Breiðfirðingur - 01.04.1955, Síða 18
16
BREIÐFIRÐINGUR
þjóðir áherzlu á slíkt. Mun okkur vissulega sízt minni nauð-
syn en öðrum að treysta rætur upprunans og sögulegrar
menningar, og þá því fremur sem við erum öðrum fátæk-
ari af sýnilegum arfi og minjum. En þótt svo sé, eigum
við okkar sögu og minningar, að mörgu engu ómerkari en
aðrar þjóðir, en okkur því dýrmætari og lífsnauðsynlegri,
sem við erum færri og smærri og á sumum sviðum snauðari
þeim, eins og fyrr er á bent. Þessum sögulega menningar-
arfi höfum við fram að þessu hvergi nærri sýnt þá rækt,
sem okkur er skylt og nauðsynlegt, einkum standa sveit-
irnar þar í óbættri skuld. Þó hefur öll okkar menning verið
sveitamenning svo langt fram á síðustu tíma, að segja má,
að hart nær allir okkar andans menn, sem til moldar eru
hnignir, séu frá sveitunum komnir.
Færri munu þó þær sveitirnar, sem fram að þessu hafa
nokkuð til þess gert að halda lifandi og á lofti hjá sér
minningu þessara barna sinna. Mér kemur í hug í þessu
sambandi ein byggð vestur við Breiðafjörð — Reykhóla-
sveitin, sem er ein af fegurstu sveitum landsins. Aður fyrr
var hún talin til afskekktra útkjálkasveita. Nú eru sam-
göngur þangað orðnar greiðar, bæði á landi og í lofti, að
minnsta kosti á sumrum, og allstórt sumargistihús risið upp
í miðri sveit. Enda eykst ferðamannastraumur þangað með
hverju ári. En hversu margir munu þeir vera, ferðalang-
arnir, sem hugsa út í það, — eða hafa annars nokkra hug-
mynd um, — að þessi fagra byggð gaf þjóðinni þrjú þekkt-
ustu skáld og rithöfunda 19. aldarinnar, þá Jón Thorodd-
sen, Gest Pálsson og Matthías Jochumsson. Þó er ég í eng-
um efa um, að mörgum ferðamanni myndi þykja sín ferð
gjörð að betri, ef hann hefði áttað sig á þessu. En hverjum
bar að fræða hann um það, ef ekki sveitinni sjálfri. Hin
fyrsta, minnsta og einfaldasta úrbót á þessu gæti verið sú,
að klöppuð yrðu nöfn þessara manna á íslenzka grágrýtis-