Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 25

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 25
BREIÐFIRÐINGUR 23 lands eftir að hafa dvalið í Reykjavík veturinn áður og fengið þar tilsögn í ensku o. fl. í Skotlandi dvaldi Torfi næstu missiri, einkum við jarð- yrkjustörf og smíðar. Þar voru þá smíðuð fyrstu ljáblöðin, sem við hann voru kennd og sem ruddu sér ört til rúms hér á landi og komu í stað gömlu „einjárnunganna“, er þóttu þungir í vöfum. Um þessar mundir hefst samband Torfa við Jón Sigurðs- son forseta. Meðan Torfi dvaldi í Skotlandi, ritaði hann Jóni eins konar fréttapistla um búnaðarframfarir og bún- aðarháttu þar í landi, er Jón svo aftur birti í Nýjum félags- ritum. Þar lýsir Torfi meðal annars hversu bændaþjóðin í Skotlandi standi íslenzku þjóðinni miklu framar í allri búmenningu. Skilyrðin eru að vísu ólík, en möguleikarnir til að græða opin sár hins kalda fósturlands blasa í ótal myndum við hraustum manni og eldur áhugans birtist í hverri línu. Heim kominn var Torfi tilbúinn að taka að sér forstöðu fyrirmyndarbús Húnvetninga. Mun hann hafa orðið fyrir vonbrigðum, er ekkert varð af stofnun þess. Haustið 1868 giftist Torfi frændkonu sinni, Guðlaugu Zakaríasdóttur. Frú Guðlaug er fædd að Kollafjarðarnesi 19. október 1845. Foreldrar hennar voru Zakarías Jóhannes- son prests frá Brjánslæk og Ragnheiður ljósmóðir Einars- dóttir dannebrogsmanns frá Kollafjarðarnesi. Guðlaug var systurdóttir Asgeirs á Þingeyrum. Hjá honum ólst hún upp að miklu leyti og þar lágu leiðir þeirra Torfa saman. En ættir þeirra runnu þannig saman, að móðurömmur þeirra voru systur. Vorið 1869 fluttu þau Guðlaug og Torfi alfarin úr Húnavatnssýslu. Reistu þau bú á Varmalæk í Borgarfirði og bjuggu þar í tvö ár. En vorið 1871 keyptu þau jörðina

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.