Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 10

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 10
8 BREIÐFIRÐINGUR þeirra góðu félaga, sem óvænt og skyndilega féll í valinn í blóma lífsins, var Friðgeir Sveinsson, en hann andaðist 22. maí 1952. Hann var Dalamaður að ætt, fæddur 11. júní 1919 að Hóli í Hvammssveit. Foreldrar lians voru Salóme Kristjánsdóttir frá Breiðabólstað á Fellsströnd og Sveinn Flallgrímsson, bóndi. Þótti Salóme fríður og álitlegur kven- kostur í æsku, en Sveinn var hinn mesti áhuga og athafna- maður. Bjuggu þau hjón lengi að Dagverðarnesseli í Klofn- ingshreppi, en reistu síðar nýbýlið Sveinsstaði í sömu sveit. Virtist það í fyrstu næstum því óframkvæmanlegt átak fyrir fátækan mann með stóra fjölskyldu, en lýsti þó vel áræði og bjartsýni Sveins heitins. Ekki varð Sveinn langlífur. Hann andaðist árið 1936. Miklu dagsverki hafði hann lokið, en mörg verkefni biðu þó óleyst á Sveinsstöðum, sem von- legt var. Það er þó gleðiefni, að á þessu býli býr nú Sigur- jón, sonur Sveins, og vinnur áfram ötullega á þeim grund- velli, sem foreldrar hans reistu. Þau hjónin Salóme og Sveinn, eignuðust 10 börn. Frið- geir var næst elztur barnanna og elztur bræðra sinna. Þurfti hann því snemma að taka til hendinni við ýmiss konar störf, er aðkallandi voru á heimilinu. Mun hann hafa rcynzt vel iliðtækur og frískur til starfa. Snemma bar þó á útþrá hjá hinum unga manni. Arið 1936 lagði hann af stað út í heiminn. Fór hann til vinnu suður í Mosfellssveit. Ekki varð sú vist löng, því að þetta sama haust dó faðir hans. Ekkjan stóð ein uppi með barnahópinn, hið yngsta tveggja ára. Mörgum störfum var enn ólokið á nýbýlinu. Ekki var um annað að gera en kveðja elzta soninn heim aftur til að- stoðar. Þannig hvarf Friðgeir heim á ný eftir skamma úti- vist. Dvaldist hann nú um hríð að Sveinsstöðum, þar til ferðahugur greip hann á nýjan leik. Réðst hann þá til náms í héraðsskólanum á Laugarvatni. Að loknu námi þar

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.