Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2018, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 24.10.2018, Qupperneq 31
CenterHotels var fyrsta ferða-þjónustufyrirtækið hér á landi til að hljóta jafnlauna- vottun og segja eigendur þess, hjónin Svanfríður Jónsdóttir og Kristófer Oliversson, að sú vinna hafi hafist löngu áður en jafn- launavottun var svo mikið sem blik í auga þáverandi ráðherra. „Stefna okkar hefur alltaf verið að gera CenterHotels að eftirsóttum vinnustað fyrir konur jafnt sem karla. Jafnlaunavottunin kom fyrst til umræðu innanhúss hjá okkur haustið 2014. Við vorum reyndar alltaf nokkuð viss um að ekki væri til staðar kynbundinn launamunur innan fyrirtækisins. Slíkt gengur einfaldlega gegn öllum okkar gildum. Enda myndi ég aldrei tíma að borga körlum hærri laun bara fyrir það eitt að vera karlar, hæfni hlýtur alltaf að ráða,“ segir Kristófer sem jafn- framt er forstjóri fyrirtækisins. Hugmyndin um jöfn laun og jafnrétti er því alls ekki ný meðal eigenda og stjórnenda CenterHot- els. „Hugmyndin um jafnlauna- vottun snerist því einfaldlega um að skapa okkur forskot í sam- keppninni um gott starfsfólk með því að fá það vottað að hjá okkur sitja allir við sama borð varðandi ráðningar og þróun í starfi,“ bætir Svanfríður við. Flókið ferli Innleiðing jafnlaunavottunar var mjög viðamikið og flókið ferli, segir Eir Arnbjarnardóttir, mann- auðsstjóri CenterHotels, en um leið hálfgerður rússíbani. „Þegar farið er í gegnum svona ferli í fyrsta sinn vakna ótal spurningar. Það sem mér fannst erfiðast var hversu erfitt það reyndist að fá svör við mörgum spurningum. Þegar að við byrjuðum á ferlinu voru afar fáir búnir að fara í gegnum jafnlaunavottunina og jafnvel ráðgjafar voru að fara í gegnum þetta í fyrsta sinn. En þá lærðum við með því að rekast á veggi, sem hafði að vísu áhrif á lengd verkefnisins.“ Umfangsmiklar kröfur Til að hljóta jafnlaunavottun þarf að uppfylla kröfur jafnlauna- staðalsins en hann er töluvert umfangsmikill, segir Eir. „Bæði þarf að fara í gegnum launagrein- ingu og setja viðeigandi verklags- reglur. Greina þarf öll störf innan fyrirtækisins, þ.e. verðmæti starfs- anna út frá kröfum um mennt- unarstig ásamt ábyrgðar- og hæfnikröfum til starfanna. Fyrir hvert verðmætaþrep þarf síðan að ákvarða launabil.“ Um leið þarf að huga að lögum, kjarasamningum, hverjir skuli vera ábyrgðaraðilar, setja fyrir- tækinu mælanleg jafnlaunamark- mið svo eitthvað sé nefnt. „Svo þarf vottunaraðili að skoða þetta í greiningarkerfi sínu. Það kom okkur ekki á óvart að við þurftum engar breytingar að gera á launum til þess að hljóta vottunina.“ Hún segir ferlið langt frá því að vera búið þegar vottunin er komin í hús. „Áfram þarf að sinna reglulegum innri úttektum og rýni stjórnenda þarf að eiga sér stað a.m.k. einu sinni á ári. Passa þarf að ávallt sé unnið eftir verklags- reglum og að öllum stjórnendum sem og starfsmönnum sé kunn- ugt um hvernig jafnlaunakerfið virkar.“ Mikilvæg fyrir starfsandann Eir segir vottunina vera mjög mikilvæga fyrir starfsmenn og starfsandann innan fyrirtækisins. Með henni sé vottað að karl og kona, sem sinna sambærilegu starfi innan fyrirtækisins, fái sömu kjör. „Það er eitthvað sem við erum stolt af og skiptir fólk máli í dag. Ef við lítum bara til viðhorf starfsfólks CenterHotels í könnun VR – Fyrirtæki ársins 2018, þá mat starfsfólk jafnrétti innan CenterHotels vera 4,61 af 5 mögulegum, sem er ansi há ein- kunn og eitthvað sem við getum öll verið virkilega ánægð með.“ Stuðla að jafnrétti „Fyrir utan að viðhalda jöfnum launum innan fyrirtækisins vill CenterHotels stuðla að jafn- rétti,“ segir Eir. „Hjá CenterHotels starfar fólk frá ólíkum menningar- heimum alls staðar að úr heim- inum. Okkur finnst því afar mikil- vægt að styðja starfsfólk okkar í að sækja sér íslenskukennslu, bæði til að aðlagast starfinu betur, og ekki síður samfélaginu. Það stendur öllum starfsmönnum sem áhuga hafa til boða að fá styrk til íslenskunáms. Einnig höldum við regluleg námskeið í CenterHotels skólanum sem stendur öllum starfsmönnum til boða. Sú fræðsla og þjálfun sem starfsfólk fær í skólanum okkar opnar möguleika til starfsþróunar innan fyrir- tækisins, óháð kyni, þjóðerni eða öðrum þáttum.“ Allir sitja við sama borð Jafnlaunavottun snerist um að skapa forskot í samkeppninni um gott starfsfólk, segja eigendur CenterHotels. Fyrirtækið var fyrsta ferðaþjónustufyrirtækið hérlendis til að hljóta vottunina. Eigendur CenterHotels, hjónin Kristófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir, ásamt Eir Arnbjarnardóttur mannauðsstjóra en hún annaðist innleiðingu jafnlaunavottunarinnar. MynD/SIGTRyGGUR ARI Stefna okkar hefur alltaf verið að gera CenterHotels að eftir- sóttum vinnustað fyrir konur jafnt sem karla. Jafnlaunavottunin kom fyrst til umræðu innan- húss hjá okkur haustið 2014. Kristófer Oliversson KynnInGARBLAÐ 7 M I ÐV I KU DAG U R 2 4 . o k tó b e r 2 0 1 8 JAFnRéTTI 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 6 -F 6 F 0 2 1 2 6 -F 5 B 4 2 1 2 6 -F 4 7 8 2 1 2 6 -F 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.