Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 29

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 29
BREIÐFIRÐINGUR 27 hálfvaxinna barna leikur sér umi hlaðvarpa og tún. Reykur- inn stígur hátt í loft, minnir á mikið starf innan veggja og boðar vinnuhlé að litlum tíma liðnum. Ein elzta heimasætan kemur út á hlaðið og gefur vinnuflokknum kall. Hestarnir eru spenntir frá, leiddir að stallinum og þar fá þeir vel úti- látinn skerf af leifum vetrarforðans. Gengið er til bæjar og sezt að stóru borði. Léttum hlátrum og gamanyrðum er brugðið á loft um leið og neytt er íslenzks búmatar. Hátt- prúð húsmóðir vakir yfir fjölbreyttu innanhússstarfi, og hrókur fagnaðarins er húsbóndinn sjálfur. Það er mánudagsmorgun á miðjum slætti. Búsmalinn er rekinn í haga. Heima á hlaðinu safnast hálfur annar tugur vinnandi fólks. í miðjum hópnum stendur húsbóndinn og skiptir vinnuliðinu í flokka. Einn flokkurinn fer út í Saur- bæ, annar niður á Eyrartún, sá þriðji út á engjar, o. s. frv. Fyrir hvern vinnuflokk er ráðinn flokksstjóri. Nokkur áhyggjusvipur breiðist yfir andlit þeirra nemenda, er hreppa hlutskiptið í þetta sinn. Abyrgðartilfinningin hefur verið örvuð með einni fyrirskipun, en traustur bakhjarl slær öryggisblæ á starffúsan vinnuflokk. Framundan er vikan eins og ónumið svið. Það er vetur í lofti. Degi hallar. Utivinnu dagsins er að mestu lokið. Seinasta kennslustundin í skólanum er að enda. Úti gelta heimilisrakkarnir og boða gestakomu. Skóla- stjóri og nemendur líta um glugga. Heim að túnfæti kemur gangandi maður með stóra byrði á baki. Honum miðar hægt, því að ófærðin er mikil. Komumaður gengur í hlað og léttir af herðum sér ullarpokum, er hann hefur með- ferðis til vinnslu í ullarvinnsluvélum skólastjórans. Dyrnar opnast, bóndi fagnar komumanni og leiðir hann til bað- stofu. Gistingin er fyrirfram ákveðin og innan lítillar stund- ar er gesturinn næstum óafvitandi orðinn sem heimilis- maður á stærsta heimili héraðsins.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.