Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Blaðsíða 28

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Blaðsíða 28
26 BREIÐFIRÐINGUR ekki, að því er Torfa snerti. Félagsmálavettvangurinn og ritvöllurinn voru einnig starfssvæði hans. Auk jákvæðrar þátttöku í félagsmálum sveitar sinnar og sýslu, tók Torfi sér stöðu við hlið helztu forvígismanna samvinnuhugsjónar- innar á Islandi á seinustu áratugum nítjándu aldarinnar. Verzlunarfélag Dalamanna, er náði yfir hluta af þrem sýsl- um og seinna greindist í smærri verzlunarfyrirtæki, er starfa enn í dag, var afkvæmi hans og fósturbarn. Það er vafa- samt, hvort samvinnustefnan hefur átt stórhugaðri forvígis- mann á fyrsta skeiði ævi sinnar hér á landi og er mikið sagt. I blöðum og tímaritum er heilt safn af ritgerðum eftir Torfa, aðallega um búnaðar- og félagsmál. Vinnumaðurinn í Asbjarnarnesi lét ekki verðlaunaritgerðina eina eftir þjóð sinni til hvatningar og nafni sínu til sæmdar. Þeir, sem virða fyrir sér ævistarf Torfa í Olafsdal, hljóta að viðurkenna, að þar var óvenjulegur maður á ferð. En Torfi Bjarnason var hér ekki einn um forustuna. Hér í stóra húsinu bjó eiginkonan, tólf barna móðir, hús- freyja á allt að 30 manna heimili, hagleikskonan, leið- beinandinn um verkkunnáttu alla í þeirri fjölbreyttu iðju, er felst í hinu þjóðlega orðtaki húsældarinnar að breyta ull í fat og mjólk í mat, vinsæl, viðurkennd og virt. Svipmyndir úr sögu Ólafsdals svífa fyrir sjónum okkar í dag og taka á sig auðug litbrigði á tímans tjaldi. Vorið er gengið í garð. Hópur tápmikilla æskumanna dreifir sér um hálfgrónar lendur. Þreklegir dráttarhestar eru beizlaðir, lögð á þá aktygi og þeim síðan beitt fyrir plóginn, herfið og vagninn. Þar er heimilisiðja vetrarins borin út í gróanda vorsins. Húsbóndinn gengur á milli manna hvatur í spori, talar og bendir. Það er vöxtur og líf í hverri hreyfingu. I vorþeynum svífur merki gróandans eins og friðarfáni yfir höfðum frjálsborinna manna. Hópur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.