Fréttablaðið - 24.10.2018, Side 38

Fréttablaðið - 24.10.2018, Side 38
Jakobína H. Árnadóttir sviðs-stjóri segir Capacent bjóða fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og þjónustu við undirbún- ing að jafnlaunavottun. „Við förum yfir alla þætti sem fyrirtæki þurfa að hafa í lagi til að hljóta jafnlauna- vottun. Okkar markmið er að við- skiptavinir þekki kröfurnar sem til þeirra eru gerðar í jafnlaunakerfi, hafi betri yfirsýn yfir sín launa- mál og séu sjálfbær í að viðhalda kerfinu þegar fram í sækir. Það er mjög breytilegt hversu flókið ferlið er og fer í rauninni eftir því hvað fyrirtækin eru vel undirbúin,“ segir hún. „Í sumum fyrirtækjum hefur lítið verið farið kerfisbundið yfir launatengd mál og þá er meiri vinna að laga og bæta. Hjá öðrum fyrirtækjum eru launamálin sífellt í skoðun og hjá þeim þarf minna að gera,“ segir Gunnar Haugen ráð- gjafi. „Hluti af undirbúningi fyrir jafnlaunavottun er gerð jafnlauna- stefnu, ferla og verklagsreglna. Þessi vinna þarf ekki að vera flókin en krefst nokkurrar yfirlegu, skráningar og aga,“ segir Jakobína. „Capacent leggur áherslu á að gera hlutina ekki flóknari en þeir þurfa að vera,“ bætir hún við. „Markmiðið með kröfu um jafn- launavottun er að greidd séu sömu laun óháð kyni fyrir jafnverðmæt störf. Það er nýtt fyrir marga að skoða hvaða störf eru jafnverðmæt innan fyrirtækis og hvaða starfs- menn eru sambærilegir. Mikið af undirbúningsvinnunni fer í að greina störf og svara þessum spurningum,“ segir Gunnar. Jakobína segir að hvert og eitt fyrirtæki fái persónulega þjónustu enda séu þau ólík að stærð og gerð auk þess að vera með ólíkan grunn. „Við leggjum mikla áherslu á að vinnan okkar komi að góðu gagni í öllu skipulagi er varðar launamál fyrirtækisins. Þetta er ákveðin til- tekt sem hefur áhrif á ákvörðunar- tökur í framtíðinni. Greiningin eykur skilning á verðmæti starfa og hlutirnir verða miklu einfaldari og skilvirkari,“ segir Jakobína. Undirbúa fyrirtæki fyrir jafnlaunavottun Gunnar Haugen og Jakobína H. Árnadóttir. MYND/ERNIR Jafnréttisvísir er verkfæri fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná raunverulegum árangri í jafnréttismálum. Í verk- efninu felst heildstæð nálgun að jafnréttismálum. „Við tölum stundum um 360 gráða sýn á jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi í Stefnu- mótun og stjórnun, en hún leiðir verkefnið Jafnréttisvísi hjá Capa- cent. „Um er að ræða stefnumótun og vitundarvakningu í jafnréttis- málum sem ætlað er að meta stöðu jafnréttismála út frá ítarlegri greiningarvinnu, koma á breyt- ingaverkefnum til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau.“ Í stöðumatinu er horft til nokkurra lykilþátta: l Menningar, samskipta og vinnuumhverfis l Stefnu og skipulags l Skipurits l Launa l Fyrirmynda „Eitt af því sem að við höfum lagt ríka áherslu á frá upphafi er að við ráðumst ekki í verkefnið með fyrirtæki nema það sé forstjóri þess eða stjórn sem leiði vinnuna,“ segir Þórey og bætir við að reynt sé að gefa öllu starfsfólki kost á að taka þátt í vinnunni á einhverju stigi, t.d. með vinnustofum þar sem umræða og fræðsla á sér stað um margvísleg atriði og kallað er eftir hugmyndum að úrbótatækifærum. „Með beitingu Jafnréttisvísisins er tekið á öllum helstu þáttum er snerta stöðu kynjanna og spurt hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að kynin njóti jafnréttis og að konur fái framgang innan fyrir- tækja til jafns á við karla. Í verkefninu vinnum við sér- staklega með fyrirtækjamenn- inguna og reynum að draga dulda fordóma upp á yfirborðið, gera þá sýnilega og vinna að því að útrýma þeim. Þannig fáum við betri vinnu- stað þar sem jafnt konum sem körlum líður betur og eru ánægð- ari í sínum daglegum störfum.“ Raunhæfur árangur með jafnréttisvísi Þórey Vilhjálmsdóttir. Capacent leggur áherslu á að þekking á jafn- launakerfi verði eftir í fyrirtækinu þegar ráðgjafar ljúka sinni vinnu. Jafnréttisvísir Capacent fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná raunverulegum árangri. „Heildstæð úttekt á stöðu jafnréttismála í Landsvirkjun, ekki aðeins á mælanlegum þáttum eins og kynjahlutfalli og launum, heldur einnig á menningu, samskiptum og vinnuumhverfi. Samstarfið við Capacent hefur hjálpað okkur að greina stöðuna og virkja allt okkar starfsfólk á þessari mikilvægu vegferð.“ Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar „Verkefnið hefur ýtt við fólki og vakið það til umhugsunar um hluti þar sem ákveðin meðvirkni var við lýði. Við erum ekki komin á neina endastöð en ferlið hefur fengið marga til að hugsa betur um framkomu á vinnustaðnum. Þessi vinna hefur þegar haft heilmikil áhrif á aðferðafræði við ráðningar og framgang fólks innan félagsins.“ Sigurður Viðarsson, forstjóri TM „Í Landsbankanum, sem og í samfélaginu öllu, hefur orðið mikil vitundarvakning í jafnréttismálum. Með samstarfinu við Capacent og beitingu Jafnréttisvísins fáum við aðstoð við að greina stöðuna ítarlega, móta skýr markmið og vera almennt meðvitaðri í öllum samskiptum í þeim tilgangi að byggja upp gott starfsumhverfi og jákvæða og uppbyggilega fyrirtækjamenningu.“ Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans jafnrettisvisir.is 14 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . o K tó B E R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RJAfNRéttI 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 7 -1 E 7 0 2 1 2 7 -1 D 3 4 2 1 2 7 -1 B F 8 2 1 2 7 -1 A B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.