Fréttablaðið - 24.10.2018, Page 37

Fréttablaðið - 24.10.2018, Page 37
Við hjá Lyfju hf. leggjum áherslu á að sérhver starfs-maður fyrirtækisins sé metinn á eigin forsendum, hafi jafna möguleika og njóti sömu rétt- inda í starfi og til starfsframa óháð kyni, aldri, uppruna eða lífsstíl. Með þessu móti getur starfsfólk starfað í þeirri vissu að hver og einn starfsmaður njóti sömu virðingar, sé eingöngu metinn út frá málefna- legum sjónarmiðum og hafi jöfn tækifæri innan fyrirtækisins,“ segir Svava Þorsteinsdóttir, forstöðu- maður mannauðssviðs Lyfju hf. Stórt fyrirtæki Hjá Lyfju hf. starfa hátt í fjögur hundruð manns en fyrirtækið rekur verslanir undir vörumerkjum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins, alls 44 verslanir um allt land. Ásamt því eru smærri byggðarlög þjónustuð með svokölluðum pokaútibúum. Viðskiptavinir í lyfjaskömmtun eru þjónustaðir í gegnum Lyfjalausnir auk þess sem Lyfja hf. á dótturfyrir- tækið Heilsu ehf. „Markmið okkar er að stuðla að heilsu og vellíðan með framúrskarandi þjónustu á réttum stað á réttum tíma, og eru starfsmenn fyrirtækisins lykillinn að árangri á því sviði,“ segir Svava. Konur í meirihluta Um 90 prósent starfsmanna Lyfju eru konur. „Það er aðeins í lyfsala- hópnum okkar þar sem kynja- hlutfallið er jafnt. Við erum þó markvisst alltaf að reyna að auka hlut karlmanna í fyrirtækinu en það hefur gengið hægt og grínumst við stundum með það að líklega séu strákarnir eitthvað smeykir við að koma og selja sokkabuxur og snyrtivörur.“ Lyfja hf. heldur úti jafnlauna- stefnu. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að greiða jöfn laun óháð kyni og vorum því afar ánægð að geta fengið stefnu okkar staðfesta með Jafnlaunavottun VR árið 2015. Þegar velferðarráðuneytið tók við vottuninni og hún var bundin í lög vorum við með þeim fyrstu til að fá vottun frá þeim. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð og hefur vottunin hjálpað okkur að skerpa á þessum málum og koma þeim í enn markvissari farveg en vottunin snýst einmitt um að halda áfram að ná enn betri árangri.“ Léttur og skemmtilegur andi Svava segir góðan anda ríkja í fyrirtækinu. „Við leggjum áherslu á léttan og skemmtilegan starfs- anda þar sem allir fá að njóta sín. Við erum með 46 ólíka vinnustaði dreifða um allt land og eðlilega er starfsandinn ólíkur á milli staða en flest okkar eyðum stórum hluta vikunnar í vinnunni og því er mikilvægt að starfsfólki líði vel þar og sé ánægt. Við framkvæmum reglulega vinnustaðagreiningar og þar sjáum við meðal annars að starfsánægja, hollusta, tryggð og helgun starfsmanna fyrirtækisins er heilt yfir töluvert yfir meðaltali á landsvísu.“ Er ákveðin stefna varðandi kyn- bundin mál sem upp geta komið? „Við höfum verið að vinna í þessum málum og lagt enn meiri áherslu á þau í kjölfar #metoo byltingarinnar. Jafnlaunavottunin gerir einnig skýrar kröfur varðandi þessi mál og tel ég afar mikilvægt að slík mál séu skýrt skilgreind hjá hverju fyrirtæki. Á næstu dögum munum við kynna fyrir starfsmönnum uppfærða stefnu varðandi einelti og kynferðislega og kynbundna áreitni ásamt upp- færðum leiðum til að tilkynna slík mál,“ svarar Svava og telur samstarf karla og kvenna innan fyrirtækis- ins gott. „Sjálf velti ég því aldrei fyrir mér hvort ég sé að vinna með karl- manni eða kvenmanni, enda finnst mér kyn samstarfsaðila alls ekki skipta máli heldur frammistaða hvers og eins.“ Allir njóta sömu virðingar Svava Þorsteinsdóttir og Harpa Hödd Sigurðardóttir hafa unnið saman að jafnlaunastefnu Lyfju hf. Mynd/EyÞór Hjá Lyfju hf. starfa um fjögur hundruð manns og er mikill meiri- hluti konur. Jafn- launastefna er rekin í fyrirtækinu og lögð er áhersla á að meta hvern starfsmann á eigin forsendum. Lyaskömmtun Þægilegri leið fyrir þig Með rafrænum skömmtunarlyfseðli getur þú gert þjónustusamning við Lyu. Lyfin færðu svo send reglulega í næstu verslun Lyu. Heimsending á höfuðborgarsvæðinu alla virka daga frá 14:00-17:00. lya.is KynnInGArBLAÐ 13 M I ÐV I KU dAG U r 2 4 . o k tó b e r 2 0 1 8 JAfnréttI 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 7 -1 9 8 0 2 1 2 7 -1 8 4 4 2 1 2 7 -1 7 0 8 2 1 2 7 -1 5 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.