Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 22

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 22
Hjónin í Ólafsdal. Ræða Geirs Sigurðssonar, Skerðinffsstöðum, flutt við afhjúpun minnisvarða Ólafsdalshjónanna 28. ágúst 1955. Virðulega samkoma. „Hér hefur steinninn manna mál og moldin sál.“ Fortíð og framtíð fléttast saman á fögrum sumardegi. Sporin liggja um grænar slóðir genginnar kynslóðar. Friðsæld krýnir fjallasal, fjöldinn gistir Olafsdal. Hvers vegna? Vegna þess að við eigum fagra fortíð og viljum eiga þátt í að skapa bjarta framtíð. Við finnum æðaslátt okkar eigin lífs titra við hjartarætur horfinna feðra og mæðra og geymum minningu þeirra í heimkynnum hugans, skráðri sögu eða sýnilegum táknum. Þegar við stöndum andspænis fortíðinni verður okkur líkt farið og þegar við erum stödd úti á víðavangi að sum- arlagi, þar sem þokan byrgir mishæðótt útsýni. Við horf- um í þokuhafið, en sjáum óljóst. En þetta varir ekki lengi. Brátt kemur í ljós fyrsta táknið, er boðar bjarmann að baki rökkurskýjanna. Háir tindar og hnjúkar rísa og taka á sig sólroðinn tignarsvip, og innan lítils tíma afhjúpast marg- breytilegt útsýni. Gróðurinn, sem myndazt hefur í skjóli þessara háu tinda og teygt sig út um skriður, móa og holta- börð, laugar sig í glitrandi daggarskrúða. Þá er biart í hug þess, er finnur unað af andlægu sambandi við gró- andi líf.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.