 5. Vatnshæð Grímsvatna var mælt en það fellst nú orð- ið í því að mæla yfirborð íshellunnar á borstaðnum á miðri hellunni. Vatn sást í 40-45 m djúpum katli undir Vestari Svíahnjúk en að því varð ekki kom- ist vegna sprungna. Vatnshæðin þann 7. júní mældist 1353 m y.s. 6. Vetrarafkoma var mæld í Grímsvötnum, á Bárð- arbungu og á sléttunni milli Hvannadalshnúks og Hnapps á Öræfajökli. Í Grímsvötnum reyndist hún að- eins 1600 mm og á Bárðarbungu var snjólag síðasta vetrar 3.8 m og vatnsgildi 1900 mm. Er hvortveggja langt undir meðallagi. Vetrarúrkoman hefur hins veg- 92 JÖKULL No. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.