Breiðfirðingur - 01.04.1955, Blaðsíða 28
26
BREIÐFIRÐINGUR
ekki, að því er Torfa snerti. Félagsmálavettvangurinn og
ritvöllurinn voru einnig starfssvæði hans. Auk jákvæðrar
þátttöku í félagsmálum sveitar sinnar og sýslu, tók Torfi
sér stöðu við hlið helztu forvígismanna samvinnuhugsjónar-
innar á Islandi á seinustu áratugum nítjándu aldarinnar.
Verzlunarfélag Dalamanna, er náði yfir hluta af þrem sýsl-
um og seinna greindist í smærri verzlunarfyrirtæki, er starfa
enn í dag, var afkvæmi hans og fósturbarn. Það er vafa-
samt, hvort samvinnustefnan hefur átt stórhugaðri forvígis-
mann á fyrsta skeiði ævi sinnar hér á landi og er mikið
sagt.
I blöðum og tímaritum er heilt safn af ritgerðum eftir
Torfa, aðallega um búnaðar- og félagsmál. Vinnumaðurinn
í Asbjarnarnesi lét ekki verðlaunaritgerðina eina eftir þjóð
sinni til hvatningar og nafni sínu til sæmdar.
Þeir, sem virða fyrir sér ævistarf Torfa í Olafsdal, hljóta
að viðurkenna, að þar var óvenjulegur maður á ferð.
En Torfi Bjarnason var hér ekki einn um forustuna.
Hér í stóra húsinu bjó eiginkonan, tólf barna móðir, hús-
freyja á allt að 30 manna heimili, hagleikskonan, leið-
beinandinn um verkkunnáttu alla í þeirri fjölbreyttu iðju,
er felst í hinu þjóðlega orðtaki húsældarinnar að breyta
ull í fat og mjólk í mat, vinsæl, viðurkennd og virt.
Svipmyndir úr sögu Ólafsdals svífa fyrir sjónum okkar
í dag og taka á sig auðug litbrigði á tímans tjaldi.
Vorið er gengið í garð. Hópur tápmikilla æskumanna
dreifir sér um hálfgrónar lendur. Þreklegir dráttarhestar
eru beizlaðir, lögð á þá aktygi og þeim síðan beitt fyrir
plóginn, herfið og vagninn. Þar er heimilisiðja vetrarins
borin út í gróanda vorsins. Húsbóndinn gengur á milli
manna hvatur í spori, talar og bendir. Það er vöxtur og líf
í hverri hreyfingu. I vorþeynum svífur merki gróandans
eins og friðarfáni yfir höfðum frjálsborinna manna. Hópur